Viðskipti erlent Facebook kaupir Instagram Facebook hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kaupa Instagram, sem er vinsælt app í snjallsímum. Facebook greiðir um 1 milljarð dala, eða 127 milljarða króna, í reiðufé og hlutabréf fyrir viðskiptin. Instagram fór í loftið í október 2010. Það var upphaflega hugsað fyrir iPhone en síðan fyrir Android. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heitir því að Instagram verði þróað áfram þannig að fleiri geti notað það. Viðskipti erlent 9.4.2012 17:46 Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Viðskipti erlent 7.4.2012 20:56 Stefna að stærsta hlutafjárútboði sögunnar Fimm milljarðar dollara, jafnvirði um 600 milljarða króna, í formi hlutafjár í Facebook verða boðnir út í NASDAQ kauphöllinni í New York síðar á þessu ári, en um er að ræða stærsta hlutafjárútboð sögunnar á heimsvísu. Tíðindin þykja vonbrigði fyrir New York Stock Exchange kauphöllina en frá þessu er greint í Financial Times í dag. Facebook ætlar að hefja formlegar kynningar fyrir fjárfesta í maí næstkomandi að því er blaðið greinir frá. Og ætti að vera orðið tilbúið til frumskráningar í maí eða júní næstkomandi ef allt gengur eftir. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:56 Seldi upplýsingar til hasarblaðaljósmyndara Háttsettur starfsmaður Virgin Atlantic flugfélagsins breska hefur sagt starfi sínu lausu eftir í ljós kom að hann hafði lekið upplýsingum flugferðir frægs fólks til fyrirtækis sem gerir út papparazzi ljósmyndara. Þetta þýddi að papparazzi ljósmyndararnir vissu nákvæmlega hvenær von væri á frægu fólki og gátu myndað það á leið í og úr flugi. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu var knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonurnar Sienna Miller, Scarlett Johansson og Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Robbi Williams. Sir Richard Branson, eigandi Virgi Atlantic, sagði við breska fjölmiðla að fyrirtækið tæki upplýsingum mjög alvarlega og hefði hafði rannsókn á málinu innanhúss. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:46 Guðfaðir 911 sportbílsins er látinn Ferdinand Alexander Porsche, guðfaðir 911 sportbílsins frá Porsche og heiðursformaður stjórnar Porsche bílaframleiðandans, lést í gær í Salzburg í Austurríki. Hann var 76 ára. Þegar 911 sportbíllinn var kynntur árið 1963 með nýrri og straumlínulagaðri hönnun og stórum höfuðljósum þótti hann marka tímamót í hönnun sportbíla í heiminum. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:42 Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Viðskipti erlent 5.4.2012 15:06 Instagram loks komið fyrir Android Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag. Viðskipti erlent 4.4.2012 21:00 Nærri fjórði hver maður án vinnu á Spáni Efnahagsvandinn á Spáni er djúpstæður, og er síst að minnka, samkvæmt hagtölum um atvinnuástandið í landinu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í gær. Samkvæmt þeim mælist atvinnuleysið tæplega 24 prósent, eða nærri því að fjórði hver maður á vinnualdri sé án vinnu. Viðskipti erlent 3.4.2012 12:00 Forrit fyrir snjallsíma njóta gríðarlegra vinsælda Meira en tuttugu milljarðar smáforrita (Apps) hafa verið gerð fyrir snjallsíma eins og I phone og Android. Sum slá í gegn en önnur ekki. Viðskipti erlent 3.4.2012 09:01 Hungurleikarnir halda áfram að mala gull Ekkert lát er á velgengni kvikmyndarinnar Hungurleikarnir eða The Hunger Games. Viðskipti erlent 3.4.2012 06:42 Atvinnuleysi í Evrópu mælist 10,8 prósent Atvinnuleysi á meðal Evrópusambandsríkja mælist nú 10,8 prósent að meðaltali samkvæmt tölum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti í morgun. Í janúar mældist atvinnuleysið 10,7 prósent og eykst það því lítillega frá þeim tölum. Viðskipti erlent 2.4.2012 14:39 Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 14 ár Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,8% að meðaltali