Enski boltinn

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Enski boltinn

Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt

Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM

Enski boltinn

United íhugar að reka Ronaldo

Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan.

Enski boltinn

Segir að eig­endunum sé sama um fé­lagið

Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United.

Enski boltinn

Reiðir og sárir út í Ronaldo

Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í.

Enski boltinn

Arteta: Bjóst enginn við þessu

Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni.

Enski boltinn

Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.

Enski boltinn