Tónlist Högni spilar á Íslandi Færeyingurinn Högni Reistrup treður upp ásamt hljómsveit á þrennum tónleikum 1. til 3. mars. Þetta verða fyrstu tónleikar hans hér að landi. Hann fær til liðs við sig færeysku söngkonuna Guðrið Hansdóttur sem hefur verið búsett á Íslandi síðan í haust. Högni Reistrup sendi í byrjun árs frá sér sína þriðju plötu, Samröður við framtíðina, þar sem hann blandar saman poppi, raf- og rokktónlist. Gripurinn hefur fengið góða dóma í færeyskum og dönskum fjölmiðlum. Fyrstu tónleikarnir verða á Græna hattinum í kvöld, þeir næstu á Gauki á Stöng annað kvöld og þeir síðustu á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Tónlist 1.3.2012 10:00 Pólýfónía í nýrri útgáfu Platan Pólýfónía Remixes er komin út. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af níu lögum plötu Apparats Organ Quartet, Pólýfóníu, eftir FM Belfast, Bloodgroup, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Frederik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robotaki. Pólýfónía kom út í lok ársins 2010 á vegum 12 Tóna en tæpu ári síðar kom hún út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Pólýfónía Remixes er fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á netinu, til dæmis á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Tónlist 29.2.2012 18:00 Fjórtán dómarar í Wacken Fjórtán dómarar verða í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á Nasa á laugardaginn. Níu þeirra eru erlendir. Tónlist 29.2.2012 15:00 Hinn dularfulli Gabríel frumsýnir glænýtt myndband Vísir frumsýnir glænýtt myndband með dularfulla tónlistarmanninum Gabríel við lagið Stjörnuhröp. Rapparinn Opee og söngvarinn Valdimar fara á kostum í laginu sem hefur slegið í gegn síðan það var gefið út. Tónlist 29.2.2012 11:15 Blur spilar í Gautaborg Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine. Tónlist 29.2.2012 08:00 Sóley mætir í Vasadiskó Tónlist 25.2.2012 16:54 Þýsk Mercury-sveit til Íslands Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. Tónlist 21.2.2012 07:00 Tónleikar til heiðurs Cash Minningartónleikar um tónlistarmanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið áttræður. Tónlist 18.2.2012 16:30 Lætur ekkert stoppa sig þegar Kiss er annars vegar Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, er með sérstakt rokkherbergi heima hjá sér. Þar fær árátta hans tengd hljómsveitinni Kiss að njóta sín. Tónlist 18.2.2012 12:30 Hæðir og lægðir Houston Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar. Tónlist 14.2.2012 10:45 Mest afslappandi lag allra tíma Hljómsveitin Marconi Union vann með hópi þerapista við að búa til afslappandi lag sem hægir á öndun og starfsemi heilans. Tónlist 11.2.2012 10:00 Black Shore vekur athygli Nýverið sendi tónlistarmaðurinn Úlfur frá sér myndband við lagið Black Shore sem er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kemur út hjá Kimi Records í lok mars. Áður kemur hún út hjá japanska útgáfufélaginu AfterHours. Tónlist 11.2.2012 07:00 Heiðra Gunna Þórðar Hljómsveitin Bítladrengirnir blíðu sem spilar Bítlalögin á barnum Obla-di-obla-da ætlar að heiðra Gunnar Þórðarson á morgun. Lítið hliðarherbergi er á staðnum sem kallað er hvíta herbergið, og þar verður silfurplatti með nafni Gunnars hengt upp. Tónlist 9.2.2012 20:00 Skálmöld í hljóðver föstudaginn þrettánda Björgvin Sigurðsson og félagar í Skálmöld virðast ekki vera hjátrúarfullir því þeir hafa bókað tíma í hljóðveri föstudaginn 13. apríl. Tilefnið er ný plata víkingarokkaranna sem áætlað er að komi út í haust. Tónlist 9.2.2012 16:00 Ekki bara snjall lagasmiður Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Tónlist 9.2.2012 07:30 Áhrifavaldurinn Nina Simone Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifavaldur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don"t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri. Tónlist 9.2.2012 02:30 Guðmundur Péturs á Faktorý Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Faktorý á morgun, fimmtudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónlist 8.2.2012 21:00 Ný plata Sigur Rósar kemur út í vor Hljómsveitin Sigur Rós hefur lokið upptökum á sinni sjöttu hljóðversplötu. Þetta staðfesti hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og bætti hann við að hún ætti að koma út í vor. Tónlist 7.2.2012 08:30 Starfar með Aliciu Keys Tónlistarmaðurinn Justin Vernon, forsprakki Bon Iver, tók nýverið upp nokkur lög með Aliciu Keys. Hann er einnig að undirbúa nýja plötu með hljómsveitinni Volcano Choir og er að vinna með annarri sveit sem kallar sig The Shouting Matches. Tónlist 5.2.2012 13:00 Nota borvél á nýrri plötu Platan