Viðskipti innlent

Leiðir ný­sköpun og þróun hjá Héðni

Véltæknifyrirtækið Héðinn hefur ráðið Daníel Frey Hjartarson sem yfirmann nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu. Þar mun Daníel meðal annars leiða verkefni í vöruþróun, nýsköpun og sjálfbærni. Daníel hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent

Telja fast­eignir og lausa­fé Vísis ehf. vel tryggt

Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt.

Viðskipti innlent

Lax og bleikja af landi frá Sam­herja í verslanir

Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Viðskipti innlent

Marel rýkur upp í milljarðaviðskiptum

Gengi hlutabréfa í Marel hefur rokið upp um 6,12 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Viðskipti með bréfin hafa verið miklum mun meiri í dag en síðustu tvo daga, þegar gengið hefur dalað, upp á ríflega 1,4 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Hvað er greiðslu­stöðvun?

Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun?

Viðskipti innlent

Rafnar kaupir Rafnar-Hellas

Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu.

Viðskipti innlent