Horfur í stjórnarsamstarfinu 17. júní 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra tilkynnti á fundi American Enterprice Institute (AEI) í Washington í byrjun vikunnar að tekjuskattur myndi á kjörtímabilinu lækka um 4 prósent frá því sem nú er. Þar með er ljóst að Davíð telur einsýnt að gengið verði eins langt í tekjusakattslækkunum og stjórnarsáttmálin gerir ítrustu ráð fyrir. Miðað við önnur sjónarmið, sem Davíð rakti í ræðu sinni hjá AEI væri þetta eðlileg stefna, en Davíð vill þakka efnahagsvöxtinn á Íslandi undanfarin ár að verulegu leyti lækkun skatta á fyrirtæki. Hvort sem sú kenning forsætisráðherra stenst nú eða ekki, þá er athyglisvert að hann skuli halda þessum sjónarmiðum svo háttt á lofti nú, ekki síst í ljósi þess að nokkur núningur virðist hafa verið milli stjórnarflokkanna um framkvæmd skattalækkananna, sem boðaðar voru í stjórnarsáttmálanum. Og í því ljósi eru ekki síður athyglisverð viðbrögð forsætisráðherra við spurningum á þessum sama fundi. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu á miðvikudag var Davíð m.a. spurður um hvort hann væri sannfærður um að áform þessi um skattalækkanir myndu ná fram, þar sem hann væri nú að stíga upp úr stóli forsætisráðherra í haust og annar stjórnmálaforingi að taka við því embætti. Fyrirfram er hægt að hugsa sér ýmis svör frá Davíð við þessari spurningu. Eitt gæti t.d. hafa verið eitthvað á þá leið, að hér væri um að ræða sameiginlegt stefnumál beggja stjórnarflokkanna sem lýst hafi verið í stjórnarsáttmála og því væri ekkert að óttast í þessum efnum. Slikt svar væri þó kannski á mörkum þess að vera satt, því eins og fram hefur komið í viðbrögðum Kristins H. Gunnarssonar framsóknarþingmanns er forsætisráðherra í raun að túlka skattalækkunarloforð stjórnarsáttmálans nokkuð einhliða út frá sínum sjónarhóli. Ekki sé alveg víst að framsóknarmenn sjái málið með alveg sömu augum. Annað svar sem Davíð hefði getað gefið væri að vísa til þess að hann og verðandi forsætisráðherra Framsóknar hefðu komið sér saman um þessa hluti og engin ástæða væri til að slíkt samkomulag héldi ekki. Þriðja svarið gæti síðan hafa verið eitthvað á þá leið að eftir langt og farsælt samstarf sitt við Halldór Ásgrímsson verðandi forsætisráðherra treysti hann sér til að fullyrða að engin hætta væri á alvarlegum ágreiningi milli þeirra. Ekkert af þessu var þó það sem Davíð sagði. Hann vísaði hins vegar til þess að eftir sem áður yrði Sjálfstæðisflokkurinn stóri aðilinn í ríkisstjórninni. Eða eins og segir í frétt Morgunblaðsins: "Davíð svaraði því til að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærri aðilinn í ríkisstjórninni. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin myndi halda áfram á sömu braut." Vegna þess að skattalækkunarmálin eru sá málaflokkur, sem einna alvarlegastar deilur hafa risið um í þessu stjórnarsamstarfi, hljóta framsóknarmenn að vera hugsi vegna þessara ummæla forsætisráðherra. Ef til vill er ástæðulaust að leggja of mikla merkingu í að einmitt nú, þegar styttist í stólaskiptin, og einmitt nú, þegar málefnið snertir ólíkar áherslur stjórnarflokkanna, skuli forsætisráðherra kjósa að lýsa sýn sinni á samskipti flokkanna í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar með þessum hætti. Hann vísar ekki til samkomulags og fyrri samheldni heldur notar hann tilvísun til stærðar og styrkleika flokkanna og undirstrikar að sömu braut beri að fylgja og áður. Í þessu felst einfaldlega yfirlýsing og umfram allt áminning um að forusta Halldórs í ríkisstjórninni hljóti í raun að verða skertari og takmarkaðari, en forsysta Davíðs sjálfs hefur verið. Davíð var jú leiðtogi stærri aðilans í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn hljóta að spyrja sig hvers konar forsætisráðherraembætti, hvers konar leiðtogahlutverk þeir hafa verið að semja um í skiptum fyrir umhverfisráðuneytið. Fela til dæmis ummæli Davíðs, um að stærðarhlutföll flokkanna hljóti að ráða áherslum í skattamálum frekar en hugsanleg sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar, það ekki óhjákvæmilega í sér að hendur Halldórs séu með einhverjum hætti bundnar? Tíminn einn mun svara því hvort langvinnt samstarf þessara tveggja foringja mun halda við breyttar aðstæður og raunar hvort Davíð mun yfir höfuð halda áfram í pólitík. Hitt fer þó tæplega milli mála eftir ummæli Davíðs í Washington, að þegar Halldór tekur við forsæti í ríkisstjórninni mun sú kenning verða áberandi og hávær í herbúðum Sjálfstæðisflokksins – að stærðin skipti víst máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Davíð Oddsson forsætisráðherra tilkynnti á fundi American Enterprice Institute (AEI) í Washington í byrjun vikunnar að tekjuskattur myndi á kjörtímabilinu lækka um 4 prósent frá því sem nú er. Þar með er ljóst að Davíð telur einsýnt að gengið verði eins langt í tekjusakattslækkunum og stjórnarsáttmálin gerir ítrustu ráð fyrir. Miðað við önnur sjónarmið, sem Davíð rakti í ræðu sinni hjá AEI væri þetta eðlileg stefna, en Davíð vill þakka efnahagsvöxtinn á Íslandi undanfarin ár að verulegu leyti lækkun skatta á fyrirtæki. Hvort sem sú kenning forsætisráðherra stenst nú eða ekki, þá er athyglisvert að hann skuli halda þessum sjónarmiðum svo háttt á lofti nú, ekki síst í ljósi þess að nokkur núningur virðist hafa verið milli stjórnarflokkanna um framkvæmd skattalækkananna, sem boðaðar voru í stjórnarsáttmálanum. Og í því ljósi eru ekki síður athyglisverð viðbrögð forsætisráðherra við spurningum á þessum sama fundi. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu á miðvikudag var Davíð m.a. spurður um hvort hann væri sannfærður um að áform þessi um skattalækkanir myndu ná fram, þar sem hann væri nú að stíga upp úr stóli forsætisráðherra í haust og annar stjórnmálaforingi að taka við því embætti. Fyrirfram er hægt að hugsa sér ýmis svör frá Davíð við þessari spurningu. Eitt gæti t.d. hafa verið eitthvað á þá leið, að hér væri um að ræða sameiginlegt stefnumál beggja stjórnarflokkanna sem lýst hafi verið í stjórnarsáttmála og því væri ekkert að óttast í þessum efnum. Slikt svar væri þó kannski á mörkum þess að vera satt, því eins og fram hefur komið í viðbrögðum Kristins H. Gunnarssonar framsóknarþingmanns er forsætisráðherra í raun að túlka skattalækkunarloforð stjórnarsáttmálans nokkuð einhliða út frá sínum sjónarhóli. Ekki sé alveg víst að framsóknarmenn sjái málið með alveg sömu augum. Annað svar sem Davíð hefði getað gefið væri að vísa til þess að hann og verðandi forsætisráðherra Framsóknar hefðu komið sér saman um þessa hluti og engin ástæða væri til að slíkt samkomulag héldi ekki. Þriðja svarið gæti síðan hafa verið eitthvað á þá leið að eftir langt og farsælt samstarf sitt við Halldór Ásgrímsson verðandi forsætisráðherra treysti hann sér til að fullyrða að engin hætta væri á alvarlegum ágreiningi milli þeirra. Ekkert af þessu var þó það sem Davíð sagði. Hann vísaði hins vegar til þess að eftir sem áður yrði Sjálfstæðisflokkurinn stóri aðilinn í ríkisstjórninni. Eða eins og segir í frétt Morgunblaðsins: "Davíð svaraði því til að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærri aðilinn í ríkisstjórninni. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin myndi halda áfram á sömu braut." Vegna þess að skattalækkunarmálin eru sá málaflokkur, sem einna alvarlegastar deilur hafa risið um í þessu stjórnarsamstarfi, hljóta framsóknarmenn að vera hugsi vegna þessara ummæla forsætisráðherra. Ef til vill er ástæðulaust að leggja of mikla merkingu í að einmitt nú, þegar styttist í stólaskiptin, og einmitt nú, þegar málefnið snertir ólíkar áherslur stjórnarflokkanna, skuli forsætisráðherra kjósa að lýsa sýn sinni á samskipti flokkanna í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar með þessum hætti. Hann vísar ekki til samkomulags og fyrri samheldni heldur notar hann tilvísun til stærðar og styrkleika flokkanna og undirstrikar að sömu braut beri að fylgja og áður. Í þessu felst einfaldlega yfirlýsing og umfram allt áminning um að forusta Halldórs í ríkisstjórninni hljóti í raun að verða skertari og takmarkaðari, en forsysta Davíðs sjálfs hefur verið. Davíð var jú leiðtogi stærri aðilans í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn hljóta að spyrja sig hvers konar forsætisráðherraembætti, hvers konar leiðtogahlutverk þeir hafa verið að semja um í skiptum fyrir umhverfisráðuneytið. Fela til dæmis ummæli Davíðs, um að stærðarhlutföll flokkanna hljóti að ráða áherslum í skattamálum frekar en hugsanleg sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar, það ekki óhjákvæmilega í sér að hendur Halldórs séu með einhverjum hætti bundnar? Tíminn einn mun svara því hvort langvinnt samstarf þessara tveggja foringja mun halda við breyttar aðstæður og raunar hvort Davíð mun yfir höfuð halda áfram í pólitík. Hitt fer þó tæplega milli mála eftir ummæli Davíðs í Washington, að þegar Halldór tekur við forsæti í ríkisstjórninni mun sú kenning verða áberandi og hávær í herbúðum Sjálfstæðisflokksins – að stærðin skipti víst máli!