Viðskipti erlent Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. Viðskipti erlent 31.3.2011 09:04 Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:39 Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:22 Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:08 Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. Viðskipti erlent 30.3.2011 11:19 Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. Viðskipti erlent 30.3.2011 10:50 Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér. Viðskipti erlent 29.3.2011 13:40 Pólverjar selja hluta af erfðasilfri sínu Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni í PKO Bank Polski bankanum en hann er stærsti banki Austur-Evrópu sem er alfarið í eigu innlendra aðila. Viðskipti erlent 29.3.2011 12:45 Buffett varar við Facebook bólu Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Viðskipti erlent 29.3.2011 10:13 Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Viðskipti erlent 29.3.2011 09:18 Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum. Viðskipti erlent 29.3.2011 08:49 Klámfengin forn vasaúr undir hamarinn Maður nokkur í Sviss hefur sett lífsverk sitt á uppboð en hans helsta ástríða var að safna klámfengnum vasaúrum frá 17. og 18. öld. Úrasafn þetta verður boðið upp á vegum Antiquorum í Genf sem sérhæfir sig í sölu á fágætum og verðmætum úrum. Viðskipti erlent 28.3.2011 15:31 Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 28.3.2011 15:15 Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Viðskipti erlent 28.3.2011 13:52 Dönsk ríkisskuldabréf seljast eins og heitar lummur Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Nationalbanken, danska seðlabankanum, keyptu erlendir fjárfestar dönsk ríkisskuldabréf fyrir 21 milljarð danskra kr. í febrúar s.l. Þar með eiga útlendingar nú um 321 milljarð danskra kr., eða tæplega 6.500 milljarða kr., í dönskum ríkisskuldabréfum. Viðskipti erlent 28.3.2011 10:58 Óttinn eykur eftirspurn eftir dómsdagsíbúðum Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. Viðskipti erlent 28.3.2011 09:36 Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til. Viðskipti erlent 28.3.2011 09:10 Kjell Inge Røkke hvetur til meiri olíuleitar við Noreg Aðaleigandi Aker Exploration, Kjell Inge Røkke, sem sótti um að fá að leita að olíu á íslenska Drekasvæðinu fyrir tveimur árum, segir að stórauka verði olíuleit við Noreg. Viðskipti erlent 28.3.2011 08:54 Solomon er nýtt andlit Iceland Stacey Solomon er nýtt andlit Iceland matvörukeðjunnar. Solomon er fyrrverandi keppandi í X Factor og komst í úrslit árið 2009. Hún mun á næstunni birtast í fjölda auglýsinga á vegum Iceland. Viðskipti erlent 25.3.2011 21:37 Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. Viðskipti erlent 24.3.2011 09:07 Hættur að rannsaka Kaupþing Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins. Viðskipti erlent 23.3.2011 23:59 Lýst eftir lukkupeningi Jóakims frænda Iðnaðarsafn Danmerkur í Horsens leitar nú með logandi ljósi að eintaki af lukkupeningi Jóakims frænda frá Andabæ. Hefur safnið raunar lýst eftir slíkum peningi vegna sýningar sem er framundan á safninu. Viðskipti erlent 23.3.2011 13:36 Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi. Viðskipti erlent 23.3.2011 12:13 Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun. Viðskipti erlent 23.3.2011 09:34 Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. Viðskipti erlent 23.3.2011 08:23 Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 22.3.2011 12:43 Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 22.3.2011 11:17 FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Viðskipti erlent 22.3.2011 09:51 Kröftug uppsveifla á markaðinum í Tókýó Kröftug uppsveifla varð á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó í nótt en Nikkei vísitalan hækkaði um tæp 4,4%. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í verði á markaðinum. Viðskipti erlent 22.3.2011 08:28 Gaddafi situr ofan á gullfjalli Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman. Viðskipti erlent 22.3.2011 07:58 « ‹ 232 233 234 235 236 237 238 239 240 … 334 ›
Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. Viðskipti erlent 31.3.2011 09:04
Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:39
Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:22
Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. Viðskipti erlent 31.3.2011 08:08
Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. Viðskipti erlent 30.3.2011 11:19
Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. Viðskipti erlent 30.3.2011 10:50
Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér. Viðskipti erlent 29.3.2011 13:40
Pólverjar selja hluta af erfðasilfri sínu Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni í PKO Bank Polski bankanum en hann er stærsti banki Austur-Evrópu sem er alfarið í eigu innlendra aðila. Viðskipti erlent 29.3.2011 12:45
Buffett varar við Facebook bólu Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Viðskipti erlent 29.3.2011 10:13
Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Viðskipti erlent 29.3.2011 09:18
Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum. Viðskipti erlent 29.3.2011 08:49
Klámfengin forn vasaúr undir hamarinn Maður nokkur í Sviss hefur sett lífsverk sitt á uppboð en hans helsta ástríða var að safna klámfengnum vasaúrum frá 17. og 18. öld. Úrasafn þetta verður boðið upp á vegum Antiquorum í Genf sem sérhæfir sig í sölu á fágætum og verðmætum úrum. Viðskipti erlent 28.3.2011 15:31
Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 28.3.2011 15:15
Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. Viðskipti erlent 28.3.2011 13:52
Dönsk ríkisskuldabréf seljast eins og heitar lummur Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Nationalbanken, danska seðlabankanum, keyptu erlendir fjárfestar dönsk ríkisskuldabréf fyrir 21 milljarð danskra kr. í febrúar s.l. Þar með eiga útlendingar nú um 321 milljarð danskra kr., eða tæplega 6.500 milljarða kr., í dönskum ríkisskuldabréfum. Viðskipti erlent 28.3.2011 10:58
Óttinn eykur eftirspurn eftir dómsdagsíbúðum Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. Viðskipti erlent 28.3.2011 09:36
Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til. Viðskipti erlent 28.3.2011 09:10
Kjell Inge Røkke hvetur til meiri olíuleitar við Noreg Aðaleigandi Aker Exploration, Kjell Inge Røkke, sem sótti um að fá að leita að olíu á íslenska Drekasvæðinu fyrir tveimur árum, segir að stórauka verði olíuleit við Noreg. Viðskipti erlent 28.3.2011 08:54
Solomon er nýtt andlit Iceland Stacey Solomon er nýtt andlit Iceland matvörukeðjunnar. Solomon er fyrrverandi keppandi í X Factor og komst í úrslit árið 2009. Hún mun á næstunni birtast í fjölda auglýsinga á vegum Iceland. Viðskipti erlent 25.3.2011 21:37
Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. Viðskipti erlent 24.3.2011 09:07
Hættur að rannsaka Kaupþing Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins. Viðskipti erlent 23.3.2011 23:59
Lýst eftir lukkupeningi Jóakims frænda Iðnaðarsafn Danmerkur í Horsens leitar nú með logandi ljósi að eintaki af lukkupeningi Jóakims frænda frá Andabæ. Hefur safnið raunar lýst eftir slíkum peningi vegna sýningar sem er framundan á safninu. Viðskipti erlent 23.3.2011 13:36
Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi. Viðskipti erlent 23.3.2011 12:13
Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun. Viðskipti erlent 23.3.2011 09:34
Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. Viðskipti erlent 23.3.2011 08:23
Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins. Viðskipti erlent 22.3.2011 12:43
Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr. Viðskipti erlent 22.3.2011 11:17
FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. Viðskipti erlent 22.3.2011 09:51
Kröftug uppsveifla á markaðinum í Tókýó Kröftug uppsveifla varð á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó í nótt en Nikkei vísitalan hækkaði um tæp 4,4%. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í verði á markaðinum. Viðskipti erlent 22.3.2011 08:28
Gaddafi situr ofan á gullfjalli Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman. Viðskipti erlent 22.3.2011 07:58