Fastir pennar

Um vélar og vélamenn

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Ítarlegar fréttaskýringar í síðustu viku um afmarkaða þætti í einkavæðingu orkugeirans á Íslandi vekja fleiri spurningar en svör. Það var hárrétt hjá Hannesi Smárasyni í FL-grúppunni að greina vandamál GGE og REI svo að samrunasamningurinn stæðist þar til annað kæmi í ljós, vandi borgarstjórnar væri hik, stjórnunar- og stjórnsýsluvandi.

Fastir pennar

Góðar fréttir og vondar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað mikið hér á landi á fyrri helmingi þessa árs miðað við fyrri helming síðasta árs. Fjölgun tilkynninga nemur 32 prósentum en fjölgun barna sem tilkynnt er um nemur 15 prósentum. Tilkynningar um nálægt helming þessara barna leiða til þess að viðkomandi barnaverndarnefndir kanna mál þeirra frekar. Fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára nú er ekki einsdæmi því sú þróun hefur verið stöðug undanfarin ár.

Fastir pennar

Vín í búðir!

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutningsmenn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum. Voði sé á ferð. Ég spyr: Ætlið þið þá ekki að banna bjórinn aftur?

Fastir pennar

Ólíðandi yfirgangur

Jón Kaldal skrifar

Það er eitthvað mjög öfugsnúið við að íbúar í einu húsi, eða jafnvel einni íbúð, komist upp með að halda næsta nágrenni sínu í heljargreipum svo mánuðum skiptir.

Fastir pennar

Fangelsi og skógrækt

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fangelsismálastofnun hefur með opinberri yfirlýsingu vísað á bug nýlegum röksemdum fangavarða á Litla-Hrauni fyrir því að uppbygging ríkisfangelsis eigi að vera á þeim stað. Embættismenn stofnunarinnar segja að samkvæmt faglegum rökum verði aðalfangelsi landsins að vera í Reykjavík.

Fastir pennar

Skrifaðu flugvöll

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Margir þekkja söguna af þingmanninum ónefnda sem fyrir einar kosningarnar fór heim í hérað að ræða við kjósendur sína.

Fastir pennar

Börn og dagheimili

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Ef börn undir þriggja ára aldri eru látin vera á dagheimilum alla virka daga getur það haft áhrif á geðheilsu þeirra þegar fram líða stundir. Þau gætu orðið árásargjörn, þunglynd og átt erfitt með að mynda tilfinningatengsl.

Fastir pennar

Lukkunnar pamfílar

Jón Kaldal skrifar

Hvernig skyldi standa á því að matvöruverð er töluvert lægra í Færeyjum en á Íslandi? Umfang færeyska matvörumarkaðarins er aðeins lítið brot af þeim íslenska og samkeppni milli matvöruverslana umtalsvert minni.

Fastir pennar

Sátt um evruna

Björgvin Guðmundsson skrifar

Útvegsmenn segjast hafa tapað milljörðum á háu gengi krónunnar. Kaupþingsfólk ætlar að færa bókhald sitt og skrá hlutabréf í evrum. Starfsfólk Marel mun eiga kost á því fljótlega að fá hluta af launum greidd í evrum. Allar þessar fréttir vekja upp spurningar um stöðu íslensku krónunnar.

Fastir pennar

Heimild um okkur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Um daginn las ég minningar Eufemiu Waage „Lifað og leikið“ sem Hersteinn Pálsson skráði. Eufemia var hluti af einni helstu leiklistarfjölskyldu Íslendinga og bókin er ómetanleg heimild um fyrstu ár leiklistar í landinu, bæjarbrag í gömlu Reykjavík og líf fólks af betra standi.

Fastir pennar

Heillaskref

Auðunn Arnórsson skrifar

Tveggja ára stormasamri valdatíð íhaldsflokksins Laga og réttar í Póllandi, sem tvíburabræðurnir Jaroslaw og Lech Kaczynski fara fyrir, lýkur þann 5. nóvember, en þá hefur forsætisráðherrann Jaroslaw Kaczynski boðað að ríkisstjórn hans muni biðjast lausnar.

