Viðskipti erlent

Picasso verk seldist á milljarða á uppboði

Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu.

Viðskipti erlent

Lady Blunt seldist fyrir metfé

Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins,var seld á uppboði fyrir metfé í dag eða yfir 1,8 milljarða kr. Fyrirfram var búist við að fiðlan yrði seld á yfir 1,1 milljarð kr. sem raunar einnig hefði verið metfé fyrir Stradivarius fiðlu.

Viðskipti erlent

Grikkir fá ekkert frá evruþjóðunum í bili

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa frestað ákvörðun sinni um frekari lánveitingar til handa Grikkjum. Evran lækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun við þessi tíðindi en búist hafði verið við ákvörðuninni um helgina. Þess í stað tilkynntu ráðherrarnir að ekkert verði af frekari lánveitingum fyrr en Grikkir ákveði um frekari niðurskurð.

Viðskipti erlent

Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á hálfan milljarð

Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch var seldur á uppboði í gærkvöldi fyrir metupphæð. Kjóllinn seldist á 4,6 milljónir dollara eða tæpar 540 milljónir króna. Monroe þótti standa sig afar vel í umræddri mynd Billys Wilder sem er frá árinu 1955.

Viðskipti erlent

Framboð Stanley Fischer breytir litlu

Enn sem komið er þykir líklegast að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framboð Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, virðist ekki ætla að breyta miklu í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla reynslu og hafa starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Fischer ekki talinn líklegur til að hljóta starfið.

Viðskipti erlent

Tvö berjast um starf Strauss-Kahn

Christine Lagarde og Augustin Carstens eru nú tvö eftir í baráttunni um framkvæmdarstjórasætið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en Grigory Marchenko, seðlabankastjóri Kasakstan, hefur dregið umsókn sína til baka þar sem hann segir það augljóst að Lagarde fái starfið.

Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á orkureikningum breskra heimila

Milljónir heimila í Bretlandi horfa nú fram á miklar hækkanir á orkureikningum sínum. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að reikna megi með að orkureikningar breskra heimila muni hækka að meðaltali um 200 pund eða rúmar 37 þúsund krónur á þessu ári.

Viðskipti erlent

Asda ræður Lazard til að skoða Iceland

Asda önnur stærsta stórmarkaðakeðja Bretlands hefur ráðið fjárfestingarbankann Lazard til að meta möguleikana á að gera kauptilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Lazard er framarlega í ráðgjafaþjónustu og eignastýringu í Bretlandi og víðar. Asda er í eigu Wal-Mart stærstu verslunarkeðju heimsins.

Viðskipti erlent

Lykilríki innan OPEC berjast fyrir lækkun olíuverðs

Lykilríki innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, munu berjast fyrir því að olíuframleiðsla á vegum samtakanna verði aukin á næstunni með það fyrir augum að koma heimsmarkaðsverði á olíu aftur niður fyrir 100 dollara. Sem stendur kostar tunna af Brent olíunni tæpa 116 dollara.

Viðskipti erlent

Tískukóngurinn Kevin Stanford klórar í bakkann

Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu.

Viðskipti erlent

Elsta kampavín heimsins sló verðmet

Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni.

Viðskipti erlent

Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sökkt lánshæfi gríska ríkisins enn dýpra niður í ruslflokk. Moody´s lækkaði lánshæfið um 3 stig niður í Caa1 sem er aðeins fimm stigum frá gjaldþrotseinkunn. Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti en skuldatryggingaálag Grikklands nálgast nú 1.500 punkta.

Viðskipti erlent