Sport

TÍK horfir fram á veginn frá Bessa­stöðum

„TÍK hafa starfað opin­ber­lega sem fé­laga­sam­tök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá for­setanum á Bessa­staði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvu­leikja­sam­fé­lags ís­lenzkra kvenna, á Face­book þegar hún segir frá heim­sókn græn­lenskra grunn­skóla­barna til Höllu Tómas­dóttur, for­seta Ís­lands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðna­dóttir var með í för.

Rafíþróttir

Sonur Zlatans í fyrsta sinn í lands­lið

Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta.

Fótbolti

Nýr at­vinnu­maður í boxi byrjar vel

Emin Kadri Eminsson keppti sinn fyrsta atvinnuhnefaleikabardaga um helgina þar sem hann sigraði Isaías Reyes frá Mexíkó með einróma dómaraúrskurði, 40-36, en bardaginn stóð yfir í fjórar lotur.

Sport

Gáfu skít í yfir­mann sem hreykti sér af þeirra af­rekum

Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans.

Fótbolti

Í beinni þegar til­kynnt var að hann væri rekinn

Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum.

Fótbolti

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti

Fyrir­liðinn Popp leggur lands­liðs­skóna á hilluna

Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag.

Fótbolti