og hefur ekki verið hærra í 14 ár. Viðskipti erlent 2.4.2012 09:39 BRICS-löndin gætu skákað Vesturlöndum BRICS-löndin svokölluðu, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, eru sífellt að sækja í sig veðrið í efnahagslegu tilliti, og er því nú spáð og þau muni standa undir helmingi alls hagvaxtar í heiminum á þessu ári. Viðskipti erlent 2.4.2012 08:15 Foxconn bregst við gagnrýni Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína. Viðskipti erlent 30.3.2012 13:35 Blóðugur niðurskurður framundan á Spáni Spænsk stjórnvöld freista þess að ná tökum á afar erfiðum efnahagsaðstæðum með blóðugum niðurskurði, launafrystingu og aðgerðum sem eiga að sporna gegn minnkandi umsvifum í atvinnulífi. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 24 prósent, og yfir 50 prósent hjá fólki á aldrinum 18 til 30 ára. Viðskipti erlent 30.3.2012 13:29 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Þannig er tunnan af Brentolíunni komin undir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 103 dollara. Viðskipti erlent 30.3.2012 06:42 Happdrætti í Bandaríkjunum: 64 milljarðar í boði Á morgun verður dregið í stærsta happdrætti í sögu Norður-Ameríku. Vinningsupphæðin er ekkert smáræði en hún nemur tæpum 500 milljón dollurum eða tæpum 64 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.3.2012 14:12 Tim Cook heimsótti verksmiðjur Apple í Kína Tim Cook, forstjóri Apple, heimsótti verksmiðjur fyrirtækisins í Kína í dag. Apple hefur verið sakað um illa meðferð á starfsfólki sínu í verksmiðjunum og vill Cook vafalaust bæta ímynd Apple í Kína. Viðskipti erlent 29.3.2012 12:22 Bloomberg: Watson er að ganga frá kaupunum á Actavis Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson sé um það bil að ganga frá kaupum á Actavis. Á Bloomberg er rætt um að kaupverðið nemi 4,5 milljörðum evra eða um 760 milljarða króna. Viðskipti erlent 29.3.2012 08:50 Ítalski skatturinn leggur hald á eigur Gaddafi fjölskyldunnar Skattayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á allar eigur Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu og fjölskyldumeðlima hans sem til voru í landinu. Viðskipti erlent 29.3.2012 07:52 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%. Viðskipti erlent 29.3.2012 06:53 Obama mættur á Pinterest Samskiptasíðan Pinterest hefur vakið mikla athygli undanfarið og hefur Bandaríkjaforseti nú skráð sig á síðuna. Viðskipti erlent 28.3.2012 13:14 Apple reiðubúið að endurgreiða áströlskum viðskiptavinum Tæknifyrirtækið Apple er sakað um að hafa blekkt neytendur í Ástralíu með því að lofa fullum stuðningi við 4G farnetsþjónustu landsins á nýjustu iPad spjaldtölvunni. Fyrirtækið hefur boðist til að endurgreiða þeim sem keyptu nýju spjaldtölvuna. Viðskipti erlent 28.3.2012 11:47 Sérfræðingar reikna með lækkandi olíuverði Heimsmarkaðsverð á olíu í framvirkum samningum til fimm ára bendir til þess að hina mikla verðsveifla á olíu undanfarna mánuði heyri brátt sögunni til. Viðskipti erlent 28.3.2012 09:39 Standard & Poor´s gefur Iceland Foods lánshæfiseinkunn Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur gefið móðurfélagi Iceland Foods verslunarkeðjunnar lánshæfiseinkunnina B+. Viðskipti erlent 28.3.2012 07:22 Forstjóri Apple heimsækir Kína Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:57 Fjárfestum bent á að fylgjast með Twitter Samskiptasíðan Twitter getur reynst fjárfestum nytsamleg samkvæmt rannsókn tölvunarfræðinga við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:08 CaixaBank verður stærsti banki Spánar CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:04 Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 26.3.2012 19:38 Frægir yfirgefa Twitter eftir illviljuð skilaboð Þekktir einstaklingar eru nú í miklu mæli að yfirgefa samskiptasíðuna Twitter eftir að hafa fengið illviljuð skilaboð á síðunni. Viðskipti erlent 26.3.2012 12:36 « ‹ 182 183 184 185 186 187 188 189 190 … 334 ›
