Innlent

Festist í póst­kassa

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst heldur óvenjulegt útkall í gærkvöldi. Þá hafði íbúi í miðbæ Reykjavíkur ætlað að spara sér að sækja lykla að póstkassa en orðið fyrir því óláni að festa hendurnar í póstkassanum.

Innlent

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Innlent

Í­búar á Ís­landi tals­vert færri en áður var talið

Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 

Innlent

Segist treysta sér til að lifa á laununum sem SA býður breiðfylkingunni

Ríkissáttasemjari hyggst ekki boða breiðfylkingu stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins til fundar innan tveggja vikna nema hann finni fyrir vilja hjá þeim til að ræða málin. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA síðdegis í gær. Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að gera það að skilyrði í kjarasamningum að Seðlabanki Íslands lækki hjá sér stýrivexti.

Innlent

Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn

Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. 

Innlent

Víðir kominn í veikinda­leyfi

Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna er kominn í veikindaleyfi. Þar til hann kemur aftur mun restin af Almannavarnateyminu skipta verkefnum hans á milli sín. 

Innlent

„Þetta verður erfið vika“

Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nóg er af rafmagni á Suðurnesjum að sögn forstjóra HS Veitna og geta stofnanir og fyrirtæki haldið áfram starfsemi sinni og bætt rafmagnsofnum við sig. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna á sjötta tímanum. Leggja á nýja heitavatnslögn frá Svartsengi og eru framkvæmdir þegar hafnar.

Innlent

Eld­gosinu lokið

Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Við förum yfir stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Staðan á kerfunum þokka­lega góð

Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga.

Innlent

Ekki hægt að segja til um hve­nær heita vatnið kemur á

Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið.

Innlent

Börn vopnuð exi og hníf

Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus.

Innlent

„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“

Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða.

Innlent

„Galgopaleg orð­ræða“ leiði sjaldnast til fram­kvæmdar

Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“

Innlent