Viðskipti erlent Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri Englandsbanki lækkaði stýrivextir um 50 punkta í dag og fara þeir við það úr 1,5 prósentum í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri. Viðskipti erlent 5.2.2009 12:56 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar en bankinn hefur lækkað vextina hratt síðastliðna fjóra mánuði. Viðskipti erlent 5.2.2009 12:49 Landsbankamenn boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu Forráðamenn skilanefndar Landsbankans hafa verið boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu í dag en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, er nú staddur í London. Viðskipti erlent 5.2.2009 11:04 Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Viðskipti erlent 5.2.2009 09:52 Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. Viðskipti erlent 5.2.2009 09:18 Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. Viðskipti erlent 4.2.2009 10:49 Mikil óvissa um eignir Baugs í Bretlandi og Danmörku Beiðni Baugs um greiðslustöðvun hefur vakið mikla athygli í breskum og dönskum fjölmiðlum og greina helstu blöð þessara landa frá málinu á vefsíðum sínum. Þar er m.a. tekið fram að mikil óvssa ríki nú um eignir Baugs í þessum löndum. Viðskipti erlent 4.2.2009 10:06 ILVA í Danmörku og Svíþjóð selt til IDdesign Lagerinn, sem m.a. rekur verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi, hefur gert samning um sölu á húsgagnaverslununum ILVA í Danmörku og Svíþjóð til danska félagsins IDdesign. Viðskipti erlent 4.2.2009 09:38 Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:57 Óska tilboða í Actavis Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:30 Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:28 Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á asískum mörkuðum hækkuðu í verði í morgun, annan daginn í röð, eftir að stjórnvöld ýmissa ríkja boðuðu enn frekari umbætur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:23 Samdráttur í sölu Chrysler 55 prósent í janúar Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum reyndist minni í janúar en hún hefur verið í 27 ár og er það nokkru meiri samdráttur en búist hafði verið við. Þetta er í fyrsta sinn sem sala bíla í Bandaríkjunum er minni en í Kína, til dæmis dróst salan hjá Chrysler saman um 55 prósent og hjá General Motors um tæp 50 prósent. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:12 Bréf deCODE flutt af aðallista NASDAQ Hlutabréf í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, verða í dag flutt af aðallista Nasdaq-verðbréfamarkaðarins, þar sem þau standast ekki skilyrði um skráningu þar. Viðskipti erlent 4.2.2009 07:10 Árangurslítill fundur í Alpabænum Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu. Viðskipti erlent 4.2.2009 05:00 Þungt fram undan á fjármálamörkuðum „Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Viðskipti erlent 4.2.2009 00:01 Elísabet tapar stórfé á hruni Kaupþings Elísabet Bretadrottning tapar stórfé á hruni íslenska bankakerfisins eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Telegraph. Viðskipti erlent 3.2.2009 23:40 Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen 1,5 milljarður kr. Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen nema nú 77 milljónum danskra kr. eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. og ekki eru öll kurl komin til grafar. Á móti nema eignir þrotabúsins 4,3 milljónum danskra kr. eða tæplega 90 milljónum kr. Viðskipti erlent 3.2.2009 16:34 Búið að tryggja fjárhag Whistles Búið er að tryggja fjárhag Whistles verslunarkeðjunnar í Bretlandi en óvissa ríkti um framtí'ð keðjunnar í framhaldi af hruni Glitnis s.l. haust. Glitnir var helsti viðskiptabanki Whistles. Viðskipti erlent 3.2.2009 11:19 Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. Viðskipti erlent 3.2.2009 10:00 Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. Viðskipti erlent 3.2.2009 09:11 Macy´s boðar 7.000 uppsagnir Bandaríska verslunarkeðjan Macy´s tilkynnti í gær að 7.000 uppsagnir væru yfirvofandi þar á bæ eftir að spár um stórlækkaðar tekjur á yfirstandandi fjárhagsári litu dagsins ljós. Viðskipti erlent 3.2.2009 07:23 Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og