Innherji

„Við þurfum að­eins að vakna,“ segir fjár­mála­ráð­herra sem styður Seðla­bankann

Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna.

Innherji

Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta

Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu.

Innherji

Hag­vöxt­ur yrði sá minnst­i síð­an 2002 gang­­i kröf­­ur verk­­a­­lýðs­­for­­kólf­­a eft­­ir

Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins. 

Innherji

Gjald­eyr­is­forð­inn verð­ur ekki nýtt­ur til að styðj­a við Ten­er­ife-ferð­ir lands­mann­a

Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. 

Innherji

Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta.

Innherji

Ís­land ekki undan­skilið hugsan­­legum skorti á dísil­olíu á komandi ári

Íslensku olíufélögin munu næstu vikur semja um olíukaup næsta árs við erlenda birgja. Ef óvænt aukning verður í eftirspurn olíu hér á landi, til dæmis með auknum loðnukvóta eða stærra ferðamannasumri en spár gera ráð fyrir, er allsendis óöruggt að hægt verði að tryggja meira magn af eldsneyti til landsins en pantað var fyrir árið.

Innherji

Að­stoð­ar­rit­stjór­i Eur­om­on­ey gagn­rýn­ir skýrsl­u um sölu á Ís­lands­bank­a

Aðstoðarritstjóri Euromoney gagnrýnir nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir að verðið í útboðinu hafi verið sanngjarnt einkum í ljósi krefjandi markaðsaðstæðna. Það hefði haft dýrkeyptar afleiðingar fyrir innlenda hlutabréfamarkaðinn að selja á hærra gengi miðað við eftirspurnina. Að sama skapi hafi umræða um tiltekið Excelskjal verið á villigötum.

Innherji

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan

Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga

Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 

Innherji

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni

Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað

Umræðan

Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta

Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld.

Innherji

Hvernig Kína nær yfirráðum

Ekki má vanmeta hversu veigamikil ásókn Kína í áhrif á sviði alþjóðaviðskipta er. Þó svo að Kína sé ekki að ráðast inn í önnur lönd (ennþá), er metnaður landsins í uppbyggingu viðskiptatengsla um allan heim mikill, sem á endanum styður pólitísk áhrif. Sláandi er að horfa upp á hversu ólíkri leið Bandaríkin og Kína eru á um þessar mundir.

Umræðan

Áform ráðherra leið­i til þess að frum­kvöðl­ar stofn­i fyr­ir­tæk­i er­lend­is

Margir af máttarstólpum nýsköpunargeirans telja að ef lagafrumvarp um innleiðingu á rýni á erlendum fjárfestingum vegna þjóðaröryggis verði að lögum í óbreyttri mynd muni íslenskir frumkvöðlar í auknum mæli kjósa að stofna fyrirtæki erlendis um starfsemina til að komast hjá íþyngjandi áhrifum þess. Frumkvöðlar og fjárfestar í nýsköpun telja að frumvarpið muni hafa „verulega íþyngjandi áhrif á íslensk nýsköpunarfyrirtæki“ og dragi úr möguleikum þess að verða sér úti um alþjóðlegt fjármagn en lítið sé um sérhæfða fjárfesta sökum smæðar landsins.

Innherji

Inn­lán líf­eyr­is­sjóð­a minnk­a ört eftir miklar fjárfestingar erlendis

Innlán lífeyrissjóða hafa dregist hratt saman á einu ári eða um 26 prósent. Sérfræðingar segja að hluti skýringarinnar felist í að lífeyrissjóðir hafi fjárfest í erlendum hlutabréfum fyrir um 150 milljarða. Eðlilegt sé að innlán dragist saman í ljósi þess að vænt ávöxtun annarra eignaflokka sé hærri. Vísbendingar séu um að botninum sé náð og að kauptækifæri hafi skapast til dæmis á hlutabréfamarkaði.

Innherji

Lífeyrissjóðir fá Arctica Finance sem fjármálaráðgjafa

Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance verður sérstakur fjárhagslegur ráðgjafi helstu lífeyrissjóðanna sem hafa nú flestir hverjir myndað með sér sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Í þeim hópi er hins vegar ekki Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins.

Innherji

365 sel­ur helm­ingshlut í Norr11 sem hef­ur „vax­ið hratt“

365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11.

Innherji

Kvika annast skráningu Arctic Adventures á næsta ári

Arctic Adventures hefur ráðið Kviku banka sem aðalráðgjafa sinn vegna skráningar félagsins á hlutabréfamarkað. Skráning er fyrirhuguð á síðari hluta næsta árs. Þetta staðfestir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures í samtali við Innherja.

Innherji