Fastir pennar

Þögnin rofin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild.

Fastir pennar

Óháður útrásarpottur Illuga

Jón Kaldal skrifar

Illugi Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir prúðmennsku og hófsaman málflutning eftir að hann steig út úr skugga Davíðs Oddssonar, sem hann var til aðstoðar um árabil. Prúðmennskan var hins vegar víðs fjarri í svargrein Illuga í gær við leiðara Fréttablaðsins frá því deginum þar á undan.

Fastir pennar

Konur á útivelli

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Baráttudagar fyrir jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi verða aldrei of margir, að minnsta kosti ekki þar til fullu jafnrétti kynjanna er náð. Hér á landi eigum við, auk alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars, tvo séríslenska baráttudaga, 19. júní, daginn sem íslenskar konur fagna kosningarétti sínum, og dag Sameinuðu þjóðanna, 24. október.

Fastir pennar

Sannfæring stundum?

Jón Kaldal skrifar

Fyrir okkur leikmennina er dálítið ruglingslegt að fylgjast með pólitískri umræðu þessa dagana. Stjórnmálamennirnir skamma hver annan ýmist fyrir að snúa baki við hugsjónum sínum eða að standa með þeim. Tökum til dæmis Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Fastir pennar

Framhaldssagan

Einar Már Jónsson skrifar

Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.

Fastir pennar

Tímamót

Þorsteinn Pálsson skrifar

Upphaf kirkjuþings þjóðkirkjunnar varpar ágætu ljósi á tvenns konar tímamót í þróun hennar. Önnur lúta að stjórnskipulegri stöðu kirkjunnar. Hin varða aðlögun gagnvart almennum viðhorfum í nútímanum um stöðu samkynhneigðra.

Fastir pennar

Stjórnarkonur

Björgvin Guðmundsson skrifar

Í Fréttablaðinu í gær var frétt um kynjahlutföll í stjórnum og ráðum á vegum Alþýðusambands Íslands. Þar kom fram að samkvæmt nýrri samantekt ASÍ væru karlar rúm 73 prósent stjórnarmanna í lífeyrissjóðum en konur tæp 27 prósent. Af sextíu stjórnarmönnum lífeyrissjóða væru níu konur fulltrúar stéttarfélaga og sjö konur tilnefndar af Samtökum atvinnulífsins.

Fastir pennar

Áfengið og aðgengið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Voru Evróvisjónkosningar í laugardagsþætti Sjónvarpsins um daginn skilaboð úr þjóðardjúpinu vegna frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar um afnám á einkasölu á áfengi? Það er aldrei að vita. Þetta er djúp þjóð.

Fastir pennar

Óblíður veruleiki ungs fólks

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ljóst er að aðgerða er þörf. Úrbætur í húsnæðismálum eru í raun forsenda þess að Ísland geti talist velferðarríki. Sá veruleiki sem blasir við ungu fólki sem ekki á sér bakhjarl er ekki bjartur. Því reynist erfitt að koma sér upp eigin húsnæði vegna skorts á eigin fé en um leið á það litla möguleika á að koma sér upp sjóði meðan það er á leigumarkaði vegna þess hversu há húsaleiga er.

Fastir pennar

Láglaunabasl í skólum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir nokkrum árum birti bandaríska vikuritið NewsWeek frásögn af tveim unglingsstelpum í Grindavík. Þær ætluðu að ganga menntaveginn og koma sér burt úr plássinu og báru því við, að þar væri ekki nógu mikið við að vera, allra sízt strákarnir, því að þeir gætu ekki fest hugann við neitt nema fisk.

Fastir pennar

Á vegasalti

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum.

Fastir pennar

Tafl þeirra hluta

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

En við sitjum uppi með þá. Og við þurfum að læra á þá – nota löngun þeirra til að skapa eitthvað með auði sínum og þrá þeirra eftir að fá að tilheyra á ný samfélagi okkar. Helsta hlutverk stjórnmálamannanna á okkar dögum er að læra á þessa auðmenn, læra að nota þá – læra að vinna með þeim að því að beina afli peninganna í farsælan farveg; tefla taflið til að efla aflið.

Fastir pennar