Viðskipti erlent

Roubini: Heimurinn getur enn hrunið

Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu.

Viðskipti erlent

Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata.

Viðskipti erlent

Hækkun og lækkun á mörkuðum

Grænar tölur hækkunar einkenndu hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Þannig hækkaði gengi bréfa í Icelandair um 2,61 prósent og stendur gengið nú í 5,9. Gengi bréfa í Marel hækkaði um 3,16 prósent og er gengið nú 147. Gengi bréfa í Össuri hækkaði um 3,57 prósent og er gengið nú 203.

Viðskipti erlent

Apple nær nýjum hæðum

Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag.

Viðskipti erlent

Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma

Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að.

Viðskipti erlent

Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið"

"Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga fyrir ykkur." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi 8,4 prósent í Bretlandi

Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um 28 þúsund á undanförnum þremur mánuðum og mælist atvinnuleysið nú 8,4 prósent. Það jafngildir því að 2,67 milljónir manna séu án vinnu, samkvæmt tölu sem breska hagstofna birti í morgun og breska ríkisútvarpið BBC fjallaði um í kjölfarið.

Viðskipti erlent

Farsíminn eyðir efnahagslegri einangrun

Farsímasamband og þráðlaust net getur hjálpað til við að eyða efnahagslegri einangrun í Afríku, segir hagfræðiprófessorinn Jeffrey Sachs, sem starfar fyrir Earth Institue við Columbia háskóla. Sachs segir að fátækustu svæði Afríku hafi þegar sýnt merki um að betra farsímabands styrki innviði og geri mönnum auðveldara um vik við að sinna margvíslegum viðskiptatækifærum.

Viðskipti erlent

Citigroup féll á álagsprófi

Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu.

Viðskipti erlent

Bankar felldu niður skuldir

Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma.

Viðskipti erlent