Slaves með harðkjarnasveitinni Muck kemur út á þriðjudag. Hún hefur verið fáanleg í sérstakri forsölu á síðunni Gogoyoko að undanförnu. Á plötunni kennir ýmissa grasa. Til að mynda leikur borvél aðalhlutverkið í einu lagi plötunnar þar sem hún er notuð til að bora í heimasmíðaðan gítar yfir stöðugan takt. Tónlist 5.2.2012 11:00 Hlustuðu á Dylan á kvöldin Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Tónlist 4.2.2012 15:00 Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. Tónlist 3.2.2012 11:42 Tónkennsla Bjarkar til Queens Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn. Tónlist 31.1.2012 11:00 Rembingur er fyrirlitlegur Hljómsveitin 200.000 naglbítar, sem Vilhelm Anton Jónsson er oftast kenndur við, hóf árið í hljóðveri við upptökur á sínu fyrsta nýja lagi í langan tíma. Villi naglbítur sagði Kjartani Guðmundssyni frá margþættum ferli, athyglisbresti og illum ostaslaufum Tónlist 28.1.2012 11:00 Spenna hjá aðdáendum ABBA Unnendur sænsku hljómsveitarinnar ABBA bíða nú spenntir eftir deluxútgáfunni af síðustu hljóðversplötu hennar sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi. Tónlist 27.1.2012 07:03 Uppselt á tónleika Leoncie "Ég bjóst alveg við því að það yrðu góðar móttökur því Leoncie á stóran aðdáendahóp hér á landi,“ segir Franz Gunnarsson tónleikahaldari en uppselt er á tónleika Leoncie næstkomandi laugardagskvöld. Tónlist 26.1.2012 15:00 Loksins ný plata frá Cohen Kanadíski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu í átta ár. Hún nefnist Old Ideas og hefur að geyma tíu ný lög. Tónlist 26.1.2012 10:00 Sextugur Valgeir í stuði Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hélt vel heppnaða tónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöld í tilefni sextugsafmælis síns og útgáfu safnplötunnar Spilaðu lag fyrir mig. Tónlist 24.1.2012 14:15 Hjartalæknir með reggíplötu Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. Tónlist 24.1.2012 13:15 Vasadiskó: Arnar Eggert fyrsti gestur ársins Tónlist 21.1.2012 10:07 « ‹ 164 165 166 167 168 169 170 171 172 … 226 ›
Högni spilar á Íslandi Færeyingurinn Högni Reistrup treður upp ásamt hljómsveit á þrennum tónleikum 1. til 3. mars. Þetta verða fyrstu tónleikar hans hér að landi. Hann fær til liðs við sig færeysku söngkonuna Guðrið Hansdóttur sem hefur verið búsett á Íslandi síðan í haust. Högni Reistrup sendi í byrjun árs frá sér sína þriðju plötu, Samröður við framtíðina, þar sem hann blandar saman poppi, raf- og rokktónlist. Gripurinn hefur fengið góða dóma í færeyskum og dönskum fjölmiðlum. Fyrstu tónleikarnir verða á Græna hattinum í kvöld, þeir næstu á Gauki á Stöng annað kvöld og þeir síðustu á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Tónlist 1.3.2012 10:00
Pólýfónía í nýrri útgáfu Platan Pólýfónía Remixes er komin út. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af níu lögum plötu Apparats Organ Quartet, Pólýfóníu, eftir FM Belfast, Bloodgroup, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Frederik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robotaki. Pólýfónía kom út í lok ársins 2010 á vegum 12 Tóna en tæpu ári síðar kom hún út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Pólýfónía Remixes er fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á netinu, til dæmis á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Tónlist 29.2.2012 18:00
Fjórtán dómarar í Wacken Fjórtán dómarar verða í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á Nasa á laugardaginn. Níu þeirra eru erlendir. Tónlist 29.2.2012 15:00
Hinn dularfulli Gabríel frumsýnir glænýtt myndband Vísir frumsýnir glænýtt myndband með dularfulla tónlistarmanninum Gabríel við lagið Stjörnuhröp. Rapparinn Opee og söngvarinn Valdimar fara á kostum í laginu sem hefur slegið í gegn síðan það var gefið út. Tónlist 29.2.2012 11:15
Blur spilar í Gautaborg Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine. Tónlist 29.2.2012 08:00
Þýsk Mercury-sveit til Íslands Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. Tónlist 21.2.2012 07:00
Tónleikar til heiðurs Cash Minningartónleikar um tónlistarmanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið áttræður. Tónlist 18.2.2012 16:30
Lætur ekkert stoppa sig þegar Kiss er annars vegar Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, er með sérstakt rokkherbergi heima hjá sér. Þar fær árátta hans tengd hljómsveitinni Kiss að njóta sín. Tónlist 18.2.2012 12:30
Hæðir og lægðir Houston Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar. Tónlist 14.2.2012 10:45
Mest afslappandi lag allra tíma Hljómsveitin Marconi Union vann með hópi þerapista við að búa til afslappandi lag sem hægir á öndun og starfsemi heilans. Tónlist 11.2.2012 10:00
Black Shore vekur athygli Nýverið sendi tónlistarmaðurinn Úlfur frá sér myndband við lagið Black Shore sem er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kemur út hjá Kimi Records í lok mars. Áður kemur hún út hjá japanska útgáfufélaginu AfterHours. Tónlist 11.2.2012 07:00
Heiðra Gunna Þórðar Hljómsveitin Bítladrengirnir blíðu sem spilar Bítlalögin á barnum Obla-di-obla-da ætlar að heiðra Gunnar Þórðarson á morgun. Lítið hliðarherbergi er á staðnum sem kallað er hvíta herbergið, og þar verður silfurplatti með nafni Gunnars hengt upp. Tónlist 9.2.2012 20:00
Skálmöld í hljóðver föstudaginn þrettánda Björgvin Sigurðsson og félagar í Skálmöld virðast ekki vera hjátrúarfullir því þeir hafa bókað tíma í hljóðveri föstudaginn 13. apríl. Tilefnið er ný plata víkingarokkaranna sem áætlað er að komi út í haust. Tónlist 9.2.2012 16:00
Ekki bara snjall lagasmiður Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell. Tónlist 9.2.2012 07:30
Áhrifavaldurinn Nina Simone Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifavaldur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don"t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri. Tónlist 9.2.2012 02:30
Guðmundur Péturs á Faktorý Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Faktorý á morgun, fimmtudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. Tónlist 8.2.2012 21:00
Ný plata Sigur Rósar kemur út í vor Hljómsveitin Sigur Rós hefur lokið upptökum á sinni sjöttu hljóðversplötu. Þetta staðfesti hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og bætti hann við að hún ætti að koma út í vor. Tónlist 7.2.2012 08:30
Starfar með Aliciu Keys Tónlistarmaðurinn Justin Vernon, forsprakki Bon Iver, tók nýverið upp nokkur lög með Aliciu Keys. Hann er einnig að undirbúa nýja plötu með hljómsveitinni Volcano Choir og er að vinna með annarri sveit sem kallar sig The Shouting Matches. Tónlist 5.2.2012 13:00
Nota borvél á nýrri plötu Platan Slaves með harðkjarnasveitinni Muck kemur út á þriðjudag. Hún hefur verið fáanleg í sérstakri forsölu á síðunni Gogoyoko að undanförnu. Á plötunni kennir ýmissa grasa. Til að mynda leikur borvél aðalhlutverkið í einu lagi plötunnar þar sem hún er notuð til að bora í heimasmíðaðan gítar yfir stöðugan takt. Tónlist 5.2.2012 11:00
Hlustuðu á Dylan á kvöldin Hljómsveitin Blágresi hefur gefið út sína fyrstu plötu. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson samdi alla textana. Blágresi hefur gefið út plötuna Hvað ef himinninn brotnar… sem er samvinnuverkefni hljómsveitarinnar og rithöfundarins Einars Más Guðmundssonar. Tónlist 4.2.2012 15:00
Of monsters and men með nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveitinni Of Monsters and Men kom út í gær. Myndbandið er við lagið "Little Talks" og er aðgengilegt á vefsíðu sveitarinnar. Tveir tenglar eru á myndbandið á síðunni, einn fyrir notendur á Íslandi og annar fyrir notendur sem staddir eru erlendis. Tónlist 3.2.2012 11:42
Tónkennsla Bjarkar til Queens Tónvísindasmiðja Bjarkar Guðmundsdóttur verður sett upp í safninu New York Hall of Scinence í Queens í New York í næsta mánuði. Markmið verkefnisins er að samþætta á nýjan hátt tónlist, vísindi og aðrar námsgreinar fyrir grunnskólabörn. Tónlist 31.1.2012 11:00
Rembingur er fyrirlitlegur Hljómsveitin 200.000 naglbítar, sem Vilhelm Anton Jónsson er oftast kenndur við, hóf árið í hljóðveri við upptökur á sínu fyrsta nýja lagi í langan tíma. Villi naglbítur sagði Kjartani Guðmundssyni frá margþættum ferli, athyglisbresti og illum ostaslaufum Tónlist 28.1.2012 11:00
Spenna hjá aðdáendum ABBA Unnendur sænsku hljómsveitarinnar ABBA bíða nú spenntir eftir deluxútgáfunni af síðustu hljóðversplötu hennar sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi. Tónlist 27.1.2012 07:03
Uppselt á tónleika Leoncie "Ég bjóst alveg við því að það yrðu góðar móttökur því Leoncie á stóran aðdáendahóp hér á landi,“ segir Franz Gunnarsson tónleikahaldari en uppselt er á tónleika Leoncie næstkomandi laugardagskvöld. Tónlist 26.1.2012 15:00
Loksins ný plata frá Cohen Kanadíski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu í átta ár. Hún nefnist Old Ideas og hefur að geyma tíu ný lög. Tónlist 26.1.2012 10:00
Sextugur Valgeir í stuði Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hélt vel heppnaða tónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöld í tilefni sextugsafmælis síns og útgáfu safnplötunnar Spilaðu lag fyrir mig. Tónlist 24.1.2012 14:15
Hjartalæknir með reggíplötu Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. Tónlist 24.1.2012 13:15