Viðskipti erlent

RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi

Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana.

Viðskipti erlent

Eignasafnið hjá ríkustu konu Bandaríkjanna dregst saman

Markaðsvirði eigna ríkustu konu Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins, Christy Walton, hefur nokkuð síðustu daga, eða sem nemur 77,8 milljónum dala, tæplega 9 milljörðum króna. Það sér þó ekki högg á vatni, en heildareignir Walton eru metnar á 18,9 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.300 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Samsung hagnaðist um 585 milljarða á þremur mánuðum

Tæknirisinn Samsung er orðinn stærsti framleiðandi fyrir farsíma, þar með talið snjallsíma. Nokia hefur til þessa verið stærsti framleiðandi farsíma og hefur haldið þeim árangri síðan 1998. Á fyrsta fjórðungi þessa árs tók Samsung fram úr Nokia, en fyrirtækið framleiddi 93 milljónir síma samanborið við 83 milljónir hjá Nokia.

Viðskipti erlent

Draghi: Það verður engin lausafjárþurrð í Evrópu

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Soros: Margvísleg vandamál í Evrópu

George Soros, fjárfestirinn þekkti, segist svartsýnn á stöðu efnahagsmála í Evrópu. Evran henti ekki öllum evruríkjunum sautján, sem grafi undan trúverðugleika alls fjármálakerfis Evrópu. Það gerist hins vegar ekki yfir nótt, heldur sé að gerast hægt og bítandi.

Viðskipti erlent

Efnahagshremmingar Grikkja halda áfram

Ekkert lát er á efnahagshremmingum Grikkja. Nú er ljóst að landsframleiðsla landsins um skreppa saman um yfir 5% í ár sem er nokkuð meir en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Hefur landsframleiðslan þá minnkað fimm ár í röð í Grikklandi.

Viðskipti erlent

Ný höfn í Nuuk fyrir gámaskip og olíuleit

Gerð nýrrar stórskipahafnar fyrir Nuuk, höfuðstað Grænlands, er nú í undirbúningi og er markmiðið að hún verði tilbúin á árinu 2014. Kostnaður við hafnargerðina er áætlaður um 500 milljónir danskra króna, eða sem nemur um 11 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Spænskir bankar sagðir fallvaltir

Spænskir bankar eru sagðir fallvaltir og hugsanlega þarf að koma þeim til bjargar með fjárframlagi frá spænska ríkinu og evrópska seðlabankanum, að því er greint er frá í New York Times í dag.

Viðskipti erlent