Lífið

Eins og þruma úr heið­skíru lofti

Dag einn í nóvember árið 2020 fékk Gunnar Theodór Gunnarsson skilaboð á facebook frá ókunnugri konu í Noregi. Umrædd kona var að leita að afkomendum ákveðins íslensks manns, nánar tiltekið föður Gunnars. Þegar líða tók á samtalið kom í ljós að Gunnar hafði í 53 ár átt systur úti í heimi án þess að vita nokkuð um það.

Lífið

Slátur­gerð, Sherry og súkku­laði á Hellu

Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki.

Lífið

Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu

Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. 

Lífið

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið

Sig­mundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Mið­flokksins

„Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“

Lífið

„Hrátt há­þróað krass, langt leitt krot“

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu.

Menning

„Ég var heppinn. En ekki hann“

Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram.

Lífið

„Það er önnur hver gella með í vörunum“

„Ég held að þetta sé orðið svo algengt í dag. Ólíkegasta fólk er að fara í svona. Ég held líka að Íslendingar séu áberandi mikil hjarðdýr. Ef einhver fær sér þá fá sér allir, því við erum svo fá,“ segir 26 ára gömul íslensk kona sem fer reglulega í varafyllingar og bótox.

Lífið

„Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“

Brynhildur Þorbjarnardóttir og Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir eiga einstaka vináttu og hafa báðar brennandi áhuga á víni. Eftir sameiginlega lífsreynslu áttuðu þær sig á því að það var óumflýjanlegt fyrir þær að verða vinkonur og ákváðu þær í kjölfarið að stofna fyrirtæki saman sem sérhæfir sig í vínkynningum. Blaðamaður ræddi við þetta tvíeyki og fékk að heyra nánar frá.

Lífið

Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi

Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju.

Lífið

Hvernig náum við fram okkar bestu and­lits­dráttum?

„Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best.

Tíska og hönnun

Skrúfaði titrarann í sundur til að forða ná­grönnum frá ó­næði

„Ég var búin að vera með hann í sambandi í tvo sólarhringa og ákvað að prófa að hlaða hann með hleðslutæki af boom-boxi, þá fór allt í gang. Það reyndist hins vegar ekki góð hugmynd því strax fóru hlutirnir úr böndunum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir um örlagarík endalok partýstjóra heimilisins í samtali við Vísi. Partýstjórinn er stærðarinnar titrari sem var kominn til ára sinna. 

Lífið

Ný vetrarlína Moomin væntan­leg í tak­mörkuðu upp­lagi

Skíðastökk er heiti vetrarlínu Moomin Arabia árið 2024. Línan sýnir Múmínsnáða á harðastökki á skíðum og inniheldur krús og skál auk fleiri fallegra muna t.d. sængurföt og handklæði í stíl. Línan verður aðeins fáanleg í takmörkuðu upplagi á Íslandi frá föstudeginum 11. október 2024.

Lífið samstarf

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Tónlist

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið

Bjóða lands­mönnum nauð­beygð til messu

Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti.

Menning