Erlent

Forsætisráðherra hótað lífláti

Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi, sem tengdur er al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur opinberlega hótað tilvonandi forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi lífláti. Morðhótunin kom fram á hljóðupptöku sem talið er að komi frá al-Zarqawi. Þar segir hann að forsætisráðherrann átti sig ekki á því að hann hafi þegar sloppið undan mörgum morðtilraunum og að þeim verði haldið áfram uns yfir lýkur. Örlög hans verði hin sömu og Izzadines Saleems, fyrrverandi forseta írakska framkvæmdaráðsins, sem lést í bílsprengingu 18. maí síðastliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×