Innlent Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Innlent 15.1.2024 11:07 Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15.1.2024 11:07 Þyrlan flaug yfir Grindavík Vísir var í beinni útsendingu frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir gosstöðvarnar norðan við Grindavík í morgun. Innlent 15.1.2024 11:04 Dæmdur fyrir að taka samfanga hálstaki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Innlent 15.1.2024 10:59 32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Innlent 15.1.2024 10:10 660 skjálftar frá miðnætti Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík. Innlent 15.1.2024 10:09 Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 09:56 Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. Innlent 15.1.2024 09:00 Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. Innlent 15.1.2024 08:24 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. Innlent 15.1.2024 08:01 Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15.1.2024 07:16 Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37 Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17 Hraunflæði innan bæjarmarkanna fjarar út „Okkur sýnist syðri sprungan, sem er innan bæjarmarkanna, alveg vera að gefa upp öndina,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Innlent 15.1.2024 03:07 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. Innlent 15.1.2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 01:09 Þrívíddarlíkan sýnir gosstöðvarnar Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Sundhnúksgíga. Innlent 14.1.2024 23:18 Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. Innlent 14.1.2024 21:23 Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Innlent 14.1.2024 20:36 Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Innlent 14.1.2024 20:26 Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað“ Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. Innlent 14.1.2024 20:13 Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. Innlent 14.1.2024 19:48 Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Innlent 14.1.2024 19:34 Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. Innlent 14.1.2024 18:31 3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í dag við Bárðarbungu. Hann varð 4,8 kílómetrum suðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:23. Innlent 14.1.2024 17:33 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum. Innlent 14.1.2024 17:30 Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Innlent 14.1.2024 17:09 Segir farið að draga úr gosvirkni Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir merki benda til þess að farið sé að draga úr gosvirkni. Einhver merki um þenslu séu enn mælanleg en að hægt hafi verulega á því og skjálftavirkni minnkað. Innlent 14.1.2024 16:39 Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. Innlent 14.1.2024 15:59 Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Innlent 14.1.2024 15:57 « ‹ 303 304 305 306 307 308 309 310 311 … 334 ›
Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Innlent 15.1.2024 11:07
Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15.1.2024 11:07
Þyrlan flaug yfir Grindavík Vísir var í beinni útsendingu frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug yfir gosstöðvarnar norðan við Grindavík í morgun. Innlent 15.1.2024 11:04
Dæmdur fyrir að taka samfanga hálstaki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Innlent 15.1.2024 10:59
32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Innlent 15.1.2024 10:10
660 skjálftar frá miðnætti Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík. Innlent 15.1.2024 10:09
Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 09:56
Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. Innlent 15.1.2024 09:00
Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. Innlent 15.1.2024 08:24
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. Innlent 15.1.2024 08:01
Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15.1.2024 07:16
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37
Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17
Hraunflæði innan bæjarmarkanna fjarar út „Okkur sýnist syðri sprungan, sem er innan bæjarmarkanna, alveg vera að gefa upp öndina,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Innlent 15.1.2024 03:07
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. Innlent 15.1.2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. Innlent 15.1.2024 01:09
Þrívíddarlíkan sýnir gosstöðvarnar Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Sundhnúksgíga. Innlent 14.1.2024 23:18
Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. Innlent 14.1.2024 21:23
Forsetinn boðar samstöðu og enga uppgjöf Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp. Innlent 14.1.2024 20:36
Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Innlent 14.1.2024 20:26
Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað“ Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. Innlent 14.1.2024 20:13
Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. Innlent 14.1.2024 19:48
Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Innlent 14.1.2024 19:34
Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. Innlent 14.1.2024 18:31
3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í dag við Bárðarbungu. Hann varð 4,8 kílómetrum suðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:23. Innlent 14.1.2024 17:33
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum. Innlent 14.1.2024 17:30
Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni útsendingu Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum. Innlent 14.1.2024 17:09
Segir farið að draga úr gosvirkni Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir merki benda til þess að farið sé að draga úr gosvirkni. Einhver merki um þenslu séu enn mælanleg en að hægt hafi verulega á því og skjálftavirkni minnkað. Innlent 14.1.2024 16:39
Sorglegt, sláandi og hræðilegt Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. Innlent 14.1.2024 15:59
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Innlent 14.1.2024 15:57