Enski boltinn

Nagels­mann boðið að taka við Totten­ham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum var Julian Nagelsmann, fyrrverandi þjálfara Bayern München, boðið að taka við Tottenham Hotspur eftir afhroðið gegn Newcastle United um liðna helgi. Nagelsmann afþakkaði boðið en virðist vera tilbúinn að ræða betur við félagið í sumar.

Enski boltinn

„Vorum stað­ráðnir í að vinna þennan leik“

Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

Enski boltinn

Toppliðið bjargaði stigi gegn botnliðinu

Arsenal og Southampton, topp- og botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Minnstu mátti muna að botnliðið tæki stigin þrjú, en staðan var 1-3 þegar örfáar mínútur voru til leiksloka.

Enski boltinn

Hollywood-liðið getur bundið enda á fimmtán ára út­legð á morgun

Velska knatt­spyrnu­fé­lagið Wrex­ham, sem spilar í ensku utan­deildinni, er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á nýjan leik í ensku deildar­keppninni. Yfir­standandi tíma­bil Wrex­ham hefur verið líkt við hand­rit að Hollywood kvik­mynd og er það vel við hæfi þar sem eig­endur fé­lagsins eru Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey.

Enski boltinn

Stjóri Jóhanns Bergs á blaði hjá Chelsea

Vincent Kompany, knatt­spyrnu­stjóri ís­lenska lands­liðs­mannsins Jóhanns Bergs Guð­munds­sonar hjá enska B-deildar liðinu Burnl­ey er einn þeirra sem er á blaði hjá for­ráða­mönnum Chelsea er kemur að ráðningu á nýjum knatt­spyrnu­stjóra fé­lagsins.

Enski boltinn

Ras­h­ford fór með til Anda­lúsíu

Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford.

Enski boltinn

„Besti leikur okkar á tímabilinu“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið hans hafa spilað besta leik sinn á leiktíðinni er það vann Leeds United með sannfærandi hætti, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

Enski boltinn

Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa

Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála.

Enski boltinn