Viðskipti innlent

Væntingavísitalan lækkar enn

MYND/Vísir
Væntingavísitala landsmanna hefur ekki verið lægri síðan í desember 2003 samkvæmt mælingu Gallup í júnímánuði og birt var í dag. Gildi vísitölunnar mældist 104,7 og lækkar því um 5,2% á milli mánaða. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem hún lækkar. Mat á núverandi ástandi og á atvinnuástandi hækkaði frá maí en aftur á móti lækkuðu væntingar til sex mánaða sem og mat á efnahagslífinu. Fyrstu þrjá mánuði ársins hækkaði vísitalan skarpt en undanfarna þrjá mánuði hafa hækkanirnar gengið til baka. Væntingar til sex mánaða hafa farið lækkandi á undanförnum mánuðum og hafa ekki verið lægri frá því í desember 2001 en mat á núverandi ástandi hefur jafnt og þétt hækkað frá því í byrjun árs 2003. Er svo komið að mat á núverandi ástandi er orðið hærra heldur en væntingar til sex mánaða, sem hefur ekki gerst síðan í nóvember 2001.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×