leiddu bréf banka og hátæknifyrirtækja hækkunina. Hana má að einhverju leyti rekja til hertra aðgerða stjórnvalda í Ástralíu og Japan í átt að því að draga úr áhrifum efnahagslægðarinnar, til dæmis lækkaði seðlabanki Ástralíu stýrivexti í landinu og hafa þeir ekki verið lægri í rúma fjóra áratugi. Viðskipti erlent 3.2.2009 07:15 Kínverjar vilja legga 15 milljarða dollara í Rio Tinto Kínverjar hafa áhuga á að leggja 15 milljarða dollara, eða um 1.800 milljarða kr. í námurisann Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. Þessi fjármagnsinnspýting yrði í formi hlutabréfakaupa á mörkuðunum í London og Sidney. Viðskipti erlent 2.2.2009 13:52 Woolworths vakin upp frá dauða sem netverslun Verslunarkeðjan Woolworths sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs verður vakin upp frá dauða sem netverslun. Baugur átti hlut í Woolworths er keðjan varð gjaldþrota en síðustu af 807 verslunum keðjunnar voru seldar í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 2.2.2009 13:02 Manarbúar fá greitt af reikningum sínum í Kaupþingi Þeir íbúar á eyjunni Mön á Bretlandseyjum sem áttu fé inn á reikningum Singer og Friedlander, banka Kaupþings, munu fá fé sitt endurgreitt upp að vissu marki. Viðskipti erlent 2.2.2009 12:40 Nokia hótar að yfirgefa Finnland Nokia, stærsti framleiðandi heimsins á farsímum, hótar því nú að flytja alla starfsemi sína frá Finnlandi. Þetta er sökum þess að stjórnvöld í Finnlandi hika nú við að samþykkja löggjöf sem gefur atvinnurekendum aðgang að tölvupóstum starfsmanna sinna. Viðskipti erlent 2.2.2009 09:13 Lækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og gætti þeirrar lækkunar mest hjá fjármála- og hátæknifyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:31 Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:25 Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina. Viðskipti erlent 31.1.2009 10:53 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri Englandsbanki lækkaði stýrivextir um 50 punkta í dag og fara þeir við það úr 1,5 prósentum í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri. Viðskipti erlent 5.2.2009 12:56
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar en bankinn hefur lækkað vextina hratt síðastliðna fjóra mánuði. Viðskipti erlent 5.2.2009 12:49
Landsbankamenn boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu Forráðamenn skilanefndar Landsbankans hafa verið boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu í dag en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, er nú staddur í London. Viðskipti erlent 5.2.2009 11:04
Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Viðskipti erlent 5.2.2009 09:52
Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. Viðskipti erlent 5.2.2009 09:18
Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. Viðskipti erlent 4.2.2009 10:49
Mikil óvissa um eignir Baugs í Bretlandi og Danmörku Beiðni Baugs um greiðslustöðvun hefur vakið mikla athygli í breskum og dönskum fjölmiðlum og greina helstu blöð þessara landa frá málinu á vefsíðum sínum. Þar er m.a. tekið fram að mikil óvssa ríki nú um eignir Baugs í þessum löndum. Viðskipti erlent 4.2.2009 10:06
ILVA í Danmörku og Svíþjóð selt til IDdesign Lagerinn, sem m.a. rekur verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi, hefur gert samning um sölu á húsgagnaverslununum ILVA í Danmörku og Svíþjóð til danska félagsins IDdesign. Viðskipti erlent 4.2.2009 09:38
Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:57
Óska tilboða í Actavis Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:30
Yfirtakan á Singer & Friedlander rannsökuð sérstaklega Þingnefnd sú á breska þinginu sem er að rannsaka orsakir bankakreppunnar þar í landi hefur ákveðið að rannsaka sérstaklega yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander bankanum árið 2005. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:28
Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á asískum mörkuðum hækkuðu í verði í morgun, annan daginn í röð, eftir að stjórnvöld ýmissa ríkja boðuðu enn frekari umbætur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:23
