Gagnrýni

Húmor og gleði

Austur-evrópsk þjóðlagatónlist krydduð með íslenskum húmor. Á heildina litið er Russian Bride ágætis plata en næst ættu meðlimir að leggja meiri áherslu á frumsamið efni.

Gagnrýni

Fischer gegn Fischer

Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út.

Gagnrýni

Myndræn og melódísk

Gilsbakki er flott plata og enn ein sönnun þess að íslensk raftónlist er við góða heilsu. Tónlistaráhugamenn, sem hafa ekki enn gefið þessari tónlistartegund gaum, ættu að tékka á Gilsbakka.

Gagnrýni

Pikkfastir í fortíðinni

Tvöfaldur stuðpakki frá bestu starfandi sixtís hljómsveit landsins. Frumsömdu lögin þeirra eru mörg ágæt og ábreiðurnar eru fínn kaupauki. Vax er samt hljómsveit sem er pikkföst í fortíðinni.

Gagnrýni

Léttleikandi þjóðlagapopp

Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan.

Gagnrýni

Gæðagripur

Edgar Smári syngur eins og engill á fínni plötu. Ég þekkti ekki mjög mikið til hans áður en ég fékk þessa plötu í hendur og það verður að segjast að hún kom mér verulega á óvart.

Gagnrýni

Sérviska sérans á Ströndum

Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Ég mæli með þessu.

Gagnrýni

Hengirúm í jólagjöf

Svartur hundur prestsins er beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Handbragð leikstjórans er vel sýnilegt. Góð sýning.

Gagnrýni

!!!

Þrátt fyrir að tónlistarlífið á Íslandi sé afar blómlegt gefast fá tækifæri til að heyra erlendar sinfóníuhljómsveitir spila á tónleikum hérlendis. Satt best að segja man ég bara eftir tveimur tilvikum á undanförnum tuttugu eða þrjátíu árum! En með tilkomu Hörpu mun það vonandi oftar gerast. Sinfóníuhljómsveit Íslands er vissulega góð hljómsveit en hún þarfnast samanburðar við það besta sem gerist erlendis. Og við tónleikagestir þurfum líka á samanburðinum að halda. Bara svo að maður átti sig á hvað er raunverulega gott og hvað ekki.

Gagnrýni

Geggjun og dásamleg meðvirkni

Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik.

Gagnrýni

Pönk gegn Alþingi

Virkilega flott mynd um furðulegt mál. Listrænn metnaður bætir fyrir örfáa vankanta í flæðinu. Það var þó dapurlegt að sjá hversu fáir voru á sýningunni. Fyrir utan undirritaðan voru fjórir í salnum. Það var kannski fyrirsjáanlegt, enda þægilegra að gera eitthvað annað.

Gagnrýni

Minna er meira

Frábær fyrsta plata Sóleyjar í fullri lengd. Melódísk og grípandi lög og einfaldar en hugmyndaríkar útsetningar einkenna hana.

Gagnrýni

Zombíljóðin

Ósmekkleg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Allir þeir sem að þessari sýningu komu geta betur, miklu miklu betur.

Gagnrýni

Oft glæsilegt

Þeir eru margir píanókonsertarnir sem gera miklar kröfur til einleikarans. En Everestfjallið í píanóheiminum er líklega þriðji konsertinn eftir Rakmaninoff. Hann er svínslega erfiður. Ofurhraðar, flóknar nótnarunur eru óteljandi; heljarstökkin eftir hljómborðinu eins og áhættuatriði í geimtrylli.

Gagnrýni

Maður er manns gaman

Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með aðalhlutverkin í Á annan veg og samleikur þeirra er óaðfinnanlegur. Þorsteini Bachmann bregður fyrir annað slagið og bannsettur senuþjófurinn sem hann er fær mann til að vilja sjá miklu meira af honum. Hafsteinn leikstjóri heldur vel utan um söguna og leyfir senunum að dragast vel á langinn, og hentar það myndinni fullkomlega. Þetta er óvenju þroskuð kvikmynd frá nýliðanum Hafsteini, krydduð hæfilegum skammti af húmor og depurð.

Gagnrýni

Mynd sem veitir von

Bandarísk bíóhúsakeðja hengdi nýlega upp aðvörunarskilti í kvikmyndahúsum sínum vegna myndarinnar The Tree of Life. Á skiltinu eru bíógestir upplýstir um það að myndin sé óhefðbundin að uppbyggingu, og fólk er hvatt til þess að sjá myndina með opnum hug.

Gagnrýni

Hamfarasálmar

Svik, harmur og dauði er stórkostleg plata á svo margan hátt að það er erfitt að útskýra það. Ég ætla samt að reyna. Fyrir utan að vera stórskemmtileg í þungarokklegu tilliti er svo margt við plötuna sem kemur spánskt fyrir sjónir að ég get eiginlega ekki beðið eftir að koma því í orð.

Gagnrýni

Manchester og Hafnarfjörður

Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka.

Gagnrýni

Prumpandi einhyrningar eru töff

Red Faction: Armageddon er nýjasta útspilið í hinni áratuga gömlu Red Faction-seríu. Sögusviðið er plánetan Mars árið 2170 þar sem mannkynið býr í iðrum plánetunnar vegna mengaðs andrúmslofts. Til þess að skemma sem minnst söguþráð leiksins, sem er alveg sæmilegur, skal bara látið nægja að segja að aðalhetjan er göbbuð til að sleppa lausri plágu sem hefur legið í dvala og þá fer bókstaflega allt til fjandans. Það er svo í verkahring hetjunnar að redda málunum.

Gagnrýni

Trítilóð Lísa

Söguna um Lísu í Undralandi ættu flestir að þekkja en sagan sem sögð er í Alice: Madness Returns er útgáfa af þessari vinsælu sögu sem vekur nánast ónot hjá manni.

Gagnrýni

Brjóst, blóð og barbarismi

Conan er fyndin mynd og fjörug, ef maður fer heim í hléi. Lokauppgjörið er óspennandi langavitleysa og afhjúpar handritið endanlega sem þá hrákasmíð sem það er.

Gagnrýni

Frábær lagasmiður sem á nóg inni

Á heildina litið er Winter Sun frábær plata. Snorri er ennþá að vaxa sem lagasmiður og útsetningar, söngur og annar flutningur styrkja lögin á plötunni enn frekar. Ein af bestu plötum ársins til þessa.

Gagnrýni

Prýðileg með poppinu

Vestrinn Cowboys and Aliens gjörsigrar vísindaskáldsöguna Cowboys and Aliens. Hræran fer þó ágætlega niður með poppinu.

Gagnrýni

Skemmtilegur textahöfundur

Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum.

Gagnrýni

Þægileg og grípandi lög

Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir.

Gagnrýni