Innlent

Genginn úr meiri­hluta­sam­starfi vegna meints trúnaðarbrests

Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Innlent

Engir ytri á­verkar sem skýra andlátin

Engir ytri áverkar voru á líkum sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í síðustu viku. Dánarorsök er ekki ljós og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir, en ekkert bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. 

Innlent

Baðaði sig í Reynisfjöru

Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí.

Innlent

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rann­sóknar- og nýtingarrétt í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Innlent

Appel­sínu­gular og gular við­varanir enn í gildi

Veðrið sem gengið hefur yfir landið er enn að setja strik í reikninginn hjá mörgum en gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, á Norðurlandi eystra, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Enn á síðan að bæta í vindinn og síðdegis verða komnar appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum um tíma og á Norðurlandi vestra þar sem spáin gerir ráð fyrir hvassviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu. Á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa og Breiðafirði taka gul­ar viðvar­an­ir gildi síðdegis til klukkan þrjú í nótt.

Innlent

Vænir stang­veiði­menn um dýra­níð og utan­vega­akstur

Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð.

Innlent

Meiri­hlutinn í Suðurnesjabæ klofinn

Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa.

Innlent

Mikil­væg mál föst vegna „störukeppni“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið.

Innlent

Sinubruni í Gufu­nesi

Verið er að ráða niðurlögum smávægilegs sinubruna sem geysaði rétt fyrir neðan Hamrahverfið í Gufunesi fyrr í kvöld.

Innlent

Stefnu­breyting í fjár­mögnun borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans.

Innlent

Frið­jón svarar Steinunni fullum hálsi

Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon.

Innlent

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent

Hætta rann­sókn bana­slyssins í Ós­hlíð

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973.  Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti.

Innlent

Vill skýringar á seinum svörum Orkustofnunar

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Orkustofnun ábendingar og óskað eftir upplýsingum vegna málshraða og afgreiðslutíma hjá stofnuninni. Er þetta tilkomið vegna kvörtunar sem tók Orkustofnun meira en tvö ár að afgreiða.

Innlent

Ó­sætti í Suðurnesjabæ vegna stað­setningar gervigrasvallar

Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði.

Innlent

Mætti manni, veitti honum eftir­för og réðst svo á hann

Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað.

Innlent

Fimm­tán milljarða króna lán­taka borgarinnar sam­þykkt

Síðdegis kom borgarstjórn saman á aukafundi til þess að ræða lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra. Það gerir fimmtán milljarða króna. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar.

Innlent