Átök í átakalausum kosningum Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. júní 2004 00:01 Gagnrýni sjálfstæðismanna á Ólaf Ragnar Grímsson setur nokkra spennu í komandi forsetakosningar. - Gunnar Smári Egilsson Nú eru þegar aðeins tvær vinnuvikur og ein helgi er til forsetakosninga er ekki enn ljóst um hvað þessar kosningar munu snúast. Ég held að það séu fáir sem geri ráð fyrir harðri baráttu frambjóðenda. Það er ákaflega ólíklegt annað en Ólafur Ragnar Grímsson fái mikinn meirihluta greiddra atkvæða. Þótt það séu engin fordæmi fyrir því að Íslendingar hafi fellt sitjandi forseta í kosningum er að sjálfsögðu ekkert sem segir að slíkt geti ekki gerst. En til þess þarf sterkari frambjóðendur en þá Baldur og Ástþór. Þótt þeir kunni báðir að vera góðir og gegnir menn er annar þeirra lítt þekktur af landsmönnum og hinn fremur kunnur af endemum en verkum sem gætu aflað honum fylgis í kosningum.En þótt úrslitin kunni að liggja ljós fyrir verður án efa fylgst með niðurstöðum kosninganna og ályktanir dregnar af þeim. Verður kjósókn nægjanlega mikil til að Ólafur Ragnar og stuðningsmenn hans geti túlkað sigur yfir öðrum frambjóðendum sem sigur Ólafs Ragnars? Eða munu yfirburðir hans yfir meðframbjóðendum sínum verða það miklir að hægt sé að túlka niðurstöðurnar sem afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu þjóðarinnar? Og hvernig á að meta atkvæðin sem mótframbjóðendur Ólafs Ragnars fá? Eru það atkvæði til að lýsa óánægju með störf Ólafs Ragnars?Og munu nógu margir mæta á kjörstað til að skila auðu til að lýsa yfir vantrausti á Ólaf Ragnar? Þótt kosningarnar sjálfar -- það er valið á milli frambjóðenda – virðist ekki vera spennandi geta þetta engu að síður orðið spennandi kosningar. Það hefur aldrei áður verið jafn mikill hiti í kringum forsetaembættið og sitjandi forseti hefur aldrei verið gagnrýendur jafn hart áður. Og það er athyglivert að þessi gagnrýni kemur einkum frá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum – og þá einkum sjálfstæðismönnum.Þeir virðast sækja nokkuð skipulega að Ólafi Ragnari. Það mun því án efa verða ráðið í kosningaúrslitin til að meta styrk þessarar ákvörðunar forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi einarða gagnrýni sjálfstæðismanna á störf Ólafs Ragnars er ekki síður söguleg en ákvörðun hans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Sjálfstæðismenn hafa sagt að með ákvörðun sinni hafi Ólafur Ragnar ákveðið að forsætisembættið skyldi ekki lengur verða sameiningartákn þjóðarinnar.En það er engu síður hægt að segja að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi rofið þessa hefð með harðri gagnrýni á Ólaf Ragnar – ekki aðeins störf heldur ekki síður persónu hans og meintan hulinn tilgang að baki störfum hans. Það að forsetinn skuli hafa verið sameiningartákn er að sjálfsögðu ekki aðeins afrakstur af störfum forsetanna hingað til heldur ekki síður afstaða þjóðarinnar til starfs þeirra. Það má glögglega sjá á því hversu ólíkir forsetarnir hafa verið. Eftir að þeir hafa náð kjöri hefur þjóðin gefið þeim svigrúm til að móta embættið að sér og ekki véfengt með hvaða hætti þeir hafa starfað.Opinská andúð forystu Sjálfstæðisflokksins og nokkurs hóps almennra sjálfstæðismanna á Ólafi Ragnari er því söguleg. En þessi andstaða blæs nokkru lífi í komandi forsetakosningar. Án hennar hefði í raun litlu skipt hversu margir hefðu mætt á kjörstað, hversu margir skilað auðu og hversu margir kosið mótframbjóðendur Ólafs Ragnars. Nú er nokkur spenna í kringum kosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Gagnrýni sjálfstæðismanna á Ólaf Ragnar Grímsson setur nokkra spennu í komandi forsetakosningar. - Gunnar Smári Egilsson Nú eru þegar aðeins tvær vinnuvikur og ein helgi er til forsetakosninga er ekki enn ljóst um hvað þessar kosningar munu snúast. Ég held að það séu fáir sem geri ráð fyrir harðri baráttu frambjóðenda. Það er ákaflega ólíklegt annað en Ólafur Ragnar Grímsson fái mikinn meirihluta greiddra atkvæða. Þótt það séu engin fordæmi fyrir því að Íslendingar hafi fellt sitjandi forseta í kosningum er að sjálfsögðu ekkert sem segir að slíkt geti ekki gerst. En til þess þarf sterkari frambjóðendur en þá Baldur og Ástþór. Þótt þeir kunni báðir að vera góðir og gegnir menn er annar þeirra lítt þekktur af landsmönnum og hinn fremur kunnur af endemum en verkum sem gætu aflað honum fylgis í kosningum.En þótt úrslitin kunni að liggja ljós fyrir verður án efa fylgst með niðurstöðum kosninganna og ályktanir dregnar af þeim. Verður kjósókn nægjanlega mikil til að Ólafur Ragnar og stuðningsmenn hans geti túlkað sigur yfir öðrum frambjóðendum sem sigur Ólafs Ragnars? Eða munu yfirburðir hans yfir meðframbjóðendum sínum verða það miklir að hægt sé að túlka niðurstöðurnar sem afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu þjóðarinnar? Og hvernig á að meta atkvæðin sem mótframbjóðendur Ólafs Ragnars fá? Eru það atkvæði til að lýsa óánægju með störf Ólafs Ragnars?Og munu nógu margir mæta á kjörstað til að skila auðu til að lýsa yfir vantrausti á Ólaf Ragnar? Þótt kosningarnar sjálfar -- það er valið á milli frambjóðenda – virðist ekki vera spennandi geta þetta engu að síður orðið spennandi kosningar. Það hefur aldrei áður verið jafn mikill hiti í kringum forsetaembættið og sitjandi forseti hefur aldrei verið gagnrýendur jafn hart áður. Og það er athyglivert að þessi gagnrýni kemur einkum frá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum – og þá einkum sjálfstæðismönnum.Þeir virðast sækja nokkuð skipulega að Ólafi Ragnari. Það mun því án efa verða ráðið í kosningaúrslitin til að meta styrk þessarar ákvörðunar forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi einarða gagnrýni sjálfstæðismanna á störf Ólafs Ragnars er ekki síður söguleg en ákvörðun hans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Sjálfstæðismenn hafa sagt að með ákvörðun sinni hafi Ólafur Ragnar ákveðið að forsætisembættið skyldi ekki lengur verða sameiningartákn þjóðarinnar.En það er engu síður hægt að segja að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi rofið þessa hefð með harðri gagnrýni á Ólaf Ragnar – ekki aðeins störf heldur ekki síður persónu hans og meintan hulinn tilgang að baki störfum hans. Það að forsetinn skuli hafa verið sameiningartákn er að sjálfsögðu ekki aðeins afrakstur af störfum forsetanna hingað til heldur ekki síður afstaða þjóðarinnar til starfs þeirra. Það má glögglega sjá á því hversu ólíkir forsetarnir hafa verið. Eftir að þeir hafa náð kjöri hefur þjóðin gefið þeim svigrúm til að móta embættið að sér og ekki véfengt með hvaða hætti þeir hafa starfað.Opinská andúð forystu Sjálfstæðisflokksins og nokkurs hóps almennra sjálfstæðismanna á Ólafi Ragnari er því söguleg. En þessi andstaða blæs nokkru lífi í komandi forsetakosningar. Án hennar hefði í raun litlu skipt hversu margir hefðu mætt á kjörstað, hversu margir skilað auðu og hversu margir kosið mótframbjóðendur Ólafs Ragnars. Nú er nokkur spenna í kringum kosningarnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun