Formúla 1

Meistarinn Vettel nýtur þess að keppa í fjarlægum löndum

Sebastian Vettel vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins Red Bull og liðsfélagi hans Mark Webber vill komast á verðlaunapall í næsta móti, sem verður í Malasíu um aðra helgi. Viku seinna keppa kapparnir í Sjanghæ í Kína, en Red Bull liðið flytur samtals 40 tonn af búnaði á hvorn mótsstað fyrir sig.

Formúla 1

Viðsjárvert veður tækifæri til að skáka þeim fremstu

John Booth, yfirmaður Marussia Virgin liðsins sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 í fyrra segir að lið sitt hafi byrjað þetta keppnistímabil betur, en liðið byrjaði í fyrra. Fyrsta mót ársins var í Ástralíu um síðustu helgi. Formúlu 1 lið ferðast mikið á næstunni, því keppt verður í Malasíu um aðra helgi og Kína helgina þar á eftir.

Formúla 1

Button: Erfiðasta mótið í Malasíu

Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009.

Formúla 1

Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó

Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina.

Formúla 1

Alonso: Engin afhroð í Ástralíu hjá Ferrari

Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik.

Formúla 1

Sauber áfrýjar ekki úrskurði dómara í Ástralíu

Sauber Formúlu 1 liðið var dæmt brotlegt gagnvart tæknireglum FIA í fyrsta móti ársins á sunnudaginn. Dómarar sögðu liðið með ólöglega afturvængi á bílum Kamui Kobayashi og Sergio Perez. Sauber liðið ætlar ekki að áfrýja málinu til FIA, samkvæmt tilkynningu þar um í dag

Formúla 1

Lewis Hamilton í kvikmynd frá Disney

Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006.

Formúla 1

Sauber liðið ætlar að áfrýja refsingu dómara til FIA

James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni.

Formúla 1

Vettel hóf titilvörnina með sigri

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum.

Formúla 1

Vettel stakk af á lokæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var langt á undan keppinautum sínum á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Melbourne í Ástralíu í nótt. Hann varð 0.8 sekúndum á undan Mark Webber á Red Bull, sem er á heimavelli.

Formúla 1

Button og Hamilton á toppnum á McLaren í Melbourne

McLaren ökumennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton voru fljótastir á seinni æfingu Formúlu 1 liða í nótt, á götubrautinni í Melbourne í Ástralíu. Á fyrri æfingurnni var Mark Webber á Red Bull fljótastur á undan félaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull.

Formúla 1

Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið

Nýliðinn Pastor Maldonado frá Venúsúela hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Brasilíumanninum Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni.

Formúla 1

Button afskrifar ekki þriðja sigurinn í röð í Ástralíu

Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag.

Formúla 1