Handbolti

Rúnar og Viggó slegnir niður á jörðina

Leipzig laut í lægra haldi í fyrsta skipti eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu þegar liðið fékk Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans hjá Bergischer í heimsókn í þýsku efstu deildinni í handbolta karla í kvöld.

Handbolti

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Íslendingarnir tveir í Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu mjög flotta frammistöðu í dag þegar Magdeburg lagði Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Leikurinn endaði 31-28 og var Ómar Ingi markahæstur.

Handbolti

Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG

Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli.

Handbolti

Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag

Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag.

Handbolti

„Leikmennirnir hafa snúið þessu við"

Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu.

Handbolti

„Mér líður alls ekki vel“

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Handbolti

Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest.

Handbolti

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

Handbolti