Golf

Web.com draumur Ólafs úti

Ólafur Björn Loftsson hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur hafnaði í 47. sæti

Birgir Leifur lék lokahringinn á 73 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals 286 höggum eða sex höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur fékk tvo skramba og hrundi niður listann

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik árið 2013, náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi en hann þurfi átta fleiri högg til að klára annan hringinn í dag. Tveir skrambar fóru illa með Íslandsmeistarann á seinni níu og Birgir Leifur hrundi niður listann eftir að hafa verið í toppbaráttunni eftir fyrstu 18 holurnar.

Golf

Birgir Leifur í toppbaráttunni í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari.

Golf

Hjátrú í hófi

Rúnar og Signý Arnórsbörn fögnuðu sigri á Eimskipamótaröðinni sem lauk í rigningu og roki á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Foreldrar þeirra stóðu vaktina á hliðarlínunni enda glerharðir stuðningsmenn. Signý vann þriðja árið í röð en sigur Rúnars var sá fyrsti.

Golf

Hafði betur gegn Tiger og Rose

Ástralinn Adam Scott vann sigur á Barclays-mótinu í New Jersey í gærkvöldi eftir mikla samkeppni frá köppum á borð við Tiger Woods og Justin Rose.

Golf

Tiger fjórum höggum frá sjötta sigrinum

Tiger Woods er fjórum höggum á eftir á Matt Kuchar og Gary Woodland sem eru efstir fyrir lokahringinn á Liberty National mótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem er fyrsta mótið í FedEx Cup úrslitakeppninni.

Golf

Segja dómarann hafa átt að grípa strax inn í

"Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt."

Golf

Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí

Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru.

Golf

Keilir og GKG mætast bæði í úrslitaleik karla og kvenna

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar eiga lið í bæði úrslitaleik karla og kvenna í Sveitakeppninni í golfi en það var ljóst eftir undanúrslitaleikina í dag. Karlalið Keils er á heimavelli á Hvaleyrarvellinum en úrslitaleikirnir fara fram á morgun.

Golf

Undanúrslitin klár í Sveitakeppninni í golfi

Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina en keppt er í sjö deildum í karla- og kvennaflokkum á hinum ýmsu golfvöllum á landinu. Nú er riðlakeppnin búin og ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitunum.

Golf