Viðskipti erlent

Vinsældir App Store með ólíkindum

Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.

Viðskipti erlent

ICEconsult í samstarfi með Statsbygg

Íslenska fyrirtækið ICEconsult ehf. og norska ríkisfyrirtækið Statsbygg hafa skrifað undir samning að andvirðir 17 milljóna norskra króna. Statsbygg hefur því tryggt sér rétt á notkun MainManager hugbúnaðarins sem ICEconsult hefur þróað frá árinu 1995.

Viðskipti erlent

Losun gjaldeyrishafta er lykilatriði fyrir Ísland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lykilatriði sé fyrir Ísland að ná að losa um gjaldeyrishöftin. "Það er engin auðveld lausn á þessu vandamáli. Það er fyrir hendi áætlun um losun haftanna og það skiptir máli að allir þeir sem koma að því að losa um höftin, séu einbeittir á verkefnið,“ sagði Julie Kozcak, sem hefur séð um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við fréttastofu í morgun.

Viðskipti erlent

Apple stærra en Pólland

Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega að undanförnu. Á málmarkaðinum í London stendur verðið nú í 2.349 dollurum á tonnið. Fyrir viku síðan var það 2.170 dollara á tonnið og hefur því hækkað um tæplega 180 dollara á þessum tíma eða um 8%.

Viðskipti erlent

S&P: Grikkland tæknilega gjaldþrota

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) hefur lækkað lánshæfi Grikklands enn meira og segir fyrirtækið að ríkissjóður Grikklands sé nú "tæknilega gjaldþrota“. Er þar meðal annars vitnað til þess kröfuhafar landsins hafi þegar samið um að gefa eftir stóran hluta skulda landsins þar sem útilokað er talið að ríkissjóður landsins geti komist á rétt kjöl, nema afskriftir komi til.

Viðskipti erlent

Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur

Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Viðskipti erlent

Arsenal sýnir góðan hagnað

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hagnaðist um 41,6 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 9,3 milljarða króna, á seinni helmingi ársins í fyrra. Sala leikmönnum skipti sköpum fyrir reksturinn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent