Innherji
Verðum í „varnarbaráttu“ meðan við erum að ná niður verðbólgunni
Engin „sársaukalaus leið“ er í boði til að vinna bug á verðbólgunni, sem útlit er fyrir að verði meiri á næstunni en áður var spáð, og á meðan því stendur þarf fólk að horfast í augu við þá staðreynd að framundan er „varnarbarátta,“ að sögn seðlabankastjóra. Þrátt fyrir að vöxturinn í hagkerfinu sé búinn að vera „heilbrigður“ að hans mati, sem endurspeglast í lítilli skuldsetningu einkageirans, þá sé núna nauðsynlegt að reyna að hemja hann með því að gera fjármagnskostnað fyrir heimili og fyrirtæki dýrari.
Kísilverið á Bakka fór „verulega undir núllið“ í lok síðasta árs
Kísilverið á Bakka var rekið með verulegu tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs vegna lítillar eftirspurnar eftir kísilmálmi og aukinnar alþjóðlegrar samkeppni. Þýska móðurfélagið bindur vonir við að minnkandi útflutningur frá Kína muni styðja við verð kísilmálms á komandi mánuðum.
Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki
Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega.
Hækkar vexti um eina prósentu og útlit fyrir meiri verðbólgu en áður var spáð
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti bankans um eina prósentu – úr 6,5 prósentum í 7,5 prósent – samhliða auknum verðbólguþrýstingi og segir að við þessar aðstæður sé „mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags.“ Vaxtahækkunin, sem er sú tólfta í röð, var heldur meiri en flestir greinendur og markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um.
Fjárfestar auka stöðutöku sína með krónunni um tugi milljarða
Eftir að gengi krónunnar hafði veikst stöðugt á seinni árshelmingi 2022 eru merki um að væntingar fyrirtækja og fjárfesta hafi breyst að nýju sem endurspeglast í aukinni framvirkri gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna með krónunni í byrjun þessa árs. Það kann að hafa átt sinn þátt í því krónan hefur rétt úr kútnum að undanförnu og þá voru gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í liðnum mánuði með minnsta móti um langt skeið.
Við þessar aðstæður myndast oft mikil kauptækifæri
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að fara í þveröfuga átt samanborið við alþjóðamarkaði. Erlendir fjárfestar hafa leitað í örugg rekstrarfélög. Þess vegna hafa fasteignafélög í nágrannalöndum okkar hækkað á meðan innlendir fjárfestar hafa selt þau „eins og enginn sé morgundagurinn.“ Við þessar aðstæður myndast oft mikil tækifæri, segir hlutabréfagreinandi.
Stjórnvöld láti aðra líða fyrir eigin mistök í orkumálum
Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands gagnrýna frumvarpsdrög sem heimila stjórnvöldum að mismuna notendum þegar kemur að skömmtun raforku. Benda hagsmunasamtökin á að stjórnvöld beri sjálf ábyrgð á því að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í orkumálum, frumvarpsdrögin hafi verið unnin í flýti og engu skeytt um umsagnir.
„Loftslagsbankinn“ horfir til frekara samstarfs við Landsnet
Fulltrúar Evrópska fjárfestingabankans funduðu á dögunum með íslenskum aðilum í því skyni að skoða lánveitingar til þeirra. Bankinn hefur lánað samanlagt 1,2 milljarða evra til verkefna hérlendis, einkum á sviði orkumála en einnig uppbyggingu fjarskiptainnviða og vega.
Stærstu hluthafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað
Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins.
Neikvæðir raunvextir á innlánum „geta ekki gengið til lengdar“
Ef raunvextir á innlánum heimila og fyrirtækja í bönkunum eru að stórum hluta neikvæðir um langt skeið er hætta á að það muni að lokum draga mjög úr sparnaði og þá um leið skrúfa fyrir aðgengi að lánsfé í hagkerfinu, að sögn seðlabankastjóra.
Fjárfestahópur í Sýn nálgast yfirtökuskyldu
Fjárfestahópurinn sem tryggði sér meirihluta stjórnarsæta í Sýn er kominn með samtals 29 prósenta hlut í fjarskipta- og fjölmiðlunarfyrirtækinu. Eignarhluturinn nálgast því 30 prósenta mörkin sem virkja yfirtökuskyldu samkvæmt lögum ef fjárfestarnir ákveða, eða eru taldir, eiga með sér samstarf.
Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta
Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu.
Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði
Tækifæri Kviku til vaxtar liggja nú fyrst og fremst á lánamarkaði. Þótt engin sameining hafi verið á síðasta ári stækkaði efnahagsreikningur Kviku um 23 prósent. Eftir hraðan vöxt undanfarin ár er ekki ólíklegt að það dragi úr vexti félagsins. Kvika er nú stór á fjárfestingarbankamarkaði og fá tækifæri þar, segir í hlutabréfagreiningu.
Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust
Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun.
