Viðskipti erlent

Facebook er að breyta heiminum hratt

Facebook er í ótrúlegri stöðu til þess að kortleggja hegðun mörg hundruð milljóna manna um heim allan og nýta sér upplýsingarnar til fjárhagslegs ávinnings. Hópur Facebook notenda fer hratt stækkandi. Fyrirtækið er sífellt að þróa nýja möguleika til þess að nýta sér gríðarlegt magn upplýsinga um þá sem skráðir eru á vefinn.

Viðskipti erlent

Grikkir ósáttir við Þjóðverja

Grískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við áformum þýskra stjórnvalda, sem láku í fjölmiðla fyrir helgi, um að leggja til að Evrópusambandið fái synjunarvald yfir skattastefnu og útgjöldum gríska ríkisins.

Viðskipti erlent

Millibankamarkaðir enn frostnir

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss.

Viðskipti erlent

Nethagkerfið mun tvöfaldast á fjórum árum

Vefhagkerfi heimsins mun tvöfaldast að stærð á næstu fjórum árum samkvæmt skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir hugbúnaðarrisann Google. Velta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á vefnum nemur 2.300 milljörðum dollara á ári eða sem nemum 285 þúsund milljörðum króna. Talið er að veltan muni fara í 4.200 milljarða dollara, yfir 5.000 milljarða króna, á árinu 2016 að því er fram kemur í skýrslunni.

Viðskipti erlent

Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu

Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk.

Viðskipti erlent

Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. "Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna,“ sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að.

Viðskipti erlent

iPhone 5 í júní?

Það eru margir sem bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af iPhone-símanum sem er gríðarlega vinsæll á meðal Íslendinga. Í haust kom út iPhone 4S en margir aðdáendur símans urðu fyrir miklum vonbrigðum enda voru margir búnir að spá fyrir að iPhone 5 kæmi út í haust.

Viðskipti erlent

Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja

Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu og lækkuðu

Yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna frá því í gær, þess efnis að bankinn ætlaði að halda vöxtum niðri fram til ársins 2014, hafði þau áhrif á mörkuðum í Evrópu í dag að þeir sýndu grænar hækkunartölur víðast hvar, að því er fram kemur á vefsíðu The New York Times.

Viðskipti erlent

Eiríkur rauði verður tekjuhæsti borpallur heims

Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara.

Viðskipti erlent

Ótrúlegar hagnaðartölur Apple

Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 13,6 milljarða dollara, eða sem nemur tæplega 1.700 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn hækkað um 118% samanborið við sama tímabil árið 2010.

Viðskipti erlent

Stýrivextir í Indlandi 8,5 prósent

Seðlabanki Indlands heldur áfram að berjast við töluverða verðbólgu í landinu, sem mælist nú 7,47 prósent samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Stýrivöxtum var í dag haldið í 8,5 samkvæmt ákvörðun seðlabankans.

Viðskipti erlent