Viðskipti Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7.3.2025 17:37 Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:26 Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:00 Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið. Viðskipti innlent 7.3.2025 15:32 Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna. Viðskipti innlent 7.3.2025 10:59 Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa. Viðskipti innlent 7.3.2025 08:53 Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. Atvinnulíf 7.3.2025 07:01 Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6.3.2025 21:02 Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6.3.2025 16:53 Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6.3.2025 15:14 Varað við svörtum eldhúsáhöldum Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Neytendur 6.3.2025 14:45 Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Viðskipti innlent 6.3.2025 13:56 Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Viðskipti innlent 6.3.2025 13:32 Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun. Viðskipti innlent 6.3.2025 10:55 Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar. Atvinnulíf 6.3.2025 07:02 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskipti innlent 5.3.2025 20:02 Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Viðskipti innlent 5.3.2025 15:03 Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 5.3.2025 14:03 Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:52 Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi „Magnast spennan? - orkuöryggi í breyttu umhverfi“ er yfirskrift vorfundar Landsnets sem fram fer í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:31 Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2024. Umboðsmaður Iceguys, sjálf Sandra Barilli, mun kynna tilnefningarnar sem verða í beinu streymi á Vísi. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:31 Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Viðskipti innlent 5.3.2025 12:05 Nýir eigendur endurreisa Snúruna Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. Viðskipti innlent 5.3.2025 10:56 Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Ingjaldur Örn Pétursson hefur tekið við stöðu yfirverkefnastjóra hjá Colas. Viðskipti innlent 5.3.2025 10:07 IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. Neytendur 5.3.2025 09:58 Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar inn á nýstofnaða markaðsdeild Samkaupa. Viðskipti innlent 5.3.2025 08:14 Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Að kunna vel við yfirmanninn á vinnustað er lykilatriði. Því það að elska starfið sitt er eiginlega ekki nóg. Alls kyns flækjur geta nefnilega komið upp í samskiptum við yfirmann, sem síðan geta dregið úr starfsánægjunni. Atvinnulíf 5.3.2025 07:03 Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. Viðskipti innlent 5.3.2025 06:00 Eldrauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Viðskipti innlent 4.3.2025 16:53 Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Viðskipti innlent 4.3.2025 13:33 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7.3.2025 17:37
Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:26
Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:00
Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið. Viðskipti innlent 7.3.2025 15:32
Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna. Viðskipti innlent 7.3.2025 10:59
Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa. Viðskipti innlent 7.3.2025 08:53
Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að vinna á draumavinnustaðnum er geggjuð upplifun. Að hlakka til hvers dags til að fara að vinna og upplifa daginn sem ánægjuna eina: Svo gaman að vinna, svo frábær vinnustaður. Atvinnulíf 7.3.2025 07:01
Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6.3.2025 21:02
Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6.3.2025 16:53
Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6.3.2025 15:14
Varað við svörtum eldhúsáhöldum Endurvinnsla á raftækjum er möguleg orsök þess að eldtefjandi efni finnist í plasti sem notað er í meðhöndlun og varðveislu á matvælum. Neytendur 6.3.2025 14:45
Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Viðskipti innlent 6.3.2025 13:56
Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. Viðskipti innlent 6.3.2025 13:32
Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun. Viðskipti innlent 6.3.2025 10:55
Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Það er erfitt að upplifa okkur í draumastarfinu eða vera mjög ánægð í vinnunni okkar, en líða samt eins og við séum ekki alveg að smella saman við yfirmanninn okkar. Atvinnulíf 6.3.2025 07:02
Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. Viðskipti innlent 5.3.2025 20:02
Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Viðskipti innlent 5.3.2025 15:03
Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskipti innlent 5.3.2025 14:03
Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:52
Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi „Magnast spennan? - orkuöryggi í breyttu umhverfi“ er yfirskrift vorfundar Landsnets sem fram fer í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:31
Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2024. Umboðsmaður Iceguys, sjálf Sandra Barilli, mun kynna tilnefningarnar sem verða í beinu streymi á Vísi. Viðskipti innlent 5.3.2025 13:31
Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Heimar hf. hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann, NIB. Lánið er upp á 4,5 milljarða króna til tólf ára og er verðtryggt. Viðskipti innlent 5.3.2025 12:05
Nýir eigendur endurreisa Snúruna Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug. Viðskipti innlent 5.3.2025 10:56
Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Ingjaldur Örn Pétursson hefur tekið við stöðu yfirverkefnastjóra hjá Colas. Viðskipti innlent 5.3.2025 10:07
IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. Neytendur 5.3.2025 09:58
Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar inn á nýstofnaða markaðsdeild Samkaupa. Viðskipti innlent 5.3.2025 08:14
Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Að kunna vel við yfirmanninn á vinnustað er lykilatriði. Því það að elska starfið sitt er eiginlega ekki nóg. Alls kyns flækjur geta nefnilega komið upp í samskiptum við yfirmann, sem síðan geta dregið úr starfsánægjunni. Atvinnulíf 5.3.2025 07:03
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. Viðskipti innlent 5.3.2025 06:00
Eldrauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum. Viðskipti innlent 4.3.2025 16:53
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Á sextíu ára afmælisári orkufyrirtækis þjóðarinnar fjallar ársfundur fyrirtækisins um reynslu sem það hefur öðlast í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum en jafnframt um framtíðarsýn þess og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum. Ársfundur Landsvirkjunar 2025 verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 4. mars klukkan 14 til 15:30 og má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Viðskipti innlent 4.3.2025 13:33