Fótbolti

„Ó­skiljan­legt að setja Er­lend í þetta verk­efni"

Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 

Fótbolti

„Gæti verið minn síðasti leikur á laugar­daginn“

„Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum.

Íslenski boltinn

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Fót­­boltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkur­kýr fé­lagsins“

Eftir tuttugu og eins árs feril í em­bætti formanns knatt­spyrnu­deildar Vals hefur Börkur Ed­vards­son á­kveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnar­setu á komandi haust­fundi fé­lagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fót­boltanum hjá Val í fram­tíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fót­boltinn sé mjólkur­kýr félagsins.

Íslenski boltinn