Viðskipti erlent

Bankar þurfa 16.000 milljarða

Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins.

Viðskipti erlent

Krefja Ítali um aðgerðir

Forystumenn þjóðríkja á evrusvæðinu hafa í dag sett þrýsting á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, með því að krefja hann um aðgerðir vegna vaxandi skuldavanda landsins.

Viðskipti erlent

NBA tímabilið hangir á bláþræði

Samningar milli NBA og leikmanna hafa verið lausir frá í sumar og hart er deilt. Þegar hefur hundrað leikjum verið aflýst og ekki útséð um frekari áföll. Þorgils Jónsson kynnti sér kjaradeilu milljónamæringanna.

Viðskipti erlent

Afskrifa þarf helming af skuldum Grikklands

Horft er til þess að eigendur skuldabréfa Gríska ríkisins þurfi að afskrifa allt að helming af þeim svo að Grikkland geti staðið undir skuldum sínum. Óvíst er að hvort samstaða næst um þetta meðal evruríkja og kröfuhafa Grikklands. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Samþykktu lán til Grikklands

Fjármálaráðherrar nokkurra evruríkja hafa samþykkt lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Fréttastofa BBC stöðvarinnar segir að þetta kunni hugsanlega að bjarga landinum frá gjaldþroti. Upphæð fyrstu lánagreiðslunnar nemur átta milljörðum evra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun þurfa að leggja blessun sína yfir lánið og gerist það mun lánið væntanlega verða greitt um miðjan nóvember.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í vikunni

Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í vikunni. Wall Street Journal telur að helsta ástæðan sé sú að menn vonist til þess að eitthvað jákvætt komi út úr fundi helstu leiðtoga evruríkja sem fram fer á föstudaginn.

Viðskipti erlent

Samsung toppar iPhone

Sala á nýjum snjallsímum frá Samsung hefur gengið fram björtustu vonum stjórnenda fyrirtækisins. Fyritækið, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, seldi meira en 20 milljónir eintaka af snjallsímum sínum á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt frásögn Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Hagnaður Microsoft jókst

Hagnaður Microsoft tölvufyrirtækisins jókst umtalsvert á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu nam 5,74 milljörðum dala, sem nemur um 666 milljörðum króna, nú en var 5,41 milljarður dala á sama tímabili í fyrra. Ástæða tekjuaukningarinnar má rekja til þess að sala á Office hefur aukist og einnig hefur sala Windows aukist lítillega. Tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 17,4 milljörðum dala. Það eru um 1900 milljarðar íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Upp úr sauð á milli mótmælenda í Aþenu

Slegið hefur í brýnu á milli óeirðaseggja og annarra mótmælenda í Aþenu höfuðborg Grikklands í dag. Þúsundir komu saman fyrir utan þinghúsið í borginni til þess að lýsa vanþóknun sinni á nýjum niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Grjótkasti og bensínsprengjum var beitt í bardaga sem braust út á milli grímuklæddra ungmenna og liðsmanna verkalýðsfélaga sem njóta stuðnings kommúnista á Grikklandi.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í BNA

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag. Nasdaq lækkaði um 2,01% og S&P 500 um 1,26%. Helstu vísitölur í Evrópu hækkuðu hins vegar lítillega. FTSE vísitalan í Bretlandi hækkaði um 0,74% og Dax hækkaði um 0,61%

Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Spánar lækkuð

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkaði í morgun lánshæfiseinkunn Spánar. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir að mesta áhyggjumálið sé mikið atvinnuleysi og hratt lækkandi húsnæðisverð, sem komi sér einkar illa fyrir veikburða fjármálakerfi landsins.

Viðskipti erlent

Björgunarsjóður ESB stækkaður

Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um að björgunarsjóður fyrir evrusvæðið verði stækkaður upp í tvær trilljónir evra til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu. Málið verður rætt á fundi leiðtoga Evrópuríkja um næstu helgi, eftir því sem fullyrt er á fréttavef Guardian.

Viðskipti erlent

Lækka lánshæfismat hjá 24 ítölskum bönkum

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat 24 banka og fjármálastofnana. „Markaðsaðstæður á evrusvæðinu, sérstaklega á Ítalíu og dökkar framtíðarhorfur um hagvöxt hefur leitt til verri horfa hjá ítölsku bönkunum" segir í yfirlýsingu S&P.

Viðskipti erlent

Coca-Cola hagnaðist um 250 milljarða króna

Drykkjarvörurisinn Coca-Cola hagnaðist um 2,2 milljarða dollara, rúmlega 250 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er um 45% hagnaðaraukning frá ársfjórðunginum á undan, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Verðbólga mælist 5,2% í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mælist nú 5,2% samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Verðbólga hefur aukist mikið undanfarin misseri, en hún mældist 4,5% í mánuðinum á undan. Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur frá því árið 1997.

Viðskipti erlent

Völdu laxinn í staðinn fyrir gullið

Íbúar í litlu sveitarfélagi í suðurhluta Alaska ákváðu að hafna gull- og koparnámuvinnslu við stöðuvatn í sveitarfélaginu og það þótt sú vinnsla hafi átt að skapa 1.000 ný störf fyrir íbúana sem glíma við töluvert atvinnuleysi.

Viðskipti erlent