Handbolti

Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar

Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Handbolti

„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“

„Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum.

Handbolti

Donni inn fyrir Ómar Inga

Kristján Örn Kristjánsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM síðar í þessum mánuði.

Handbolti

Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. 

Handbolti

Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik.

Handbolti

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

Handbolti