Viðskipti erlent

Hækkun og lækkun á mörkuðum

Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203.

Viðskipti erlent

Apple nær nýjum hæðum

Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag.

Viðskipti erlent

Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma

Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að.

Viðskipti erlent

Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið"

"Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga fyrir ykkur." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi 8,4 prósent í Bretlandi

Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um 28 þúsund á undanförnum þremur mánuðum og mælist atvinnuleysið nú 8,4 prósent. Það jafngildir því að 2,67 milljónir manna séu án vinnu, samkvæmt tölu sem breska hagstofna birti í morgun og breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um í kjölfarið.

Viðskipti erlent

Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun

Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum.

Viðskipti erlent

Citigroup féll á álagsprófi

Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu.

Viðskipti erlent

Bankar felldu niður skuldir

Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma.

Viðskipti erlent

Nýr iPad fær góðar viðtökur

Sérfræðingar hafa nú fengið sólarhring til að kynna sér nýju iPad spjaldtölvuna frá Apple. Flestir eru sammála um að Apple hafi unnið mikið þrekvirki með hönnun spjaldtölvunnar.

Viðskipti erlent

Smíðuðu dýrasta armbandsúr í heimi

Svissneska úrafyrirtækið Hublot hefur smíðað dýrasta armbandsúr í heiminum. Úrið er metið á 5 milljónir dollara, eða yfir 600 milljónir króna, en það er smíðað úr hvítagulli og skreytt með tæplega 1.300 litlum demöntum.

Viðskipti erlent

Nýja útgáfan af iPad er miklu betri - 4G net og betri skjár

Apple kynnti nú síðdegis nýjan iPad og er gert ráð fyrir að hann komi í verslanir þann 16. mars næstkomandi. Tim Cook, forstjóri tölvurisans, segir að nýja útgáfán verði á sama verði og iPad 2 sem kom út í apríl á síðasta árið. Nýr iPad var ekki það eina sem kynnt var á blaðamannafundinum í dag því Apple ætlar að gefa út nýja útgáfu af Apple TV, sem hefur verið vinsælt hjá notendum til að ná í til dæmis sjónvarpsþætti og kvikmyndir.

Viðskipti erlent