Sport

„Þetta er bara byrjunin hjá mér“

Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0.

Sport

Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi.

Enski boltinn

„Valsararnir voru bara betri“

„Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld.

Körfubolti

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram er­lendis

Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Fótbolti

Arnór frá Gumma til Arnórs

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi í Danmörku á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og flytur nú til Þýskalands en mun áfram leika undir stjórn Íslendings.

Handbolti