Viðskipti erlent Kaupþing óskar eftir gjaldþrotaskiptum á dönsku félagi Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá danska fasteigna- og vindmyllufélaginu Eurotrust. Verður beiðnin tekin fyrir hjá skiptaréttinum í Kolding á mánudaginn kemur. Viðskipti erlent 26.2.2009 10:08 Skosk athafnakona kaupir Blooming Marvellous Verslunarkeðjan Blooming Marvellous hefur verið seld til skosku athafnakonunnar Elaine McPherson. Keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura var í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone. Viðskipti erlent 26.2.2009 09:50 RBS skilar mesta tapi í sögu Bretlandseyja Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 40 milljörðum punda á síðasta ári fyrir skatta og er þetta mesta einstaka tap fyrirtækis á Bretlandseyjum í sögunni. Viðskipti erlent 26.2.2009 09:00 Royal Unibrew tapaði 10 milljörðum kr. Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Viðskipti erlent 26.2.2009 08:31 Tækni- og símafyrirtæki lækka í Asíu Asísk hlutabréf lækkuðu í verði í morgun og voru það bréf tækni- og símafyrirtækja sem mest lækkuðu. Einnig hríðféllu bréf japanska lyfjaframleiðandans Daiichi Sankyo eftir að bandaríska lyfjaeftirlitið samþykkti ekki innihaldslýsingar nokkurra lyfja sem fyrirtækið framleiðir og þriðji stærsti járnútflytjandi Ástralíu, Fortescue Metals, lækkaði um 9,5 prósent eftir að hluti bréfa þess var seldur með töluverðum afslætti. Viðskipti erlent 26.2.2009 07:06 Gjaldþrotabeiðnir vegna einstaklinga hafa þrefaldast Fjöldi gjaldþrotabeiðna á hendur einstaklinga hefur þrefaldast milli áranna 2007 og 2008. Beiðnirnar voru 18 talsins árið 2007 en voru 46 talsins í fyrra. Viðskipti erlent 25.2.2009 16:23 Mosaic Fashions tapaði 8,6 milljörðum kr. í fyrra Tap Mosaic Fashions í Bretlandi eftir skatta nam 53,6 milljónum punda eða sem nemur tæplega 8,6 milljörðum kr. í fyrra. Til samanburðar má geta að tapið árið 207 nam 6,6 milljónum punda eða um 1,1 milljörðum kr.. Viðskipti erlent 25.2.2009 16:06 Fékk 130 milljarða kr. inn á bankareikning sinn vegna mistaka Það hlýtur að vera draumur allra í fjárhagskreppunni að fá óvænt tæpa 130 milljarða kr. setta inn á bankareikninginn sinn. Það gerðist hjá hinni sænsku Corneliu Johansson sem fékk þessa upphæð setta inn á reikning sinn hjá Nordea bankanum. Viðskipti erlent 25.2.2009 14:24 Bretadrottning beðin um hjálp við Landsbankaskuldir Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Viðskipti erlent 25.2.2009 11:27 Marks & Spencer mótmæla hvalveiðum Íslendinga Ein stærsta verslunarkeðja Bretlands, Mars & Spencer mótmælir fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Ætlar Marks & Spencer að senda svipað bréf og verslunarkeðjan Waitrose til íslenskra stjórnvalda þar sem afstaða verslunarkeðjunnar verður útskýrð. Viðskipti erlent 25.2.2009 09:45 Glitnir skóp fyrsta tap hjá Eksportfinans í 47 ár Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Viðskipti erlent 25.2.2009 09:10 Hækkun í Asíu Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir töluverða lækkun undanfarið en veiking japanska jensins hefur gert útflytjendum lífið auðveldara. Til dæmis hækkuðu bréf bílaframleiðandans Toyota um tæp fjögur prósent en meira en þriðjungur Toyota-bíla fer á markað í Bandaríkjunum. Fjárfestir í Sydney í Ástralíu segir hlutabréfaeigendur öruggari með sig nú en fyrr í vikunni. Þó sé ólíklegt að hækkunin sé til langframa. Viðskipti erlent 25.2.2009 07:21 Bernanke stappaði stáli í fjárfesta Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nú í kvöld að kreppan gæti tekið enda á þessu ári og að eftirlitsaðilar væru ekki á þeim skónum að þjóðnýta bankana. Viðskipti erlent 24.2.2009 21:50 Stórlækkun bréfa í Asíu Ekki var glæsilegt um að lítast á Asíumörkuðum í morgun, þar féllu hlutabréf í verði líkt og í Bandaríkjunum og hefur Asíuvísitala Morgan Stanley ekki staðið lægra síðan haustið 2003. Til dæmis féllu bréf stærsta olíuframleiðanda Kína um tæp fimm prósent og í Ástralíu féll tryggingarisinn Suncorp-Metway um sex prósent. Viðskipti erlent 24.2.2009 07:37 Hlutabréf snarféllu á Wall Street Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 3,4 prósent í gær og hefur ekki verið lægri í tæplega 12 ár. NASDAQ-vísitalan