Fótbolti

Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upp­­hafi undir­búnings Ís­lands

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son hefur verið með lands­liðinu í undir­búningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undan­keppni EM, úti­leiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping.

Fótbolti

Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

Fótbolti

Natasha kom inn af bekknum og tryggði Brann sigur

Landsliðskonan Natasha Anasi reyndist hetja Brann er liðið heimsótti St. Polten í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmark gestanna í 1-2 sigri.

Fótbolti

Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöful­gang og Åge vill

Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ís­land mætir Slóvakíu á fimmtu­daginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síð­kastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.

Fótbolti

Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til

Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð.

Fótbolti