Seðlabankastjóri: Lánshæfismat Íslands „lægra en við eigum skilið“
Seðlabankastjóri segist vera þeirrar skoðunar að lánshæfismat íslenska ríkisins sé „lægra en við eigum skilið“ en þar spilar meðal annars í að alþjóðlegu matsfyrirtækin virðast hafa vantrú á ferðaþjónustunni. Ef áætlanir fyrirtækja í hugverkaiðnaði um stórauknar útflutningstekjur á komandi árum ganga eftir þá mun það hins vegar hafa veruleg áhrif fyrir allt íslenska hagkerfið.
Evruútgáfa Landsbankans mátti ekki tæpara standa vegna óróa á mörkuðum
Útgáfa Landsbankans á sértryggðum bréfum í evrum fyrir jafnvirði 45 milljarða króna undir lok síðustu viku var „mjög jákvæð,“ að sögn seðlabankastjóra, sem segir að ef skuldabréfaútgáfan hefði ekki heppnast á þeim tíma hefði getað reynst afar erfitt að klára hana vegna óvissu á erlendum fjármálamörkuðum. Seðlabankinn gerir ekki athugasemdir við áform bankanna um arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum við þessar aðstæður og það sé jafnvel ákjósanlegt út frá markmiði peningastefnunnar.
Seðlabankinn vill meiri áherslu á atvinnuhúsnæði
Lítið framboð og hátt verð einkenna markaðinn með atvinnuhúsnæði samkvæmt greiningu Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Að mati nefndarinnar yrði jákvætt ef lækkandi íbúðaverð skapaði aukinn hvata til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis.
Stjórnendur Arion segja „hamlandi starfsumhverfi“ kalla á meiri vaxtamun
Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion.
Bankarnir verði að auka markaðsfjármögnun og binda innlán
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur að íslensku bankarnir verði að auka markaðsfjármögnun, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og huga að bindingu innlána til að treysta lausafjárstöðuna.
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu
Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“
Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði
Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum
Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics.
Stefnir LV vegna aldursbundinna skerðinga
Sjóðfélagi hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur stefnt sjóðnum vegna breytinga á samþykktum sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli aldurshópa. Í stefnunni er þess krafist að breytingin verði dæmd ógild og að viðurkennt verði með dómi að lífeyrissjóðnum hafi verið óheimilt að lækka lífeyrisréttindi með þessum hætti.
Ungir fjárfestar orðnir um þriðjungur af markaðnum
Hluthöfum í fyrirtækjum í Kauphöllinni sem eru í aldurshópnum 20 til 39 ára hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Hlutabréfaverð hækkaði talsvert á tímabilinu samhliða auknum áhuga yngri fjárfesta en heildarfjöldi hluthafa í skráðum félögum jókst samtals um meira en fimmtíu þúsund.
Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi
Gjaldþrot bankans Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum hefur leitt til verðlækkana á hlutabréfamörkuðum um allan heim og breytt spám um stýrivaxtahækkanir. Hérlendis hafa verið umtalsverðar lækkanir á hlutabréfum og krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf lækkaði vegna væntinga um að Seðlabankinn hækki stýrivexti minna en áður var talið.
Verðmetur Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði
Jakobsson Capital verðmetur fasteignafélagið Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði. Erlend fasteignafélög hafa hækkað nokkuð það sem af er ári. „Íslensku fasteignafélögin hafa hins vegar fátt annað gert en að lækka í verði það sem af er ári,“ segir í verðmati. „Verðtryggt greiðsluflæði og stöðugleiki ætti að heilla fjárfesta öllum stundum en sérstaklega nú á tímum verðbólgu og óvissu.“
Hætta á nærri 40 milljarða króna framúrkeyrslu kostnaðar
Ákveðnir kostnaðaliðir hjá ríkinu, einkum vaxtagjöld og lífeyrisskuldbindingar, gætu farið nærri 40 milljörðum fram úr þeim áætlunum sem lágu að baki síðasta fjárlagafrumvarpi fyrir þetta ár. Á móti þessu geta svo komið fjárlagaliðir sem eru undir fjárheimildum, auk þess sem til staðar er almennur varasjóður á fjárlögum hvers árs sem ætlaður er til að koma til móts við óvænt útgjöld
Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haftengdra fjárfestinga
Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi.
Staðfesti umdeildar breytingar þrátt fyrir andmæli FME
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fordæmalausar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða, sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli kynslóða, þrátt fyrir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði gefið neikvæða umsögn og ráðlagt ráðuneytinu að synja sjóðunum staðfestingu. Að mati eftirlitsins er ekki lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag.
Hærri endurgreiðslur komu í veg fyrir að Controlant dró saman seglin
Á fyrstu mánuðum Covid-19 heimsfaraldursins þegar umsvif í hagkerfinu voru stopp var til skoðunar á meðal stjórnenda Controlant hvað yrði að setja marga starfsmenn á hlutabótaleið. Þá tilkynnti ríkistjórn að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar yrðu auknar. Við það gat Controlant bætt í, „sem betur“. Örfáum mánuðum seinna hreppti fyrirtækið samning við Pzifer.