féll einnig og nam lækkun hennar 3,7 prósentum. Viðskipti erlent 24.2.2009 07:35 Eignast líklegast Citigroup Bandaríska ríkið mun að öllum líkindum eignast þjóðnýtta bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup. Fyrirtækið fékk um 3000 milljarða íslenskra króna í neyðaraðstoð á síðasta ári sem dugði ekki til og stendur það nú á brauðfótum. Viðskipti erlent 23.2.2009 12:29 Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum hækkuðu í verði í kjölfar væntinga um að bandaríska ríkið auki við hlut sinn í bankarisanum Citigroup sem það keypti 20 milljarða dollara hlut í á síðasta ári til að verja bankann falli. Viðskipti erlent 23.2.2009 07:17 Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin Stjórnarformaður bankans Bradford & Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín um 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrestinn sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn; svo að hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast. Viðskipti erlent 21.2.2009 10:01 Bandaríska gengishrunið sprengir netbólumúrinn Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Viðskipti erlent 20.2.2009 22:36 Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að Viðskipti erlent 20.2.2009 22:19 Gullverð hækkar í kreppunni Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn. Viðskipti erlent 20.2.2009 21:49 Nasdaq hækkaði í dag Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%. Viðskipti erlent 20.2.2009 20:34 Fall á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur fallið víða um heim það sem af er dags. Lélegar uppgjörstölur fyrirtækja, sem hafa verið að skila sér í hús síðustu daga, skýra fallið að mestu leyti, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 20.2.2009 11:10 Japanir selja vélmenni í líki Mini Me Japönsk leikfangasmiðja býður nú viðskiptavinum sínum vélmenni í líki dvergsins Mini Me til sölu. Hvert vélmenni er smíðað eftir óskum kaupandans. Viðskipti erlent 20.2.2009 07:25 Fjárfestar í röðum eftir að fá að kaup hlut Baugs í Iceland Fjárfestingarbankar standa nú í röð eftir að komast að samningaborði skilanefndar Landsbankans með kaup á 14% hlut Baugs í verslunarkeðjunni Iceland. Viðskipti erlent 20.2.2009 06:53 Enn lækkun á mörkuðum í Asíu Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og voru það meðal annars bréf banka og flugfélaga sem urðu fyrir þeirri lækkun. Viðskipti erlent 20.2.2009 06:51 Metfjölgun atvinnulausra í Bandaríkjanna Metfjölgun varð í hópi atvinnulausra í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í febrúar, samkvæmt gögnum sem Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sýna. Þá misstu 627 þúsund manns. Sambærileg aukning varð í vikunni á eftir. Hefur atvinnulausum ekki fjölgað eins mikið í 26 ár. Um 5 milljónir manna eru nú atvinnulausir um gervöll Bandaríkin. Viðskipti erlent 19.2.2009 14:17 Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp 438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Viðskipti erlent 19.2.2009 10:29 UBS-bankinn býður bætur vegna felureikninga UBS-bankinn í Sviss hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum um 780 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 89 milljarða króna, í bætur fyrir að skjóta peningum bandarískra skattgreiðenda undan þarlendum skattyfirvöldum. Viðskipti erlent 19.2.2009 08:08 Veiking jensins hækkar hlutabréfaverð í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir nokkurra daga lækkunarskeið og er hækkunin rakin til veikingar japanska jensins en hún gerir það að verkum að útflutningur eykst. Viðskipti erlent 19.2.2009 07:19 « ‹ 319 320 321 322 323 324 325 326 327 … 334 ›
Kaupþing óskar eftir gjaldþrotaskiptum á dönsku félagi Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá danska fasteigna- og vindmyllufélaginu Eurotrust. Verður beiðnin tekin fyrir hjá skiptaréttinum í Kolding á mánudaginn kemur. Viðskipti erlent 26.2.2009 10:08
Skosk athafnakona kaupir Blooming Marvellous Verslunarkeðjan Blooming Marvellous hefur verið seld til skosku athafnakonunnar Elaine McPherson. Keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura var í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone. Viðskipti erlent 26.2.2009 09:50
