Viðskipti

Sví­ar sitj­a kannsk­i á mik­il­væg­ust­u námu Evróp­u

Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti erlent

Skatta­málum Sam­herja lokið með sátt

Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018.

Viðskipti innlent

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Atvinnulíf

Spá ferða­manna­fjölda á pari við 2018

Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst.

Viðskipti innlent

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjar­lægðar úr Goog­le-leit

Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Viðskipti innlent

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Atvinnulíf

Hrað­lestin opnar í hús­næði CooCoo‘s Nest á Granda

„Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Viðskipti innlent