Viðskipti erlent iPhone 4S slær met Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun. Viðskipti erlent 10.10.2011 15:18 Grænar tölur á mörkuðum - fjórða daginn í röð Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu við opnun markaða í morgun, fjórða viðskiptadaginn í röð. Hækkanirnar í morgun eru raktar til yfirlýsingar Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta frá því í gær en þá tilkynntu þau um að til standi að endurfjármagna hið laskaða bankakerfi evrusvæðisins. Viðskipti erlent 10.10.2011 09:04 Dexía bankanum bjargað Frakkar, Belgar og stjórnvöld í Lúxembúrg hafa ákveðið að sameinast um að koma belgíska bankanum Dexía til bjargar en hann hefur riðað á barmi gjaldþrots síðustu daga. Viðskipti erlent 10.10.2011 08:21 Boða breytingar á evrusvæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Viðskipti erlent 10.10.2011 03:00 Samkomulag um endurfjármögnun banka Angela Merkel og Nicolas Sarkozy komu fram á blaðamannafundi seinnipartinn í dag og kynntu niðurstöður fundar sem þau áttu um málefni evrusvæðisins fyrr í dag. Þau sögðust hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfisins, en kynntu ekki frekar hvað fælist í því samkomulagi. Nicolas Sarkozy sagði að frekar yrði tilkynnt um áætlunina fyrir lok október, en sagði að hún myndi fela í sér alþjóðlega launs. Viðskipti erlent 9.10.2011 17:31 Örlög Dexia ráðast í dag Forsvarsmenn fransk-belgíska bankans Dexia hittast í Brussel í dag til að ákvarða örlög bankans sem er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Þá munu Frakklandsforseti og Kanslari Þýskalands funda í Berlín um næstu skref. Viðskipti erlent 9.10.2011 12:01 Sarkozy og Merkel funda í dag Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða skuldavanda Evuríkjanna. Frakkar vilja nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka en Þjóðverjar vilja einungis nota sjóðinn í algjörri neyð. Þá munu ríkin einnig reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu vandans en talið er að evrópskir bankar þurfi hundrað til tvö hundruð milljarða evra. Viðskipti erlent 9.10.2011 10:03 Færði tæknina til fólksins "Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner. Viðskipti erlent 8.10.2011 15:30 Google frestar nýrri uppfærslu Android Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple. Viðskipti erlent 7.10.2011 22:19 Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum. Viðskipti erlent 7.10.2011 21:58 Fitch lækkar mat sitt á Ítalíu og Spáni Lánshæfismöt Ítalíu og Spánar voru lækkuð í dag af matsfyrirtækinu Fitch. Viðskipti erlent 7.10.2011 19:49 103 þúsund ný störf í Bandaríkjunum Alls urðu 103 þúsund störf til í Bandaríkjunum í september samkvæmt fréttavef BBC. Þrátt fyrir aukningu starfanna þá stendur atvinnuleysi í stað, eða í 9,3 prósentum. Viðskipti erlent 7.10.2011 14:21 King segir hættu á mestu kreppu allra tíma Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Viðskipti erlent 7.10.2011 07:55 Hlutabréf í Apple hækka eftir andlát Jobs Svo virðist sem viðskiptalífið taki andláti Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra og hugmyndafræðings Apple, með stóískri ró. Sumir óttuðust að hlutabréf í Apple myndu lækka þegar hlutabréfamarkaðir í Bandríkjunum opnuðu í dag. Það fór þó ekki þannig, heldur hækkuðu bréfin lítillega, eða um tæpt prósent. Viðskipti erlent 6.10.2011 15:00 Stýrivextir í Englandi óbreyttir - 75 milljörðum dælt inn í kerfið Seðlabanki Englands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir. Þá tilkynnti bankinn ennfremur að bankinn myndi dæla 75 milljörðum punda út í efnahagslífið. Áður hefur bankinn dælt um 200 milljörðum punda inn í efnahagslífið. Viðskipti erlent 6.10.2011 14:21 Bjartsýni eykst á mörkuðum Hlutabréf á evrópskum mörkuðum hafa haldið áfram að hækka í verði eftir að markaðir opnuðu þar í dag. Aðalvísitölurnar í London, Frankfurt og París hækkuðu allar um 1,5 prósent og í Hong Kong hafði aðalvísitalan hækkað um heil 5,6 prósent þegar markaðurinn lokaði þar í nótt. Viðskipti erlent 6.10.2011 09:04 Milljarðasta niðurhal Google Earth Google tilkynnti í dag að náð hefur verið í sýndarheimsforrit þeirra, Google Earth, í milljarðasta skiptið. Viðskipti erlent 5.10.2011 21:05 Grænar tölur í Evrópu og Bandaríkjunum Allar tölur í Evrópu voru í grænum tölum þegar markaðir lokuðu í dag. STOXX 50 vísitalan hæakkaði um 4,22 prósent og stendur nú í 2,179.42 stigum. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 3,19 prósent og stendur í 5,102.17 stigum. Þá hækkaði DAX vísitalan um 4,19 prósent og stendur í 5,473.03 stigum. Viðskipti erlent 5.10.2011 18:26 Moodys lækkar lánshæfi Ítalíu Lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu var lækkað í nótt af mats-fyrirtækinu Moodys. Ítalir fá nú einkuninna A2 með neikvæðum horfum en í gær var ríkið með einkuninna Aa2. Moodys segja að aukinni áhættu við langtímafjármögnun ríkja Evrusvæðisins sé fyrst og fremst um að kenna og að fjárfestar hafi að stórum hluta misst traust á evrunni. Lækkunin kemur þrátt fyrir að skuldir hins opinbera á Ítalíu séu fremur lágar og að lánsfjárþörf Ítala sé ekki mikil þessa stundina. Viðskipti erlent 5.10.2011 11:49 Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat sitt á Ítalska ríkinu. Ástæðurnar liggja í pólitískri óvissu þar í landi og viðkvæmu ástandi evrópumarkaða. Viðskipti erlent 4.10.2011 22:12 Allt um iPhone 4S - myndband Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone símanum. Margir aðdáendur símans hafa eflaust orðið fyrir einhverjum vonbrigðum því nýi síminn er ekki iPhone 5, eins og margir höfðu spáð, heldur iPhone 4S. Viðskipti erlent 4.10.2011 18:57 Apple á topp tíu yfir verðmætustu vörumerkin - Coke enn á toppnum Apple tæknifyrirtækið hefur nú í fyrsta sinn komist á topp tíu listann yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Listinn er gefinn út árelga af fyrirtækinu Interbrand og þar eru vörumerki verðlögð og miðað við ýmsa þætti á borð við afkomu og styrk vörumerkisins sjálfs. 100 fyrirtæki eru á listanum á hverjum tíma og er Apple hástökkvari þessa árs og er nú metið á tæpa 34 milljarða dollara. Viðskipti erlent 4.10.2011 14:42 Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Viðskipti erlent 4.10.2011 08:35 Miklar lækkanir í Evrópu Miklar lækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum eftir að þeir opnuðu klukkan sjö í morgun. Lækkanirnar stafa af yfirlýsingum grísku ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi þar sem sagði að ekki tækist að ná áður settum markmiðum um að lækka fjárlagahallann. Viðskipti erlent 3.10.2011 08:51 Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Viðskipti erlent 3.10.2011 07:00 ESA kvartar yfir SAS SAS flugfélagið hefur að undanförnu ráðið 130 nýja flugmenn sem munu fljúga fyrir félagið næsta sumar. Fjöldi flugmanna er um 1400 og þetta er því um 10% stækkun á flotanum, segir Eivind Bjurstrøm yfirflugstjóri við ABC Nyheter í Noregi. Viðskipti erlent 2.10.2011 18:46 Warren Buffet er bjartsýnn á framtíðina Milljarðamæringurinn Warren Buffet er hvergi nærri af baki dottinn í fjárfestingum sínum, þrátt fyrir að staðan á