Innherji

Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt

Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt.

Umræðan

Íslensk félög fá meira vægi í vísitölum FTSE

Íslensk fyrirtæki verða fleiri og fá meira vægi í vísitölum FTSE Russell en áður var búist við. Forstjóri Kauphallar Íslands segir að aukið vægi í vísitölunum geti þýtt meira innflæði af erlendu fjármagni inn á hlutabréfamarkaðinn.

Innherji

Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða

HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna.

Innherji

Talað í kross í peningastefnunefnd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.

Klinkið

Fjárfestar selt úr sjóðum fyrir um tólf milljarða eftir stríðsátökin í Úkraínu

Fjárfestar héldu áfram að selja sig út úr íslenskum verðbréfasjóðum í júlí þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir hafi rétt verulega úr kútnum í liðnum mánuði. Stöðugt útflæði hefur verið úr hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar en samanlagt nemur það yfir tólf milljörðum króna frá þeim tíma.

Innherji

Hluthafar stundum „fullfljótir að taka eigið fé út úr félögum,“ segir forstjóri Brims

Forstjóri og langsamlega stærsti eigandi Brims segist ekki vera fylgjandi því að nýta sterka fjárhagsstöðu sjávarútvegsrisans með því að ráðast í sérstakar aðgerðir til að greiða út umfram eigið fé félagsins til hluthafa. Skuldahlutfall Brims hefur sjaldan eða aldrei verið lægra en nú og handbært fé fyrirtækisins var um 20 milljarðar króna um mitt þetta ár.

Innherji

Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn

Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.

Innherji

Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“

Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá.

Innherji

„Svört verð­bólgu­spá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 

Innherji

Kaldalón boðar frekari vöxt og eigendur Byko bætast í hluthafahópinn

Fjárfestingareignir Kaldalóns jukust um 61 prósent á fyrri árshelmingi og hagnaður fasteignafélagsins, sá mesti frá upphafi, nam rúmlega 1.420 milljónum sem samsvarar 33 prósenta arðsemi á ársgrundvelli. Með samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Hafnargarðs ehf., sem á fasteign að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík sem er 12.300 fermetrar að stærð, mun fasteignafélag í eigu Norvik bætast í eigendahóp Kaldalóns og verða annar stærsti hluthafinn.

Innherji

Sex líf­eyris­sjóðir hafa sett mark­mið um vægi grænna fjár­festinga

Minnst sex af þeim þrettán lífeyrissjóðum sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegu samtökunum Climate Investment Coalition (CIC) hafa sett markmið um að grænar fjárfestingar verði ákveðið hlutfall af eignum árið 2030. Haldi sú þróun áfram gætu grænar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða orðið töluvert meiri en áður var gert ráð fyrir.

Innherji

Hætti sem stjórnarformaður Kerecis að kröfu nýja danska fjárfestisins

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, gegnir ekki lengur stjórnarformennsku í hinu ört vaxandi íslenska fyrirtæki í kjölfar aðalfundar þess í liðnum mánuði en þar var fulltrúi Kirkbi, fjárfestingafélag LEGO-fjölskyldunnar, kjörinn nýr í stjórnina eftir að danska félagið keypti rúmlega sex prósenta hlut í Kerecis fyrir jafnvirði um 5,5 milljarða króna.

Klinkið

Skörp vaxtahækkun liggur í loftinu

Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta eða meira á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort Seðlabankinn vilji eiga inni vaxtahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður eða senda skýr skilaboð áður en viðræðurnar hefjast.

Innherji

Stór­felldri til­færslu hjá LV og Gildi verður „án efa vísað til dóm­stóla“

Bjarni Guðmundsson, sjálfstætt starfandi tryggingastærðfræðingur sem veitir fjölda lífeyrissjóða ráðgjöf, segir að ákvarðanir Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) og Gildis lífeyrissjóðs um að breyta áunnum réttindum mismikið eftir aldurshópum feli sannarlega í sér „stórfelldan tilflutning verðmæta“ frá ungu kynslóðinni til hinnar eldri. Framkvæmdastjórar sjóðanna hafa vísað þessari túlkun á bug.

Innherji

Ríkis­vöru­merkið skilar hagnaði eftir miklar niður­færslur og tap­rekstur

Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Icelandic Trademark Holding (ITH), sem er í eigu íslenska ríkisins og heldur utan um vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood. Eftir að ljóst varð að langtímaáætlanir félagsins myndu ekki ganga eftir, sem leiddi til verulegra lækkana á verðmati vörumerkjanna, var rekstrarkostnaður félagsins skorinn niður um 100 milljónir og miklu tapi snúið í hagnað. Þetta má lesa úr ársreikningi ITH.

Innherji

Svona gera menn ekki

Launþegum er að lögum skylt að verja stórum hluta tekna sinna til öflunar lífeyrisréttinda. Um þau réttindi verður að ríkja traust, og tryggt verður að vera að þeim verði ekki breytt afturvirkt með geðþóttaákvörðunum frá því sem sjóðfélögum var kynnt er iðgjald var greitt.

Umræðan

Raf­mynta­sjóður Visku hefur hækkað um rúm 24 prósent frá stofnun

Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hefur hækkað um rúmlega 24 prósent frá því að gengið var frá 500 milljóna króna fjármögnun sjóðsins í byrjun júlí. Þetta kemur fram í fréttabréfi Visku Digital Assets, rekstrarfélagi sjóðsins, sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji