Þegar síðasta eggið fellur 23. júní 2004 00:01 Svanborg Sigmarsdóttir pælir í breytingum og barneignum Ég var að lesa breskt blað um daginn, þar sem var verið að fjalla um nýja þjónustu. Konum ytra býðst nú víst að fara til læknis sem telur hjá þeim hversu mörg egg þær eiga eftir í eggjastokkunum og út frá því er reiknað út hvenær þær munu komast á breytingaraldurinn. Megininntakið í greininni var að þetta væri byltingarkennd þjónusta fyrir konur, sem gætu nú komist að því hvenær þær kæmust af barneignaraldri og því ættu þær ekki lengur á hættu með að bíða með barneignir þangað til það er orðið of seint. Samkvæmt greininni virðist þetta vera heilmikið vandamál þarna úti. Konur fara síðar í fast samband en áður, auk þess sem þær leggja nú meiri áherslu á frama sinn og því geyma þær allar hugmyndir um litlar trítlandi táslur fram að fertugu, sem gæti þá verið orðið of seint. Það var rætt við nokkrar konur vegna þessarar nýjungar og voru þær ekki á eitt sáttar. Það sem sló mig mest, fyrir utan að hvergi var minnst á feður í þessari umfjöllun, líkt og þeir komi málinu bara ekkert við, var hversu margar konur sem rætt var við töldu að þær gætu beðið með barneignir alveg fram að breytingaskeiðinu, án nokkurra vandkvæða. Einhvers staðar virðist líffræðikennslan hafa farið úrskeiðis, fyrst svo er. En greinin fjallaði einnig um málið eins og það að vita dagsetninguna á breytingaskeiðinu væri lausnin til að skipuleggja barneignir, þannig að greinarhöfundur hefur greinilega ekki heldur vitað betur. Af þeim konum sem spurðar voru að því hvort þær gætu hugsað sér að láta telja í sér eggin fannst mér svar einnar þeirra skara fram úr. Hún spurði bara, til hvers? Til að geta talið dagana þangað til ég vakna upp í svitabaði og hormónarnir fara allir af stað? Það var greinilegt að í hennar huga var þetta ekki jafn spennandi tilhugsun og að bíða eftir jólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun
Svanborg Sigmarsdóttir pælir í breytingum og barneignum Ég var að lesa breskt blað um daginn, þar sem var verið að fjalla um nýja þjónustu. Konum ytra býðst nú víst að fara til læknis sem telur hjá þeim hversu mörg egg þær eiga eftir í eggjastokkunum og út frá því er reiknað út hvenær þær munu komast á breytingaraldurinn. Megininntakið í greininni var að þetta væri byltingarkennd þjónusta fyrir konur, sem gætu nú komist að því hvenær þær kæmust af barneignaraldri og því ættu þær ekki lengur á hættu með að bíða með barneignir þangað til það er orðið of seint. Samkvæmt greininni virðist þetta vera heilmikið vandamál þarna úti. Konur fara síðar í fast samband en áður, auk þess sem þær leggja nú meiri áherslu á frama sinn og því geyma þær allar hugmyndir um litlar trítlandi táslur fram að fertugu, sem gæti þá verið orðið of seint. Það var rætt við nokkrar konur vegna þessarar nýjungar og voru þær ekki á eitt sáttar. Það sem sló mig mest, fyrir utan að hvergi var minnst á feður í þessari umfjöllun, líkt og þeir komi málinu bara ekkert við, var hversu margar konur sem rætt var við töldu að þær gætu beðið með barneignir alveg fram að breytingaskeiðinu, án nokkurra vandkvæða. Einhvers staðar virðist líffræðikennslan hafa farið úrskeiðis, fyrst svo er. En greinin fjallaði einnig um málið eins og það að vita dagsetninguna á breytingaskeiðinu væri lausnin til að skipuleggja barneignir, þannig að greinarhöfundur hefur greinilega ekki heldur vitað betur. Af þeim konum sem spurðar voru að því hvort þær gætu hugsað sér að láta telja í sér eggin fannst mér svar einnar þeirra skara fram úr. Hún spurði bara, til hvers? Til að geta talið dagana þangað til ég vakna upp í svitabaði og hormónarnir fara allir af stað? Það var greinilegt að í hennar huga var þetta ekki jafn spennandi tilhugsun og að bíða eftir jólunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun