Viðskipti erlent Lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa verið í dag á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar vísitölur hafa lækkað um á bilinu 1,5% til 2,5%. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokar ekki fyrr en í kvöld og því ekki hægt að útiloka að hann rétti úr kútnum. Viðskipti erlent 9.11.2011 16:19 Papandreou á fund forseta Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla. Viðskipti erlent 9.11.2011 14:06 Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Viðskipti erlent 9.11.2011 13:13 Hefja miðasölu á morgun easyJet ætlar að hefja sölu á ferðum til Lundúna strax á morgun en fyrr í dag var sagt frá því í tilkynningu að flugfélagið myndi hefja sölu í dag.. Viðskipti erlent 9.11.2011 11:01 Enn hækkar álagið á ítölsk ríkisskuldabréf Ekkert lát er á hækkunum á áhættuálaginu á ítölsk ríkisskuldabréf. Bréf til 10 ára fóru í tæplega 6,9% í morgun en ástæðan er óvissan í efnahagsmálum landsins og gífurleg skuldabyrði þess. Viðskipti erlent 9.11.2011 09:57 Góðar líkur á að vinnanleg olía hafi fundist við Grænland Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Viðskipti erlent 9.11.2011 08:01 Lagarde varar við glötuðum áratug Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hætta sé á að efnahagskerfi heimsins lendi í glötuðum áratug. Viðskipti erlent 9.11.2011 07:56 Markaðir tóku kipp við afsögn Berlusconi Hlutabréfavísititölur í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við í gærkvöldi þegar fréttist að Silvio Berlusconi hefði tilkynnt um fyrirhugaða afsögn sína sem forsætisráðherra Ítalíu. Viðskipti erlent 9.11.2011 07:25 Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Viðskipti erlent 8.11.2011 22:00 Markaðir lokuðu grænir Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum lokuðu með grænum tölum, hækkunum upp á 1 til 1,5 prósent. Hér á Íslandi lækkaði gengi bréfa í Icelandair um 1,09% og stendur gengið nú í 5,42% en bréf í Marel hækkuðu um 0,41% og stendur gengi bréfanna nú í 121,5. Viðskipti erlent 8.11.2011 21:17 Credit Suisse undir eftirliti bandarískra yfirvalda Bandarísk yfirvöld eru enn að berjast gegn því að svissneskir bankar aðstoði ríka Bandaríkjamenn við að skjóta peningum undan skatti. Nú síðast hefur svissneski risabankinn Credit Suisse sent viðskiptavinum sínum bréf og tilkynnt um að bankinn þurfi að gefa yfirvöldum nákvæmar upplýsingar um reikningsupphæðir og fleira. Viðskipti erlent 8.11.2011 20:30 Berlusconi hefur staðið af sér 50 vantrausttillögur Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér. Viðskipti erlent 8.11.2011 15:02 Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en aðgerðir ríkisstjórnar hans í ríkisfjármálum verða bornar undir þingið í landinu seinna í dag. Fulltrúar ríkisstjórnar Berlusconis funduðu með stjórnarandstöðunni í ellefu tíma í gær, með það fyrir augum að afla trausts hennar fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Viðskipti erlent 8.11.2011 11:18 Höndin var ekki "ósýnileg" - hún var ekki þarna Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur marg sinnis mótmælt kenningu hagfræðinginsins Adam Smith, um hina "ósýnilegu hönd" markaðarins, og sagt hana vera gallað og einfeldningslega. Viðskipti erlent 8.11.2011 08:47 Grikkir kynna nýjan forsætisráðherra í dag Tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Grikklands í dag. Samkvæmt grískum fjölmiðlum komust Georg Papandreú, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi vinstri flokksins Pasok, og Antonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, að samkomulagi um forsætisráðherra í samsteypustjórn flokkanna í gærkvöldi. Viðskipti erlent 8.11.2011 01:00 Lítilleg hækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Helstu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag eftir að hafa sýnt lækkanir fyrri part dags. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34% á meðan S&P hækkaði um 0,6%. Markaðir í Evrópu lækkuðu hins vegar flestir, á bilinu 0 til 2%. Óvissa um stöðu efnahagsmála í Evrópu heldur áfram að vera drifkraftur sveiflna á markaði, að því er segir á vef Wall Street Journal. Viðskipti erlent 7.11.2011 21:21 Ryanair hagnast á krepputímum Rekstur Ryanair gengur vel og jókst hagnaður félagsins um 23% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór úr 398 milljónum evra í 463 milljónir evra eftir skatt, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 7.11.2011 20:45 Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.11.2011 13:03 Markaðir ekki bjartsýnir á nýja þjóðstjórn Grikklands Fjárfestar virðast ekki ýkja bjartsýnir á að ný þjóðstjórn sem tilkynnt verður í Grikklandi síðar í dag muni ráða við skuldavanda landsins. Viðskipti erlent 7.11.2011 10:04 Asda og Farmfoods með sameiginlegt tilboð í Iceland Breska verslunarkeðjan Asda og skoska stórmarkaðakeðjan Farmfoods hafa lagt fram sameignlegt tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Tilboðið hljóðar upp á 1,4 milljarða punda eða tæplega 260 milljarða króna. Viðskipti erlent 7.11.2011 09:43 Áhyggjur vegna Ítalíu magnast Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“. Viðskipti erlent 7.11.2011 08:48 Buffett: Verðbólgan er "ósýnilegur skattur" Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, sagði á ráðstefnu á Indlandi ekki alls fyrir löngu að verðbólgan væri "ósýnilegur skattur" sem einn af milljón botnaði eitthvað í. Viðskipti erlent 6.11.2011 22:11 Papandreoú dregur sig í hlé Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld. Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreú myndi víkja. Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa. Viðskipti erlent 6.11.2011 21:03 Hótar því að kaupa ekki ítölsk skuldabréf Evrópski seðlabankinn varaði í dag við því að ef Ítalía mun ekki standa við gefin fyrirheit um umbætur í efnahagsmálum muni bankinn hætta að kaupa ítölsk skuldabréf. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði að áætlun ítalskra stjórnvalda um umbætur sé ekki trúverðug. Hún lofaði því að AGS myndi fylgjast sérstaklega með landinu í framtíðinni. Viðskipti erlent 6.11.2011 17:38 Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur. Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd. Viðskipti erlent 6.11.2011 15:07 Hættan á dómínó-áhrifum í Evrópu er raunveruleg Hættan á því að skuldavandinn í Evrópu, einkum sunnanverðri álfunni, breytist í mun meiri vanda vegna dómó-áhrifa þvert á landamæri eru raunveruleg. Sérstaklega er staðan slæm á Ítalíu og það er ekki útlit fyrir að hún batni á skömmum tíma. Viðskipti erlent 6.11.2011 10:43 Stjórnarandstaðan vill ekki samsteypustjórn Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, Antonis Samaras, lýsti því yfir í dag að flokkur hans myndi ekki styðja eða taka þátt í myndun samsteypustjórnar með núverandi forsætisráðherra, Papandreu. Viðskipti erlent 5.11.2011 20:42 AGS með Ítalíu undir smásjánni Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 5.11.2011 13:11 Sarkozy: Ellefu skattaskjól sem verður að sniðganga Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að loknum G20 fundinum í Frakklandi, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til samstilltra ráða gegn svonefndum skattaskjólum. Viðskipti erlent 4.11.2011 22:00 Sarkozy: Við munum berjast fyrir Evrópu Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að loknum G20 fundinum í Frakklandi, þar sem þjóðhöfðingjar 20 stærstu iðnríkja heims voru saman komnir, að þjóðir Evrópu myndu berjast fyrir álfunni og evrunni. Viðskipti erlent 4.11.2011 14:55 « ‹ 205 206 207 208 209 210 211 212 213 … 334 ›
Lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa verið í dag á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestar vísitölur hafa lækkað um á bilinu 1,5% til 2,5%. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokar ekki fyrr en í kvöld og því ekki hægt að útiloka að hann rétti úr kútnum. Viðskipti erlent 9.11.2011 16:19
Papandreou á fund forseta Svo virðist sem ný ríkisstjórn verði kynnt í Grikklandi síðar í dag en George Papandreou, forsætisráðherra, mun ganga á fund forseta landsins, Carolos Papoulias, klukkan 15, samkvæmt frásögnum erlendra fjölmiðla. Papandreou mun á fundinum afhenda afsagnarbréf sitt, samkvæmt fréttum erlendra miðla. Viðskipti erlent 9.11.2011 14:06
Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Viðskipti erlent 9.11.2011 13:13
Hefja miðasölu á morgun easyJet ætlar að hefja sölu á ferðum til Lundúna strax á morgun en fyrr í dag var sagt frá því í tilkynningu að flugfélagið myndi hefja sölu í dag.. Viðskipti erlent 9.11.2011 11:01
Enn hækkar álagið á ítölsk ríkisskuldabréf Ekkert lát er á hækkunum á áhættuálaginu á ítölsk ríkisskuldabréf. Bréf til 10 ára fóru í tæplega 6,9% í morgun en ástæðan er óvissan í efnahagsmálum landsins og gífurleg skuldabyrði þess. Viðskipti erlent 9.11.2011 09:57
Góðar líkur á að vinnanleg olía hafi fundist við Grænland Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Viðskipti erlent 9.11.2011 08:01
Lagarde varar við glötuðum áratug Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hætta sé á að efnahagskerfi heimsins lendi í glötuðum áratug. Viðskipti erlent 9.11.2011 07:56
Markaðir tóku kipp við afsögn Berlusconi Hlutabréfavísititölur í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við í gærkvöldi þegar fréttist að Silvio Berlusconi hefði tilkynnt um fyrirhugaða afsögn sína sem forsætisráðherra Ítalíu. Viðskipti erlent 9.11.2011 07:25
Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Viðskipti erlent 8.11.2011 22:00
Markaðir lokuðu grænir Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum lokuðu með grænum tölum, hækkunum upp á 1 til 1,5 prósent. Hér á Íslandi lækkaði gengi bréfa í Icelandair um 1,09% og stendur gengið nú í 5,42% en bréf í Marel hækkuðu um 0,41% og stendur gengi bréfanna nú í 121,5. Viðskipti erlent 8.11.2011 21:17
Credit Suisse undir eftirliti bandarískra yfirvalda Bandarísk yfirvöld eru enn að berjast gegn því að svissneskir bankar aðstoði ríka Bandaríkjamenn við að skjóta peningum undan skatti. Nú síðast hefur svissneski risabankinn Credit Suisse sent viðskiptavinum sínum bréf og tilkynnt um að bankinn þurfi að gefa yfirvöldum nákvæmar upplýsingar um reikningsupphæðir og fleira. Viðskipti erlent 8.11.2011 20:30
Berlusconi hefur staðið af sér 50 vantrausttillögur Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér. Viðskipti erlent 8.11.2011 15:02
Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en aðgerðir ríkisstjórnar hans í ríkisfjármálum verða bornar undir þingið í landinu seinna í dag. Fulltrúar ríkisstjórnar Berlusconis funduðu með stjórnarandstöðunni í ellefu tíma í gær, með það fyrir augum að afla trausts hennar fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu. Viðskipti erlent 8.11.2011 11:18
Höndin var ekki "ósýnileg" - hún var ekki þarna Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur marg sinnis mótmælt kenningu hagfræðinginsins Adam Smith, um hina "ósýnilegu hönd" markaðarins, og sagt hana vera gallað og einfeldningslega. Viðskipti erlent 8.11.2011 08:47
Grikkir kynna nýjan forsætisráðherra í dag Tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Grikklands í dag. Samkvæmt grískum fjölmiðlum komust Georg Papandreú, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi vinstri flokksins Pasok, og Antonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, að samkomulagi um forsætisráðherra í samsteypustjórn flokkanna í gærkvöldi. Viðskipti erlent 8.11.2011 01:00
Lítilleg hækkun á mörkuðum í Bandaríkjunum Helstu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag eftir að hafa sýnt lækkanir fyrri part dags. Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34% á meðan S&P hækkaði um 0,6%. Markaðir í Evrópu lækkuðu hins vegar flestir, á bilinu 0 til 2%. Óvissa um stöðu efnahagsmála í Evrópu heldur áfram að vera drifkraftur sveiflna á markaði, að því er segir á vef Wall Street Journal. Viðskipti erlent 7.11.2011 21:21
Ryanair hagnast á krepputímum Rekstur Ryanair gengur vel og jókst hagnaður félagsins um 23% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór úr 398 milljónum evra í 463 milljónir evra eftir skatt, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 7.11.2011 20:45
Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landið að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.11.2011 13:03
Markaðir ekki bjartsýnir á nýja þjóðstjórn Grikklands Fjárfestar virðast ekki ýkja bjartsýnir á að ný þjóðstjórn sem tilkynnt verður í Grikklandi síðar í dag muni ráða við skuldavanda landsins. Viðskipti erlent 7.11.2011 10:04
Asda og Farmfoods með sameiginlegt tilboð í Iceland Breska verslunarkeðjan Asda og skoska stórmarkaðakeðjan Farmfoods hafa lagt fram sameignlegt tilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Tilboðið hljóðar upp á 1,4 milljarða punda eða tæplega 260 milljarða króna. Viðskipti erlent 7.11.2011 09:43
Áhyggjur vegna Ítalíu magnast Fulltrúar Seðlabanka Evrópu (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa varað stjórnvöld á Ítalíu við því að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum þá gæti landið "endanlega misst trúverðugleika“. Viðskipti erlent 7.11.2011 08:48
Buffett: Verðbólgan er "ósýnilegur skattur" Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, sagði á ráðstefnu á Indlandi ekki alls fyrir löngu að verðbólgan væri "ósýnilegur skattur" sem einn af milljón botnaði eitthvað í. Viðskipti erlent 6.11.2011 22:11
Papandreoú dregur sig í hlé Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld. Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreú myndi víkja. Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa. Viðskipti erlent 6.11.2011 21:03
Hótar því að kaupa ekki ítölsk skuldabréf Evrópski seðlabankinn varaði í dag við því að ef Ítalía mun ekki standa við gefin fyrirheit um umbætur í efnahagsmálum muni bankinn hætta að kaupa ítölsk skuldabréf. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði að áætlun ítalskra stjórnvalda um umbætur sé ekki trúverðug. Hún lofaði því að AGS myndi fylgjast sérstaklega með landinu í framtíðinni. Viðskipti erlent 6.11.2011 17:38
Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur. Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd. Viðskipti erlent 6.11.2011 15:07
Hættan á dómínó-áhrifum í Evrópu er raunveruleg Hættan á því að skuldavandinn í Evrópu, einkum sunnanverðri álfunni, breytist í mun meiri vanda vegna dómó-áhrifa þvert á landamæri eru raunveruleg. Sérstaklega er staðan slæm á Ítalíu og það er ekki útlit fyrir að hún batni á skömmum tíma. Viðskipti erlent 6.11.2011 10:43
Stjórnarandstaðan vill ekki samsteypustjórn Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, Antonis Samaras, lýsti því yfir í dag að flokkur hans myndi ekki styðja eða taka þátt í myndun samsteypustjórnar með núverandi forsætisráðherra, Papandreu. Viðskipti erlent 5.11.2011 20:42
AGS með Ítalíu undir smásjánni Stærsta ákvörðunin sem tekin var á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims, G20, var að fela Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eins konar yfirumsjón með efnahagsvanda Ítalíu. Þetta kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 5.11.2011 13:11
Sarkozy: Ellefu skattaskjól sem verður að sniðganga Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að loknum G20 fundinum í Frakklandi, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til samstilltra ráða gegn svonefndum skattaskjólum. Viðskipti erlent 4.11.2011 22:00
Sarkozy: Við munum berjast fyrir Evrópu Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að loknum G20 fundinum í Frakklandi, þar sem þjóðhöfðingjar 20 stærstu iðnríkja heims voru saman komnir, að þjóðir Evrópu myndu berjast fyrir álfunni og evrunni. Viðskipti erlent 4.11.2011 14:55