Facebook kaupir Instagram Facebook hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kaupa Instagram, sem er vinsælt app í snjallsímum. Facebook greiðir um 1 milljarð dala, eða 127 milljarða króna, í reiðufé og hlutabréf fyrir viðskiptin. Instagram fór í loftið í október 2010. Það var upphaflega hugsað fyrir iPhone en síðan fyrir Android. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heitir því að Instagram verði þróað áfram þannig að fleiri geti notað það. Viðskipti erlent 9.4.2012 17:46
Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Viðskipti erlent 7.4.2012 20:56
Stefna að stærsta hlutafjárútboði sögunnar Fimm milljarðar dollara, jafnvirði um 600 milljarða króna, í formi hlutafjár í Facebook verða boðnir út í NASDAQ kauphöllinni í New York síðar á þessu ári, en um er að ræða stærsta hlutafjárútboð sögunnar á heimsvísu. Tíðindin þykja vonbrigði fyrir New York Stock Exchange kauphöllina en frá þessu er greint í Financial Times í dag. Facebook ætlar að hefja formlegar kynningar fyrir fjárfesta í maí næstkomandi að því er blaðið greinir frá. Og ætti að vera orðið tilbúið til frumskráningar í maí eða júní næstkomandi ef allt gengur eftir. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:56
Seldi upplýsingar til hasarblaðaljósmyndara Háttsettur starfsmaður Virgin Atlantic flugfélagsins breska hefur sagt starfi sínu lausu eftir í ljós kom að hann hafði lekið upplýsingum flugferðir frægs fólks til fyrirtækis sem gerir út papparazzi ljósmyndara. Þetta þýddi að papparazzi ljósmyndararnir vissu nákvæmlega hvenær von væri á frægu fólki og gátu myndað það á leið í og úr flugi. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu var knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonurnar Sienna Miller, Scarlett Johansson og Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Robbi Williams. Sir Richard Branson, eigandi Virgi Atlantic, sagði við breska fjölmiðla að fyrirtækið tæki upplýsingum mjög alvarlega og hefði hafði rannsókn á málinu innanhúss. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:46
Guðfaðir 911 sportbílsins er látinn Ferdinand Alexander Porsche, guðfaðir 911 sportbílsins frá Porsche og heiðursformaður stjórnar Porsche bílaframleiðandans, lést í gær í Salzburg í Austurríki. Hann var 76 ára. Þegar 911 sportbíllinn var kynntur árið 1963 með nýrri og straumlínulagaðri hönnun og stórum höfuðljósum þótti hann marka tímamót í hönnun sportbíla í heiminum. Viðskipti erlent 6.4.2012 09:42
Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Viðskipti erlent 5.4.2012 15:06
Instagram loks komið fyrir Android Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag. Viðskipti erlent 4.4.2012 21:00
Nærri fjórði hver maður án vinnu á Spáni Efnahagsvandinn á Spáni er djúpstæður, og er síst að minnka, samkvæmt hagtölum um atvinnuástandið í landinu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í gær. Samkvæmt þeim mælist atvinnuleysið tæplega 24 prósent, eða nærri því að fjórði hver maður á vinnualdri sé án vinnu. Viðskipti erlent 3.4.2012 12:00
Forrit fyrir snjallsíma njóta gríðarlegra vinsælda Meira en tuttugu milljarðar smáforrita (Apps) hafa verið gerð fyrir snjallsíma eins og I phone og Android. Sum slá í gegn en önnur ekki. Viðskipti erlent 3.4.2012 09:01
Hungurleikarnir halda áfram að mala gull Ekkert lát er á velgengni kvikmyndarinnar Hungurleikarnir eða The Hunger Games. Viðskipti erlent 3.4.2012 06:42
Atvinnuleysi í Evrópu mælist 10,8 prósent Atvinnuleysi á meðal Evrópusambandsríkja mælist nú 10,8 prósent að meðaltali samkvæmt tölum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti í morgun. Í janúar mældist atvinnuleysið 10,7 prósent og eykst það því lítillega frá þeim tölum. Viðskipti erlent 2.4.2012 14:39
Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu í 14 ár Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 10,8% að meðaltali og hefur ekki verið hærra í 14 ár. Viðskipti erlent 2.4.2012 09:39
