Tónlist

Low tekur eitt skref til baka

Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir.

Tónlist

Yoko Ono: Yes, I‘m a Witch - fjórar stjörnur

Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Tónlist

Ný ópera í Skagafirði

Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum.

Tónlist

Pétur og úlfurinn gefinn út

Hafnfirska hljómsveitin Alræði öreiganna heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Pétur og úlfurinn, sem er byggð á hinu þekkta tónverki eftir Sergei Prokofiev. Hljómsveitin setti verkið fyrst upp í eigin rokk-fjúsjón útgáfu á Björtum dögum í Hafnarfirði í fyrra.

Tónlist

Seldist upp í forsölu

Uppselt er í forsölu á útgáfutónleika Gusgus og Petters Winnberg úr Hjálmum sem verða haldnir á Nasa á laugardagskvöld. Þá verður ár liðið síðan Gusgus spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem voru einnig haldnir á Nasa.

Tónlist

KK úr leik með blóðeitrun

KK liggur heima í rúminu eftir að hafa veikst alvarlega. Hann segist óðum vera að jafna sig en býst ekki við því að vera kominn á ról fyrr en eftir viku.

Tónlist

Það er svo stutt út á hafið, sko - Björk í viðtali um Volta

Björk Guðmundsdóttir er á barmi heimsreisu með stóra hljómsveit til að kynna nýtt safn tíu laga sem koma á út hinn 7. maí. Safnið kallar hún Volta. Nú standa yfir æfingar og undirbúningur fyrir heimsferðina og hefur listakonan þegar bókað sig á lykilhátíðir vorsins og sumarsins, vestan hafs og austan. Volta markar einn eitt skref í þroska þessa séríslenska en alþjóðlega listamanns. Páll Baldvin Baldvinsson hitti hana stundarkorn í gær og heyrði hvernig hún er stemmd á þessum áfanga.

Tónlist

Færeysk hátíð í annað sinn

Færeysk tónlistarhátíð verður haldin á Nasa á laugardaginn 31. mars undir nafninu Atlantic Music Event. Undanfarin ár hefur hún verið haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku við góðar undirtektir.

Tónlist

Músíktilraunir fara vel af stað

Músíktilraunir hófust í 25. skiptið síðastliðið mánudagskvöld í Loftkastalanum. Alls taka 48 hljómsveitir þátt í keppninni í ár en í kvöld fer fram fjórða undanúrslitakvöldið og hið seinasta fer síðan fram annað kvöld.

Tónlist

Nick Cave: Grinderman - fjórar stjörnur

Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans.

Tónlist

Offertorium

Sif Tulinius leikur fiðlukonsert eftir tónskáldið Sofiu Gubaidulinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld. Gubaidulina hefur um áratugaskeið verið í fremstu röð kventónskálda í heiminum en Sif leikur konsertinn Offertorium.

Tónlist

Sökuð um svindl í Eurovision

Hljómsveitin Scooch, sem vann undankeppni Eurovision í Bretlandi, hefur verið sökuð um að hafa einungis þóst syngja sigurlagið. Sveitin hafði tvo bakraddasöngvara baksviðs sem enginn sá og vakti það mikla hneykslan meðal annarra keppenda. Á meðal þeirra voru Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, og Brian Harvey, sem var áður í strákasveitinni East 17.

Tónlist

Vaknaðu

Örfáir miðar eru eftir á styrktartónleika gegn átröskun sem fram fara á Nasa 1. apríl. Miðasala hefur farið ótrúlega vel af stað og stefnir allt í að uppselt verði í þessari viku. Björk – Mugison – Lay Low – Pétur Ben - KK – Magga Stína – Wulfgang - Esja koma fram á tónleikunum.

Tónlist

Sólheimabúggí hjá Nælon

Stúlkurnar sem mynda hina vinsælu hljómsveit Nælon komu í heimsókn og sögukynningu að Sólheimum á sunnudaginn 18. mars. Þær létu slæmt ferðaveður ekki stoppa sig og skemmttu íbúum og nágrönnum þeirra með glæsilegum flutningi og fallegum söng í Grænu Könnunni, að sögn Valgeirs F. Backman félagsmálafulltrúa á staðnum.

Tónlist

Þrennra tónleika hylling

Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuðum notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heitir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáldum okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldraður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára.

Tónlist

Nýtt lag frá Mínus

Nýtt lag með rokksveitinni Mínus, Futurist, fer í útvarpsspilun á þriðjudag. Lagið er að finna á væntanlegri plötu Mínus, The Great Northern Whalekill, sem kemur út 16. apríl.

Tónlist

Abbababb! - þrjár stjörnur

Plata Dr. Gunna frá 1997, Abbababb!, er líklegast best heppnaða barnaplata frá því að Eniga Meniga kom út. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir nú leikrit byggt á þessu snilldarverki Dr. Gunna og nú er komin út plata með lögum leikverksins sem inniheldur heil sextán lög.

Tónlist

Björk hefur fengið nóg

Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum.

Tónlist

Ampop á iTunes

Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop.

Tónlist

Berry aftur með REM

Bill Berry, fyrrverandi trommari REM, spilaði með sínum gömlu félögum er þeir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins í New York. Berry, sem hætti í hljómsveitinni árið 1997, spilaði með þeim Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck gömul REM-lög.

Tónlist

Bubbi sleginn úr hringnum

Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrirliggjandi í Meistaranum. Kempan Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður – gjarnan kallaður Bubbi – var sleginn úr keppni af Birni Guðbrandi Jónssyni líffræðingi: 26 gegn 20 stigum Bubba. Ekki að Björn Guðbrandur sé einhver kettlingur þegar spurningar og svör eru annars vegar.

Tónlist

Bítlarnir á netinu

Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra.

Tónlist

Cliff Richards á leiðinni

Nú styttist óðum í tónleika Sir Cliffs Richards í Laugardalshöll 28. mars næstkomandi. „Hann verður hérna í tvo til þrjá daga. Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá honum í tónleikaferðinni,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, tónleikahaldari.

Tónlist

Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur

Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn.

Tónlist

Fjölgun hjá Motion Boys

Viddi, hljómborðsleikari Trabant, Bjössi, trommuleikari Mínus, og Tobbi úr Jeff Who? hafa gengið til liðs við hljómsveitina Motion Boys. Sveitin gaf nýverið út stuttskífu með lögunum Hold Me Closer to Your Heart og Waiting to Happen og hyggur á útgáfu sinnar fyrstu plötu síðar á árinu.

Tónlist

Fimm sveitir hita upp

Hljómsveitirnar Mínus og Changer hita upp á fyrri tónleikum bandarísku þungarokkssveitarinnar Cannibal Corpse á Nasa hinn 30. júní. Forgarður Helvítis, Momentum og Severed Crotch hita upp á síðari tónleikunum, sem verða kvöldið eftir.

Tónlist

Guðfeður diskópönksenunnar

Hljómsveitin !!! sendi frá sér sína þriðju breiðskífu í síðustu viku. Steinþór Helgi Arnsteinsson heyrði í hluta af sveitinni af því tilefni. Hljómsveitin !!! (oftast borið fram chk chk chk en táknar í raun hvaða samhljóða sem er.

Tónlist

Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til Emmy verðlauna í ár fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna.

Tónlist

Alltaf í góðu skapi

Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar.

Tónlist

Fabúla til Kanada

Tónlistarkonan Fabúla er á leiðinni í tónleikaferðalag til Kanada í lok apríl. Hún mun spila á listahátíð í Winnipeg sem henni var boðið á auk þess sem hún ætlar að halda tónleika í Calgary og hugsanlega í Toronto. „Þetta verður mjög spennandi. Ég vona að ég geti farið með alla hljómsveitina með mér, ég veit það bara ekki enn þá,“ segir Fabúla, sem heitir réttu nafni Margrét Kristín Sigurðardóttir. Mun hún dvelja í Kanada í tíu daga.

Tónlist