Íslenski boltinn

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Ör­lög HK ráðast í Laugar­dal

Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn

„Ég trúi þessu ekki enn­þá“

Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.

Íslenski boltinn

„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“

Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum.

Íslenski boltinn

„Gæti verið minn síðasti leikur á laugar­daginn“

„Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum.

Íslenski boltinn

Fót­­boltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkur­kýr fé­lagsins“

Eftir tuttugu og eins árs feril í em­bætti formanns knatt­spyrnu­deildar Vals hefur Börkur Ed­vards­son á­kveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnar­setu á komandi haust­fundi fé­lagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fót­boltanum hjá Val í fram­tíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fót­boltinn sé mjólkur­kýr félagsins.

Íslenski boltinn

Árni tekur við Fylki af Rúnari

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

Íslenski boltinn