BRICS-löndin gætu skákað Vesturlöndum BRICS-löndin svokölluðu, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, eru sífellt að sækja í sig veðrið í efnahagslegu tilliti, og er því nú spáð og þau muni standa undir helmingi alls hagvaxtar í heiminum á þessu ári. Viðskipti erlent 2.4.2012 08:15
Foxconn bregst við gagnrýni Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína. Viðskipti erlent 30.3.2012 13:35
Blóðugur niðurskurður framundan á Spáni Spænsk stjórnvöld freista þess að ná tökum á afar erfiðum efnahagsaðstæðum með blóðugum niðurskurði, launafrystingu og aðgerðum sem eiga að sporna gegn minnkandi umsvifum í atvinnulífi. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 24 prósent, og yfir 50 prósent hjá fólki á aldrinum 18 til 30 ára. Viðskipti erlent 30.3.2012 13:29
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Þannig er tunnan af Brentolíunni komin undir 123 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 103 dollara. Viðskipti erlent 30.3.2012 06:42
Happdrætti í Bandaríkjunum: 64 milljarðar í boði Á morgun verður dregið í stærsta happdrætti í sögu Norður-Ameríku. Vinningsupphæðin er ekkert smáræði en hún nemur tæpum 500 milljón dollurum eða tæpum 64 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.3.2012 14:12
Tim Cook heimsótti verksmiðjur Apple í Kína Tim Cook, forstjóri Apple, heimsótti verksmiðjur fyrirtækisins í Kína í dag. Apple hefur verið sakað um illa meðferð á starfsfólki sínu í verksmiðjunum og vill Cook vafalaust bæta ímynd Apple í Kína. Viðskipti erlent 29.3.2012 12:22
Bloomberg: Watson er að ganga frá kaupunum á Actavis Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson sé um það bil að ganga frá kaupum á Actavis. Á Bloomberg er rætt um að kaupverðið nemi 4,5 milljörðum evra eða um 760 milljarða króna. Viðskipti erlent 29.3.2012 08:50
Ítalski skatturinn leggur hald á eigur Gaddafi fjölskyldunnar Skattayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á allar eigur Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu og fjölskyldumeðlima hans sem til voru í landinu. Viðskipti erlent 29.3.2012 07:52
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%. Viðskipti erlent 29.3.2012 06:53
Obama mættur á Pinterest Samskiptasíðan Pinterest hefur vakið mikla athygli undanfarið og hefur Bandaríkjaforseti nú skráð sig á síðuna. Viðskipti erlent 28.3.2012 13:14
Apple reiðubúið að endurgreiða áströlskum viðskiptavinum Tæknifyrirtækið Apple er sakað um að hafa blekkt neytendur í Ástralíu með því að lofa fullum stuðningi við 4G farnetsþjónustu landsins á nýjustu iPad spjaldtölvunni. Fyrirtækið hefur boðist til að endurgreiða þeim sem keyptu nýju spjaldtölvuna. Viðskipti erlent 28.3.2012 11:47
Sérfræðingar reikna með lækkandi olíuverði Heimsmarkaðsverð á olíu í framvirkum samningum til fimm ára bendir til þess að hina mikla verðsveifla á olíu undanfarna mánuði heyri brátt sögunni til. Viðskipti erlent 28.3.2012 09:39
Standard & Poor´s gefur Iceland Foods lánshæfiseinkunn Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur gefið móðurfélagi Iceland Foods verslunarkeðjunnar lánshæfiseinkunnina B+. Viðskipti erlent 28.3.2012 07:22
Forstjóri Apple heimsækir Kína Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:57
Fjárfestum bent á að fylgjast með Twitter Samskiptasíðan Twitter getur reynst fjárfestum nytsamleg samkvæmt rannsókn tölvunarfræðinga við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:08
CaixaBank verður stærsti banki Spánar CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana. Viðskipti erlent 27.3.2012 13:04
Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 26.3.2012 19:38
Frægir yfirgefa Twitter eftir illviljuð skilaboð Þekktir einstaklingar eru nú í miklu mæli að yfirgefa samskiptasíðuna Twitter eftir að hafa fengið illviljuð skilaboð á síðunni. Viðskipti erlent 26.3.2012 12:36