Samdráttur í sölu Chrysler 55 prósent í janúar Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum reyndist minni í janúar en hún hefur verið í 27 ár og er það nokkru meiri samdráttur en búist hafði verið við. Þetta er í fyrsta sinn sem sala bíla í Bandaríkjunum er minni en í Kína, til dæmis dróst salan hjá Chrysler saman um 55 prósent og hjá General Motors um tæp 50 prósent. Viðskipti erlent 4.2.2009 08:12
Bréf deCODE flutt af aðallista NASDAQ Hlutabréf í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, verða í dag flutt af aðallista Nasdaq-verðbréfamarkaðarins, þar sem þau standast ekki skilyrði um skráningu þar. Viðskipti erlent 4.2.2009 07:10
Árangurslítill fundur í Alpabænum Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu. Viðskipti erlent 4.2.2009 05:00
Þungt fram undan á fjármálamörkuðum „Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Viðskipti erlent 4.2.2009 00:01
Elísabet tapar stórfé á hruni Kaupþings Elísabet Bretadrottning tapar stórfé á hruni íslenska bankakerfisins eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Telegraph. Viðskipti erlent 3.2.2009 23:40
Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen 1,5 milljarður kr. Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen nema nú 77 milljónum danskra kr. eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. og ekki eru öll kurl komin til grafar. Á móti nema eignir þrotabúsins 4,3 milljónum danskra kr. eða tæplega 90 milljónum kr. Viðskipti erlent 3.2.2009 16:34
Búið að tryggja fjárhag Whistles Búið er að tryggja fjárhag Whistles verslunarkeðjunnar í Bretlandi en óvissa ríkti um framtí'ð keðjunnar í framhaldi af hruni Glitnis s.l. haust. Glitnir var helsti viðskiptabanki Whistles. Viðskipti erlent 3.2.2009 11:19
Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag. Viðskipti erlent 3.2.2009 10:00
Kaupþingsstjórar höfðu enga alþjóðareynslu og litla bankareynslu Tony Shearer fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, segir að bankastjórar Kaupþings á Íslandi hafi ekki haft neina alþjóðareynslu og litla bankareynslu þegar þeir festu kaup á Singer & Friedlander árið 2005. Viðskipti erlent 3.2.2009 09:11
Macy´s boðar 7.000 uppsagnir Bandaríska verslunarkeðjan Macy´s tilkynnti í gær að 7.000 uppsagnir væru yfirvofandi þar á bæ eftir að spár um stórlækkaðar tekjur á yfirstandandi fjárhagsári litu dagsins ljós. Viðskipti erlent 3.2.2009 07:23
Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og leiddu bréf banka og hátæknifyrirtækja hækkunina. Hana má að einhverju leyti rekja til hertra aðgerða stjórnvalda í Ástralíu og Japan í átt að því að draga úr áhrifum efnahagslægðarinnar, til dæmis lækkaði seðlabanki Ástralíu stýrivexti í landinu og hafa þeir ekki verið lægri í rúma fjóra áratugi. Viðskipti erlent 3.2.2009 07:15
Kínverjar vilja legga 15 milljarða dollara í Rio Tinto Kínverjar hafa áhuga á að leggja 15 milljarða dollara, eða um 1.800 milljarða kr. í námurisann Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. Þessi fjármagnsinnspýting yrði í formi hlutabréfakaupa á mörkuðunum í London og Sidney. Viðskipti erlent 2.2.2009 13:52
Woolworths vakin upp frá dauða sem netverslun Verslunarkeðjan Woolworths sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs verður vakin upp frá dauða sem netverslun. Baugur átti hlut í Woolworths er keðjan varð gjaldþrota en síðustu af 807 verslunum keðjunnar voru seldar í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 2.2.2009 13:02
Manarbúar fá greitt af reikningum sínum í Kaupþingi Þeir íbúar á eyjunni Mön á Bretlandseyjum sem áttu fé inn á reikningum Singer og Friedlander, banka Kaupþings, munu fá fé sitt endurgreitt upp að vissu marki. Viðskipti erlent 2.2.2009 12:40
Nokia hótar að yfirgefa Finnland Nokia, stærsti framleiðandi heimsins á farsímum, hótar því nú að flytja alla starfsemi sína frá Finnlandi. Þetta er sökum þess að stjórnvöld í Finnlandi hika nú við að samþykkja löggjöf sem gefur atvinnurekendum aðgang að tölvupóstum starfsmanna sinna. Viðskipti erlent 2.2.2009 09:13
Lækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og gætti þeirrar lækkunar mest hjá fjármála- og hátæknifyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:31
Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:25
Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina. Viðskipti erlent 31.1.2009 10:53