hlutabréfamörkuðum hafi verið vægast sagt skelfileg upp á síðkastið. Buffet heimsótti Kauphöllina í New York á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann í samtali við CNBC fréttastöðina að önnur kreppa í Bandaríkjunum væri ekki í augsýn. Hann sjálfur sæi marga fjárfestingamöguleika á hlutabréfamarkaði. Viðskipti erlent 2.10.2011 14:55 Bretar háðir evrusamstarfinu David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Bretland ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Í þætti Andrews Marr á BBC sagði hann að að skuldastaða evruríkjanna væri ekki einungis ógn við evruna heldur einnig mikil ógn við breska hagkerfið og alþjóðahagkerfið. Hann ítrekaði að leiðtogar evruríkjanna verða að taka skjóta og ábyrga ákvörðun til að bregðast við vandanum. Cameron sagði að 40% af útflutningi Bretlands væri til evruríkjanna og Bretland gæti því ekki flúið vandann. Viðskipti erlent 2.10.2011 14:01 Algert hrun á þriðja ársfjórðungi Hlutabréfavísitölur í Frakklandi og í Þýskalandi lækkuðu um 25% á þriðja ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. Viðskipti erlent 1.10.2011 10:16 Chrome mun taka við af Firefox Það lítur allt út fyrir að Chrome forritið, sem hannað er af Google, muni taka við af Firefox sem næst vinsælasti vefvafrinn. Samkvæmt nýjustu tölum nota 23,6% notenda Chrome á meðan 26,8% notast við Firefox. Búist er við að Chrome sigli framhjá Firefox á næstu mánuðum. Firefox hefur verið afar vinsæll vefvafri síðustu ár og hefur gert notendum kleift að sérhæfa reynslu sína af internetinu. Internet Explorer heldur sæti sínu sem vinsælast vefvafri veraldar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Viðskipti erlent 30.9.2011 11:48 « ‹ 210 211 212 213 214 215 216 217 218 … 334 ›
iPhone 4S slær met Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun. Viðskipti erlent 10.10.2011 15:18
Grænar tölur á mörkuðum - fjórða daginn í röð Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu við opnun markaða í morgun, fjórða viðskiptadaginn í röð. Hækkanirnar í morgun eru raktar til yfirlýsingar Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta frá því í gær en þá tilkynntu þau um að til standi að endurfjármagna hið laskaða bankakerfi evrusvæðisins. Viðskipti erlent 10.10.2011 09:04
Dexía bankanum bjargað Frakkar, Belgar og stjórnvöld í Lúxembúrg hafa ákveðið að sameinast um að koma belgíska bankanum Dexía til bjargar en hann hefur riðað á barmi gjaldþrots síðustu daga. Viðskipti erlent 10.10.2011 08:21
Boða breytingar á evrusvæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, leiðtogar Þýskalands og Frakklands, munu mæla fyrir „mikilvægum breytingum“ á stjórnun evrusvæðisins. Viðskipti erlent 10.10.2011 03:00
Samkomulag um endurfjármögnun banka Angela Merkel og Nicolas Sarkozy komu fram á blaðamannafundi seinnipartinn í dag og kynntu niðurstöður fundar sem þau áttu um málefni evrusvæðisins fyrr í dag. Þau sögðust hafa náð samkomulagi um endurfjármögnun bankakerfisins, en kynntu ekki frekar hvað fælist í því samkomulagi. Nicolas Sarkozy sagði að frekar yrði tilkynnt um áætlunina fyrir lok október, en sagði að hún myndi fela í sér alþjóðlega launs. Viðskipti erlent 9.10.2011 17:31
Örlög Dexia ráðast í dag Forsvarsmenn fransk-belgíska bankans Dexia hittast í Brussel í dag til að ákvarða örlög bankans sem er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Þá munu Frakklandsforseti og Kanslari Þýskalands funda í Berlín um næstu skref. Viðskipti erlent 9.10.2011 12:01
Sarkozy og Merkel funda í dag Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða skuldavanda Evuríkjanna. Frakkar vilja nota neyðarsjóð evruríkjanna til að endurfjármagna franska banka en Þjóðverjar vilja einungis nota sjóðinn í algjörri neyð. Þá munu ríkin einnig reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu vandans en talið er að evrópskir bankar þurfi hundrað til tvö hundruð milljarða evra. Viðskipti erlent 9.10.2011 10:03
Færði tæknina til fólksins "Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner. Viðskipti erlent 8.10.2011 15:30
Google frestar nýrri uppfærslu Android Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple. Viðskipti erlent 7.10.2011 22:19
Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum. Viðskipti erlent 7.10.2011 21:58
Fitch lækkar mat sitt á Ítalíu og Spáni Lánshæfismöt Ítalíu og Spánar voru lækkuð í dag af matsfyrirtækinu Fitch. Viðskipti erlent 7.10.2011 19:49
103 þúsund ný störf í Bandaríkjunum Alls urðu 103 þúsund störf til í Bandaríkjunum í september samkvæmt fréttavef BBC. Þrátt fyrir aukningu starfanna þá stendur atvinnuleysi í stað, eða í 9,3 prósentum. Viðskipti erlent 7.10.2011 14:21
King segir hættu á mestu kreppu allra tíma Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Viðskipti erlent 7.10.2011 07:55
Hlutabréf í Apple hækka eftir andlát Jobs Svo virðist sem viðskiptalífið taki andláti Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra og hugmyndafræðings Apple, með stóískri ró. Sumir óttuðust að hlutabréf í Apple myndu lækka þegar hlutabréfamarkaðir í Bandríkjunum opnuðu í dag. Það fór þó ekki þannig, heldur hækkuðu bréfin lítillega, eða um tæpt prósent. Viðskipti erlent 6.10.2011 15:00
Stýrivextir í Englandi óbreyttir - 75 milljörðum dælt inn í kerfið Seðlabanki Englands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir. Þá tilkynnti bankinn ennfremur að bankinn myndi dæla 75 milljörðum punda út í efnahagslífið. Áður hefur bankinn dælt um 200 milljörðum punda inn í efnahagslífið. Viðskipti erlent 6.10.2011 14:21
Bjartsýni eykst á mörkuðum Hlutabréf á evrópskum mörkuðum hafa haldið áfram að hækka í verði eftir að markaðir opnuðu þar í dag. Aðalvísitölurnar í London, Frankfurt og París hækkuðu allar um 1,5 prósent og í Hong Kong hafði aðalvísitalan hækkað um heil 5,6 prósent þegar markaðurinn lokaði þar í nótt. Viðskipti erlent 6.10.2011 09:04
Milljarðasta niðurhal Google Earth Google tilkynnti í dag að náð hefur verið í sýndarheimsforrit þeirra, Google Earth, í milljarðasta skiptið. Viðskipti erlent 5.10.2011 21:05
Grænar tölur í Evrópu og Bandaríkjunum Allar tölur í Evrópu voru í grænum tölum þegar markaðir lokuðu í dag. STOXX 50 vísitalan hæakkaði um 4,22 prósent og stendur nú í 2,179.42 stigum. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 3,19 prósent og stendur í 5,102.17 stigum. Þá hækkaði DAX vísitalan um 4,19 prósent og stendur í 5,473.03 stigum. Viðskipti erlent 5.10.2011 18:26
Moodys lækkar lánshæfi Ítalíu Lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu var lækkað í nótt af mats-fyrirtækinu Moodys. Ítalir fá nú einkuninna A2 með neikvæðum horfum en í gær var ríkið með einkuninna Aa2. Moodys segja að aukinni áhættu við langtímafjármögnun ríkja Evrusvæðisins sé fyrst og fremst um að kenna og að fjárfestar hafi að stórum hluta misst traust á evrunni. Lækkunin kemur þrátt fyrir að skuldir hins opinbera á Ítalíu séu fremur lágar og að lánsfjárþörf Ítala sé ekki mikil þessa stundina. Viðskipti erlent 5.10.2011 11:49
Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat sitt á Ítalska ríkinu. Ástæðurnar liggja í pólitískri óvissu þar í landi og viðkvæmu ástandi evrópumarkaða. Viðskipti erlent 4.10.2011 22:12
Allt um iPhone 4S - myndband Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone símanum. Margir aðdáendur símans hafa eflaust orðið fyrir einhverjum vonbrigðum því nýi síminn er ekki iPhone 5, eins og margir höfðu spáð, heldur iPhone 4S. Viðskipti erlent 4.10.2011 18:57
Apple á topp tíu yfir verðmætustu vörumerkin - Coke enn á toppnum Apple tæknifyrirtækið hefur nú í fyrsta sinn komist á topp tíu listann yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Listinn er gefinn út árelga af fyrirtækinu Interbrand og þar eru vörumerki verðlögð og miðað við ýmsa þætti á borð við afkomu og styrk vörumerkisins sjálfs. 100 fyrirtæki eru á listanum á hverjum tíma og er Apple hástökkvari þessa árs og er nú metið á tæpa 34 milljarða dollara. Viðskipti erlent 4.10.2011 14:42
Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Viðskipti erlent 4.10.2011 08:35
Miklar lækkanir í Evrópu Miklar lækkanir hafa orðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum eftir að þeir opnuðu klukkan sjö í morgun. Lækkanirnar stafa af yfirlýsingum grísku ríkisstjórnarinnar frá því í gærkvöldi þar sem sagði að ekki tækist að ná áður settum markmiðum um að lækka fjárlagahallann. Viðskipti erlent 3.10.2011 08:51
Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Viðskipti erlent 3.10.2011 07:00
ESA kvartar yfir SAS SAS flugfélagið hefur að undanförnu ráðið 130 nýja flugmenn sem munu fljúga fyrir félagið næsta sumar. Fjöldi flugmanna er um 1400 og þetta er því um 10% stækkun á flotanum, segir Eivind Bjurstrøm yfirflugstjóri við ABC Nyheter í Noregi. Viðskipti erlent 2.10.2011 18:46
Warren Buffet er bjartsýnn á framtíðina Milljarðamæringurinn Warren Buffet er hvergi nærri af baki dottinn í fjárfestingum sínum, þrátt fyrir að staðan á hlutabréfamörkuðum hafi verið vægast sagt skelfileg upp á síðkastið. Buffet heimsótti Kauphöllina í New York á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann í samtali við CNBC fréttastöðina að önnur kreppa í Bandaríkjunum væri ekki í augsýn. Hann sjálfur sæi marga fjárfestingamöguleika á hlutabréfamarkaði. Viðskipti erlent 2.10.2011 14:55
Bretar háðir evrusamstarfinu David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að það yrði afskaplega slæmt fyrir Bretland ef það slitnaði upp úr evrusamstarfinu. Í þætti Andrews Marr á BBC sagði hann að að skuldastaða evruríkjanna væri ekki einungis ógn við evruna heldur einnig mikil ógn við breska hagkerfið og alþjóðahagkerfið. Hann ítrekaði að leiðtogar evruríkjanna verða að taka skjóta og ábyrga ákvörðun til að bregðast við vandanum. Cameron sagði að 40% af útflutningi Bretlands væri til evruríkjanna og Bretland gæti því ekki flúið vandann. Viðskipti erlent 2.10.2011 14:01
Algert hrun á þriðja ársfjórðungi Hlutabréfavísitölur í Frakklandi og í Þýskalandi lækkuðu um 25% á þriðja ársfjórðungi, eftir því sem fram kemur á vef Telegraph. Viðskipti erlent 1.10.2011 10:16
Chrome mun taka við af Firefox Það lítur allt út fyrir að Chrome forritið, sem hannað er af Google, muni taka við af Firefox sem næst vinsælasti vefvafrinn. Samkvæmt nýjustu tölum nota 23,6% notenda Chrome á meðan 26,8% notast við Firefox. Búist er við að Chrome sigli framhjá Firefox á næstu mánuðum. Firefox hefur verið afar vinsæll vefvafri síðustu ár og hefur gert notendum kleift að sérhæfa reynslu sína af internetinu. Internet Explorer heldur sæti sínu sem vinsælast vefvafri veraldar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Viðskipti erlent 30.9.2011 11:48