Menning

Mikill sykur í drykkjum

Ótrúlegt en satt, þú gætir allt eins brutt 15 sykurmola eins og að drekka tvö glös af djúsi og í þessum tveimur glösum er nærri því hámarkssykurmagn sem mælt er með fyrir þriggja ára barn. Fullorðnir mega borða tvöfalt þetta magn af sykri á dag. Almennt er talið óæskilegt að sykurneysla sé meiri en sem nemur 10 prósentum af þeirri orku sem neytt er á dag. Dönsku hjartaverndarsamtökin hafa nú hafið herferð sem beinist að þriggja ára börnum og foreldrum þeirra. Þar er á einföldum myndum gerð grein fyrir sykurinnihaldi algengra drykkja. Djús, gos og kók, 7,5 sykurmoli Eplasafi 6 sykurmolar Kakó 3 sykurmolar Drykkjarjógúrt 5 sykurmolar (miðað er við 1,5 desilítra. Sykurmolinn vegur 2 grömm) 10% sykur á dag er fyrir: 3-4 ára: 30-35 g sykur (16-17 molar) 6 ára 40-45 g sykur 12 ára 50-55 g sykur Fullorðin kona 50 g sykur Fullorðinn karlmaður 65 g sykur (32 molar)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.