Skoðun

Sýnum sam­stöðu - stöndum vaktina!

Sigurgeir Finnsson skrifar

Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 

Skoðun

Enginn staður á Gaza er öruggur

Yousef Ingi Tamimi skrifar

Stöðugar loftárásir dynja á íbúum Gaza strandarinnar. Eitt öflugasta herveldi heims heldur enn 2,2 milljón einstaklinga í fangelsi á meðan það lætur sprengjum rigna yfir Gaza ströndina. Enginn staður á Gaza er öruggur segja Læknar án landamæra og hafa árásir Ísraels drepið þúsundir einstaklinga.

Skoðun

Bein­þynning - hvað get ég gert til að fyrir­byggja brot?

Sigríður Björnsdóttir og Ragnar Freyr Ingvarsson skrifa

Á hverju ári verða um 1800-2000 beinþynningarbrot, þar af 300 mjaðmabrot1 Afleiðingarnar eru alvarlegar - skerðing lífsgæða þeirra sem brotna og í alvarlegustu brotunum, mjaðmabrotum, er dánartíðni verulega aukin.

Skoðun

En þori ég, vil ég, get ég?

Jónína Hauksdóttir skrifar

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun

Per­sónu­vernd og skóla­mál

Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa

Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel.

Skoðun

Tími til að skreppa í skimun!

Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifar

Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. 

Skoðun

Fléttur og bleikar slaufur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar

Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti.

Skoðun

Allt stefnir í sögu­legt stór­slys

Snorri Másson skrifar

Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt?

Skoðun

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri

Friðrik Sigurðsson skrifar

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru.

Skoðun

Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra

Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa

ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum.

Skoðun

Að gefa sér niður­stöðuna fyrir­fram

Stefán Pálsson skrifar

Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. 

Skoðun

For­eldrar – á­byrgðin er okkar

Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar

Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar.

Skoðun

Allt annað líf fyrir eldra fólk

Sigurður Gunnsteinsson skrifar

Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan.

Skoðun

Þol­mörkum í ferða­þjónustu víða náð

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta.

Skoðun

Elsku strákar

Hertha Richardt Úlfarsdóttir skrifar

Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Skoðun

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun

Sjúk­dómurinn sem er ekki bíll

Lára G. Sigurðardóttir,Erna Gunnþórsdóttir,Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir,Andri Þórarinsson,Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa

Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins.

Skoðun

Kveikjum ljósin

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Upp á síðkastið hafa ágreiningsefnin í umræðu um stefnumótun í sjávarútvegi orðið æ skýrari. Það sem ekki síst virðist skilja á milli þeirra sem leggjast gegn umbótum á kerfinu í þágu almennings og hinna sem vilja taka af metnaði á því sem gera má betur eru sjónarmið um gagnsæi. Mín skoðun er skýr og ég hef lýst henni oft. Hagsmunir almennings eiga að vera í forgrunni þegar kemur að sjávarútvegi og þess vegna þurfum við að auka þar birtustigið.

Skoðun

Hannað hér – en sigrar heiminn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar

Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta.

Skoðun

Skólarnir

Stefán Andri Gunnarsson skrifar

Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum.

Skoðun

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar

Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.

Skoðun

The Cost of Inconsistency

Aldo Marchiano Kaligis og Guðbjörg Lára Másdóttir skrifa

The unfolding tragedy in Gaza is undeniably heart-wrenching. Our hearts go out to the Palestinians who have lost their lives during Israel's recent invasion.

Skoðun

Hvernig gervi­greind gæti eyði­lagt ís­lenska skóla

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti.

Skoðun

Framtíðin er núna!

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun

Hættið stríðinu strax

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp.

Skoðun