RBS skilar mesta tapi í sögu Bretlandseyja Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði 40 milljörðum punda á síðasta ári fyrir skatta og er þetta mesta einstaka tap fyrirtækis á Bretlandseyjum í sögunni. Viðskipti erlent 26.2.2009 09:00
Royal Unibrew tapaði 10 milljörðum kr. Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Viðskipti erlent 26.2.2009 08:31
Tækni- og símafyrirtæki lækka í Asíu Asísk hlutabréf lækkuðu í verði í morgun og voru það bréf tækni- og símafyrirtækja sem mest lækkuðu. Einnig hríðféllu bréf japanska lyfjaframleiðandans Daiichi Sankyo eftir að bandaríska lyfjaeftirlitið samþykkti ekki innihaldslýsingar nokkurra lyfja sem fyrirtækið framleiðir og þriðji stærsti járnútflytjandi Ástralíu, Fortescue Metals, lækkaði um 9,5 prósent eftir að hluti bréfa þess var seldur með töluverðum afslætti. Viðskipti erlent 26.2.2009 07:06
Gjaldþrotabeiðnir vegna einstaklinga hafa þrefaldast Fjöldi gjaldþrotabeiðna á hendur einstaklinga hefur þrefaldast milli áranna 2007 og 2008. Beiðnirnar voru 18 talsins árið 2007 en voru 46 talsins í fyrra. Viðskipti erlent 25.2.2009 16:23
Mosaic Fashions tapaði 8,6 milljörðum kr. í fyrra Tap Mosaic Fashions í Bretlandi eftir skatta nam 53,6 milljónum punda eða sem nemur tæplega 8,6 milljörðum kr. í fyrra. Til samanburðar má geta að tapið árið 207 nam 6,6 milljónum punda eða um 1,1 milljörðum kr.. Viðskipti erlent 25.2.2009 16:06
Fékk 130 milljarða kr. inn á bankareikning sinn vegna mistaka Það hlýtur að vera draumur allra í fjárhagskreppunni að fá óvænt tæpa 130 milljarða kr. setta inn á bankareikninginn sinn. Það gerðist hjá hinni sænsku Corneliu Johansson sem fékk þessa upphæð setta inn á reikning sinn hjá Nordea bankanum. Viðskipti erlent 25.2.2009 14:24
Bretadrottning beðin um hjálp við Landsbankaskuldir Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Viðskipti erlent 25.2.2009 11:27
Marks & Spencer mótmæla hvalveiðum Íslendinga Ein stærsta verslunarkeðja Bretlands, Mars & Spencer mótmælir fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Ætlar Marks & Spencer að senda svipað bréf og verslunarkeðjan Waitrose til íslenskra stjórnvalda þar sem afstaða verslunarkeðjunnar verður útskýrð. Viðskipti erlent 25.2.2009 09:45
Glitnir skóp fyrsta tap hjá Eksportfinans í 47 ár Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Viðskipti erlent 25.2.2009 09:10
Hækkun í Asíu Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir töluverða lækkun undanfarið en veiking japanska jensins hefur gert útflytjendum lífið auðveldara. Til dæmis hækkuðu bréf bílaframleiðandans Toyota um tæp fjögur prósent en meira en þriðjungur Toyota-bíla fer á markað í Bandaríkjunum. Fjárfestir í Sydney í Ástralíu segir hlutabréfaeigendur öruggari með sig nú en fyrr í vikunni. Þó sé ólíklegt að hækkunin sé til langframa. Viðskipti erlent 25.2.2009 07:21
Bernanke stappaði stáli í fjárfesta Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum sagði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nú í kvöld að kreppan gæti tekið enda á þessu ári og að eftirlitsaðilar væru ekki á þeim skónum að þjóðnýta bankana. Viðskipti erlent 24.2.2009 21:50
Stórlækkun bréfa í Asíu Ekki var glæsilegt um að lítast á Asíumörkuðum í morgun, þar féllu hlutabréf í verði líkt og í Bandaríkjunum og hefur Asíuvísitala Morgan Stanley ekki staðið lægra síðan haustið 2003. Til dæmis féllu bréf stærsta olíuframleiðanda Kína um tæp fimm prósent og í Ástralíu féll tryggingarisinn Suncorp-Metway um sex prósent. Viðskipti erlent 24.2.2009 07:37
Hlutabréf snarféllu á Wall Street Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði um 3,4 prósent í gær og hefur ekki verið lægri í tæplega 12 ár. NASDAQ-vísitalan féll einnig og nam lækkun hennar 3,7 prósentum. Viðskipti erlent 24.2.2009 07:35
Eignast líklegast Citigroup Bandaríska ríkið mun að öllum líkindum eignast þjóðnýtta bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup. Fyrirtækið fékk um 3000 milljarða íslenskra króna í neyðaraðstoð á síðasta ári sem dugði ekki til og stendur það nú á brauðfótum. Viðskipti erlent 23.2.2009 12:29
