Erlent Musk segir fregnirnar af milljónunum 45 ósannar Elon Musk, einn ríkasti maður heims, hefur neitað fregnum þess efnis að hann hyggist gefa 45 milljónir dala mánaðarlega til forsetaframboðs Donald Trump. Erlent 24.7.2024 13:21 Heimshitamet slegið tvisvar á jafnmörgum dögum Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Erlent 24.7.2024 12:19 Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Erlent 24.7.2024 11:40 Átján fórust í flugslysi í Nepal Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi. Erlent 24.7.2024 10:33 Kókaín finnst í lifrum og vöðvum hákarla í Brasilíu Þrettán hákarlar af tegundinni Rhizoprionodon sem voru veiddir undan ströndum Rio de Janeiro í Brasilíu á tímabilinu september 2021 til ágúst 2023 reyndust allir hafa innbyrt kókaín. Erlent 24.7.2024 08:58 Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. Erlent 24.7.2024 08:00 Skákar Trump í skoðanakönnun Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka. Erlent 24.7.2024 07:53 Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23 Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Erlent 24.7.2024 06:58 Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Erlent 24.7.2024 06:37 Microsoft kennir Evrópureglum um kerfisbilunina Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar. Erlent 23.7.2024 18:09 Ávarpar þjóðina á morgun Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19. Erlent 23.7.2024 16:04 Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. Erlent 23.7.2024 15:14 Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23.7.2024 13:45 Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn á næstu fimm árum til að bregðast við öldrun þjóðarinnar og létta á þrýstingi á eftirlaunakerfið. Erlent 23.7.2024 12:25 Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Erlent 23.7.2024 11:27 Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Erlent 23.7.2024 09:23 Tvær aurskriður urðu minnst 157 að bana Tvær aurskriður sem féllu í gærmorgun og á sunnudagskvöld á Gofa-svæðinu í suðurhluta Eþíópíu urðu minnst 157 að bana. Erlent 23.7.2024 08:41 Segja neyðarástand ríkja vegna aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum Lögregluyfirvöld á Englandi og í Wales segja neyðarástand ríkja þegar kemur að ofbeldi gegn konum og stúlkum. Tvær milljónir kvenna verða fyrir ofbeldi af hálfu karla á ári hverju í Englandi og Wales, samkvæmt samtökum lögreglustjóra. Erlent 23.7.2024 07:55 Réðst inn á hjúkrunarheimili móður sinnar og drap sex Karlmaður var handtekinn í bænum Daruvar í norðausturhluta Króatíu í gær eftir að hafa farið inn á hjúkrunarheimili og skotið minnst sex til bana, þar á meðal móður sína. Erlent 23.7.2024 07:45 Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna. Erlent 23.7.2024 06:53 Trump hafi „misst kúlið“ í kjölfar ákvörðunar Bidens Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump. Erlent 22.7.2024 21:46 Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. Erlent 22.7.2024 18:46 Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Erlent 22.7.2024 14:25 Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Erlent 22.7.2024 12:09 Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. Erlent 22.7.2024 11:14 „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. Erlent 22.7.2024 09:09 Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. Erlent 22.7.2024 08:55 Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Erlent 22.7.2024 08:16 Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. Erlent 22.7.2024 07:58 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 334 ›
Musk segir fregnirnar af milljónunum 45 ósannar Elon Musk, einn ríkasti maður heims, hefur neitað fregnum þess efnis að hann hyggist gefa 45 milljónir dala mánaðarlega til forsetaframboðs Donald Trump. Erlent 24.7.2024 13:21
Heimshitamet slegið tvisvar á jafnmörgum dögum Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Erlent 24.7.2024 12:19
Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Erlent 24.7.2024 11:40
Átján fórust í flugslysi í Nepal Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi. Erlent 24.7.2024 10:33
Kókaín finnst í lifrum og vöðvum hákarla í Brasilíu Þrettán hákarlar af tegundinni Rhizoprionodon sem voru veiddir undan ströndum Rio de Janeiro í Brasilíu á tímabilinu september 2021 til ágúst 2023 reyndust allir hafa innbyrt kókaín. Erlent 24.7.2024 08:58
Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. Erlent 24.7.2024 08:00
Skákar Trump í skoðanakönnun Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka. Erlent 24.7.2024 07:53
Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23
Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Erlent 24.7.2024 06:58
Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Erlent 24.7.2024 06:37
Microsoft kennir Evrópureglum um kerfisbilunina Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar. Erlent 23.7.2024 18:09
Ávarpar þjóðina á morgun Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19. Erlent 23.7.2024 16:04
Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. Erlent 23.7.2024 15:14
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23.7.2024 13:45
Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn á næstu fimm árum til að bregðast við öldrun þjóðarinnar og létta á þrýstingi á eftirlaunakerfið. Erlent 23.7.2024 12:25
Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Erlent 23.7.2024 11:27
Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Erlent 23.7.2024 09:23
Tvær aurskriður urðu minnst 157 að bana Tvær aurskriður sem féllu í gærmorgun og á sunnudagskvöld á Gofa-svæðinu í suðurhluta Eþíópíu urðu minnst 157 að bana. Erlent 23.7.2024 08:41
Segja neyðarástand ríkja vegna aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum Lögregluyfirvöld á Englandi og í Wales segja neyðarástand ríkja þegar kemur að ofbeldi gegn konum og stúlkum. Tvær milljónir kvenna verða fyrir ofbeldi af hálfu karla á ári hverju í Englandi og Wales, samkvæmt samtökum lögreglustjóra. Erlent 23.7.2024 07:55
Réðst inn á hjúkrunarheimili móður sinnar og drap sex Karlmaður var handtekinn í bænum Daruvar í norðausturhluta Króatíu í gær eftir að hafa farið inn á hjúkrunarheimili og skotið minnst sex til bana, þar á meðal móður sína. Erlent 23.7.2024 07:45
Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna. Erlent 23.7.2024 06:53
Trump hafi „misst kúlið“ í kjölfar ákvörðunar Bidens Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump. Erlent 22.7.2024 21:46
Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“ Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana. Erlent 22.7.2024 18:46
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Erlent 22.7.2024 14:25
Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Erlent 22.7.2024 12:09
Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. Erlent 22.7.2024 11:14
„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. Erlent 22.7.2024 09:09
Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. Erlent 22.7.2024 08:55
Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Erlent 22.7.2024 08:16
Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. Erlent 22.7.2024 07:58