Lífið

Knúsa reglulega bangsa úr fatnaði látins föður

Kona sem missti eiginmann sinn úr krabbameini á sér þá ósk heitasta að fá fólk í lið með sér að sauma persónulega bangsa handa börnum sem hafa misst foreldri sitt. Bangsi sem var saumaður úr fatnaði eiginmanns hennar er knúsaður reglulega á heimilinu.

Lífið

Dælan hefur göngu sína

Þátturinn Dælan hefur gengu sína á Gametíví í kvöld. Um er að ræða þátt sem er að stærstum hluta stjórnað af þeim sem sjáum um útvarpsþáttinn Grjótið á FM957.

Leikjavísir

Ariana Katrín nýr verk­efna­stjóri miðlunar

Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.

Menning

„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“

Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi.

Menning

Mur­doch kominn með nýja upp á arminn

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Lífið

Upp­hæð ráðu­neytisins dugi ekki

Íslenska óperan segir að sú upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að komi til stofnunarinnar fyrir rekstur í ár og á næsta ári muni ekkki duga til að halda stofnuninni starfandi. Íslenska óperan muni óhjákvæmilega leggjast af löngu áður en eitthvað annað geti tekið við.

Menning

Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga.

Tíska og hönnun

Fljúgandi furðuhlutur í Grímsnesi

Einkennilegt myndband náðist með dyrabjöllumyndavél í sumarbústað í Grímsnesi. Eigandinn segist hafa rætt við ýmsa fræðimenn sem botna ekkert í fljúgandi furðuhlut sem sést á myndbandinu.

Lífið

Miðbæjarperla Jarlsins til sölu

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914.

Lífið