Hlutabréf hækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum hækkuðu í verði í kjölfar væntinga um að bandaríska ríkið auki við hlut sinn í bankarisanum Citigroup sem það keypti 20 milljarða dollara hlut í á síðasta ári til að verja bankann falli. Viðskipti erlent 23.2.2009 07:17
Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin Stjórnarformaður bankans Bradford & Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín um 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrestinn sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn; svo að hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast. Viðskipti erlent 21.2.2009 10:01
Bandaríska gengishrunið sprengir netbólumúrinn Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Viðskipti erlent 20.2.2009 22:36
Bandaríkjastjórn vill ekki þjóðnýta bankana Stjórnvöld í Washington sendu skýr skilaboð í dag um að ekki stæði til að þjóðnýta tvo af stærstu bönkum Bandaríkjanna þrátt fyrir að hlutabréf í þeim hríðfélli. Sögusagnir á Wall Street um að bankarnir yrðu þjóðnýttir leiddi til þess að helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í dag. Þar óttast fjárfestar að Viðskipti erlent 20.2.2009 22:19
Gullverð hækkar í kreppunni Gull virðist vera að hækka í verði þessa dagana ef marka má frétt breska blaðsins Telegraph af málinu. Verðið á einu únsi, tæpum 30 grömmum, fór upp fyrir 1000 bandaríkjadali, eða um 115 þúsund krónur, í viðskiptum í New York í dag. Þá fór verðið jafnframt hátt upp í 1000 dali í London en lækkaði svo nokkuð þegar leið á daginn. Viðskipti erlent 20.2.2009 21:49
Nasdaq hækkaði í dag Nasdaq vísitalan hækkaði í dag en Dow Jones og Standard & Poor´s lækkuðu. Reuters telur að breytingarnar séu viðbrögð við því að Hvíta húsið gaf út þá yfirlýsingu að ekki stæði til að þjóðnýta bankana. Dow Jones lækkaði um 0,7%. Standard & Poor´s lækkaði um 0,8% og Nasdaq Composite hækkaði um 0,21%. Viðskipti erlent 20.2.2009 20:34
Fall á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur fallið víða um heim það sem af er dags. Lélegar uppgjörstölur fyrirtækja, sem hafa verið að skila sér í hús síðustu daga, skýra fallið að mestu leyti, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 20.2.2009 11:10
Japanir selja vélmenni í líki Mini Me Japönsk leikfangasmiðja býður nú viðskiptavinum sínum vélmenni í líki dvergsins Mini Me til sölu. Hvert vélmenni er smíðað eftir óskum kaupandans. Viðskipti erlent 20.2.2009 07:25
Fjárfestar í röðum eftir að fá að kaup hlut Baugs í Iceland Fjárfestingarbankar standa nú í röð eftir að komast að samningaborði skilanefndar Landsbankans með kaup á 14% hlut Baugs í verslunarkeðjunni Iceland. Viðskipti erlent 20.2.2009 06:53
Enn lækkun á mörkuðum í Asíu Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og voru það meðal annars bréf banka og flugfélaga sem urðu fyrir þeirri lækkun. Viðskipti erlent 20.2.2009 06:51
Metfjölgun atvinnulausra í Bandaríkjanna Metfjölgun varð í hópi atvinnulausra í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í febrúar, samkvæmt gögnum sem Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sýna. Þá misstu 627 þúsund manns. Sambærileg aukning varð í vikunni á eftir. Hefur atvinnulausum ekki fjölgað eins mikið í 26 ár. Um 5 milljónir manna eru nú atvinnulausir um gervöll Bandaríkin. Viðskipti erlent 19.2.2009 14:17
Starfsfólki skókeðju JJB Sports sagt upp 438 starfsmönnum tveggja fyrirtækja í eigu bresku íþróttavörukeðjunnar JJB Sports hefur verið sagt upp, að kröfu KPMG í Bretlandi, sem fer með greiðslustöðvun verslananna. Íslenska ríkið er einn stærsti hluthafi JJB Sports eftir að Kaupþing leysti til sín tæpan þriðjungshlut Exista og Chris Ronnie með veðkalli. Viðskipti erlent 19.2.2009 10:29
UBS-bankinn býður bætur vegna felureikninga UBS-bankinn í Sviss hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum um 780 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 89 milljarða króna, í bætur fyrir að skjóta peningum bandarískra skattgreiðenda undan þarlendum skattyfirvöldum. Viðskipti erlent 19.2.2009 08:08
Veiking jensins hækkar hlutabréfaverð í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir nokkurra daga lækkunarskeið og er hækkunin rakin til veikingar japanska jensins en hún gerir það að verkum að útflutningur eykst. Viðskipti erlent 19.2.2009 07:19