Innlent

Slæleg vinnu­brögð á­lagi og tíma­pressu að kenna

Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal.

Innlent

Fundu sau­tján poka af ó­nýtum kanna­bis­plöntum og úr­gangi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 26. júní síðastliðinn leifar af kannabisræktun við Krýsuvíkurveg nálægt Bláfjallavegi. Þar fundust sautján svartir ruslapokar fullir af mold, áburði, úrgangi og ónýtum kannabisplöntum. Efnunum hefur verið fargað og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar.

Innlent

Full­trúar sér­hags­muna létu for­manninn einan um orðið

Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 

Innlent

Fólk geti verið með fleiri en einn kyn­sjúk­dóm

Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamýdíu. Sóttvarnalæknir segir áríðandi að fólk fari í skoðun og noti viðunandi varnir. Afleiðingar ógreindra sjúkdóma geti verið alvarlegar. 

Innlent

Skjálfanda­fljót verði ekki virkjað á næstunni

Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.

Innlent

Lauginni lokað eftir að lögn fór í sundur

Vatnslögn fór í sundur á Álftanesi í Garðabæ í dag með þeim afleiðingum að kalt vatn fór af hverfinu um klukkan ellefu. Gert er ráð fyrir að ekkert kalt vatn renni þar fram eftir degi. Leikskólum og sundlaug hverfisins hefur verið lokað.

Innlent

Gremja vegna golf­bíla á meistara­móti

Oddur Steinarsson læknir er sérdeilis hlessa á mótstjórn GKG sem vill skriflegt vottorð frá manni sem telur sig þurfa að vera á golfbíl í komandi meistaramóti. Úlfar Jónsson segir að svona sé íþróttin – gæta verði jafnræðis með kylfingum. Þá eru læknar hugsi yfir sífelldri vottorðaskriffinsku.

Innlent

Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóró­veiru síðasta sumar

Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar.  Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. 

Innlent

Engin gögn bendi til tengsla við Hamas

Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra.

Innlent

Mikil fjölgun í greiningum á sára­sótt og lekanda

Mikil aukning hefur orðið á greiningum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar hérlendis og ekkert dregið úr tíðni klamydíu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ársskýrslu sóttvarnalæknis fyrir árið 2023. Þar segir að ráðast þurfi í frekari greiningu á hugsanlegum orsökum aukningar lekanda og sárasóttar til að efla forvarnir á markvissan hátt. Sýkingarnar geti haft alvarlegar langtíma afleiðingar.

Innlent

Hlaut of þunga refsingu fyrir mis­tök

Endurupptökudómur hefur fyrirskipað að mál Sigurðar Kristins Árnasonar verði tekið upp að nýju að kröfu Ríkissaksóknara. Sigurður Kristinn var í desember síðastliðnum dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar. Þar af voru fimm mánuðir óskilorðsbundnir, sem er bannað.

Innlent

Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi í­búa

Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.

Innlent

„Í mínum huga al­veg úti­lokað“

„Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. 

Innlent

Jarð­göng undir Miklu­braut fýsi­legri kostur

Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.

Innlent

Ó­hjá­kvæmi­legt fyrir stjórn­völd að grípa inn í

Íslenska ríkið verður af gríðarlegum fjármunum á hverju ári sem lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi segir formaður starfshóps dómsmálaráðuneytisins. Óhjákvæmilegt sé fyrir stjórnvöld að grípa inn í. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir einu og hálfu ári.

Innlent

Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og ör­yrkjum er­lendis

Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum.

Innlent

Segja Ás­geir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu

Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann.

Innlent