Sport

„Við munum þurfa að finna út úr því vanda­máli á morgun“

Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. 

Fótbolti

„Við vissum að þetta yrði smá hark“

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 

Fótbolti

Ein­kunnir Ís­lands: Inn­koma Ísaks breytti leiknum

Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 

Fótbolti

Frækinn sigur Vals í Kristianstad

Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í sextán liða úrslit EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Íslendingaliði Kristianstad, 24-29, í Svíþjóð í dag. Valskonur unnu einvígið, 56-48 samanlagt.

Handbolti

Sól­ey Margrét heims­meistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum með búnaði í +84 kg flokki. Heimsmeistaramótið fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Sport

Á­rekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Ís­lands

Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í fótbolta í Niksic í kvöld. Aron Guðmundsson, Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru mættir til Svartfjallalands og hituðu upp fyrir leikinn í dag. Upphitun sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi innslagi.

Fótbolti

„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“

Ís­land heimsækir Svart­fjalla­land í mikilvægum leik í Þjóða­deild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ís­land hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugar­dals­velli og segir Age Hareide, lands­liðsþjálfari að stiga­lausir Svart­fellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi ís­lenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úr­slit í dag.

Fótbolti

„Menn verða betri með hverju verk­efninu sýnist mér“

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins.

Fótbolti