Bíó og sjónvarp Hannibal Rising - ein stjarna Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Bíó og sjónvarp 26.2.2007 08:45 Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Bíó og sjónvarp 25.2.2007 08:30 Þrívíddarbíó á Íslandi Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er rá'ðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 14:23 Angelina Jolie kynþokkafyllst Angelina Jolie var kosin kynþokkafyllsta persóna allra tíma í netkönnun sem spannaði 100 mestu kynbombur sögunnar. Fast á hæla hennar var Elvis Presley, þá Brad Pitt en Marilyn Monroe og Beyonce Knowles voru í fjórða og fimmta sæti. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 13:48 Önnur útgáfa af Payback Væntanleg er endurútgáfa á Payback með Mel Gibson á DVD mynddiski. Myndin var frumsýnd árið 1999 en tökur hennar gengu ekki áfallalaust þar sem leikstjóri myndarinnar, Brian Helgeland, þótti skila af sér slakri mynd að mati framleiðenda. Ráðist var í endurtökur sem skiluðu af sér allt annarri mynd en þeirri sem leikstjórinn ætlaði. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 10:59 Tyra og Paris rasa út í Reykjavík Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 09:30 Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 15:40 Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 09:30 Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 07:15 Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 07:00 Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 06:15 Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 00:01 Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 22:15 Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 10:00 Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 08:45 Dagur vonar – Leikhússpjall Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni. Bíó og sjónvarp 19.2.2007 00:00 Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer „Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:45 J-Lo heiðruð af Amnesty International Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leik- og söngkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar, Border-town. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:30 Lífið og fjörið á Akureyri Mikil tíðindi berast að norðan frá Leikfélagi Akureyrar: Magnús Geir Þórðarson hefur verið ráðinn áfram sem leikhússtjóri og mun sitja á friðarstóli allt til 2010. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:00 Óperan opnar dyrnar Nú um helgina halda óperuhús um alla Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu og hér á Fróni gefst áhugasömum tónlistarunnendum tækifæri á að kynna sér starfsemi Íslensku óperunnar. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 07:45 Völundarhús Pans - fimm stjörnur Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 00:01 Hattur og Fattsdóttir Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:45 Hin hliðin á sögunni Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:30 Hneyksli skekur grunnskóla Græna ljósið frumsýnir spennutryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Barböru Covett, einmana kennslukonu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:15 Lecter finnur til lystar sinnar Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:00 Skrattakollur á mótorfáki Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 08:00 Breiðavík eftir harmleikinn „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 10:00 Glaðir gestir á önugri Önnu Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 09:00 The Queen sigursæl á Bafta Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 07:15 Klassískur dulbúningur Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. Bíó og sjónvarp 11.2.2007 16:30 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 140 ›
Hannibal Rising - ein stjarna Rétt eins og Hannibal Lecter gerir við fórnarlömb sín, smjattar rithöfundurinn Thomas Harris á frægustu mannætu síns tíma. Hannibal Rising er fimmta myndin um Lecter (tvær byggja reyndar á sömu bók) og í þetta sinn er ljósinu brugðið á uppvaxtarár Hannibals og leitað skýringa á annarlegum matarsmekk hans. Bíó og sjónvarp 26.2.2007 08:45
Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Bíó og sjónvarp 25.2.2007 08:30
Þrívíddarbíó á Íslandi Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er rá'ðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 14:23
Angelina Jolie kynþokkafyllst Angelina Jolie var kosin kynþokkafyllsta persóna allra tíma í netkönnun sem spannaði 100 mestu kynbombur sögunnar. Fast á hæla hennar var Elvis Presley, þá Brad Pitt en Marilyn Monroe og Beyonce Knowles voru í fjórða og fimmta sæti. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 13:48
Önnur útgáfa af Payback Væntanleg er endurútgáfa á Payback með Mel Gibson á DVD mynddiski. Myndin var frumsýnd árið 1999 en tökur hennar gengu ekki áfallalaust þar sem leikstjóri myndarinnar, Brian Helgeland, þótti skila af sér slakri mynd að mati framleiðenda. Ráðist var í endurtökur sem skiluðu af sér allt annarri mynd en þeirri sem leikstjórinn ætlaði. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 10:59
Tyra og Paris rasa út í Reykjavík Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Bíó og sjónvarp 24.2.2007 09:30
Æfingar hafnar hjá Óperunni Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 15:40
Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 09:30
Strákur veiðir úlf úr skóginum Krakkarnir voru með á nótunum í sviðsetningu Bernds Ogrodnik á sögunni góðkunnu um Pétur og fórnarlamb hans, úlfinn. Í hvert sinn sem Bernd leitaði til þeirra voru svör á reiðum höndum. Þau sátu fremst í salnum í Kúlunni á sessum meðan eldri gestir sátu aftar og skemmtu sér ekki síður. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 07:15
Sýna hjá Gorkí Íslenskt leikhúsfólk gerir það ekki endasleppt þessa dagana – í London er uppfærsla Þjóðleikhússins á Pétri Gaut að fara á svið í Barbican-leikhúsinu og nú berast fregnir þess að Hið lifandi leikhús hyggist gera strandhögg í Berlín. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 07:00
Óumflýjanleg uppgjör á bar Margir íslenskir leikhúsgestir kannast við leikritið Bar par enda hefur það í tvígang verið sýnt við fádæma undirtektir hér á landi. Nú á föstudaginn gefst enn á ný kostur á að kynnast fjölskrúðugu persónugalleríi Jims Cartwright en þá verður ný uppfærsla gamanleiksins frumsýnd á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 06:15
Pursuit of Happyness - tvær stjörnur Lífsbarátta sölumannsins Chris Gardner sem er að reyna að vinna sig upp úr eymd og fátækt er langt frá því að vera léttvægt grín. Mestur hluti kvikmyndarinnar Pursuit of Happyness fjallar um sífelld vonbrigði hans og strögl við að verða verðbréfasali. Konan (Thandie Newton) fer frá honum, hann missir húsnæðið og endar á vergangi með strákinn sinn (Jaden Smith) en samt gefst hann ekki upp. Bíó og sjónvarp 21.2.2007 00:01
Vesturport og Pétur Ben á Súfistanum Leikhópurinn Vesturport efnir til uppákomu á Súfistanum við Laugaveg á morgun, miðvikudagskvöld. Er uppákoman í tengslum við kvikmyndirnar Börn og Foreldrar sem Vesturport frumsýndi nýlega. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 22:15
Cage á toppinn Hasarmyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór beint á toppinn á bandaríska aðsóknarlistanum sína fyrstu viku á lista. Þrátt fyrir að myndin hafi fengið misjafna dóma var þetta aðsókarmesta opnunarmynd ársins í Bandaríkjunum til þessa. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 10:00
Laddi er í allra kvikinda líki Hápunkturinn á frumsýningunni á afmælishófi Þórhalls Sigurðssonar – Laddi 6-tugur – var óneitanlega þegar hann birtist loks í eigin persónu á sviðinu. Bíó og sjónvarp 20.2.2007 08:45
Dagur vonar – Leikhússpjall Borgarleikhúsið sýnir nú verkið Dagur vonar á Nýja sviðinu. Verður leikhússpjall um verkið í Kringlusafni, fimmtudagskvöldið 22. febrúar, klukkan 20:15. Þar ræða Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri, Birgir Sigurðsson, leikskáld og Birgitta Birgisdóttir, leikkona, um verkið sjálft og vinnu leikhópsins. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á leikhússpjall í Kringlusafni. Bíó og sjónvarp 19.2.2007 00:00
Hjálpar Mel Gibson að gera kvikmynd um Fischer „Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhugaða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:45
J-Lo heiðruð af Amnesty International Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leik- og söngkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar, Border-town. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:30
Lífið og fjörið á Akureyri Mikil tíðindi berast að norðan frá Leikfélagi Akureyrar: Magnús Geir Þórðarson hefur verið ráðinn áfram sem leikhússtjóri og mun sitja á friðarstóli allt til 2010. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 08:00
Óperan opnar dyrnar Nú um helgina halda óperuhús um alla Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu og hér á Fróni gefst áhugasömum tónlistarunnendum tækifæri á að kynna sér starfsemi Íslensku óperunnar. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 07:45
Völundarhús Pans - fimm stjörnur Strax í sinni fyrstu mynd, Cronos frá árinu 1993, sýndi mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro að hann er kvikmyndagerðarmaður með sérstaka og áhugaverða sýn. Þrátt fyrir glappaskotið Mimic árið 1997 hefur honum gengið ágætlega í Hollywood en nýtur sín þó óneitanlega betur á móðurmálinu, eins og Hornsteinn djöfulsins (El Espinazo del diablo) frá 2001 og nú Völundarhús Pans ber glögglega vitni um. Bíó og sjónvarp 16.2.2007 00:01
Hattur og Fattsdóttir Þóra Karitas Árnadóttir stígur fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sporin þau liggja ansi nálægt fótsporum föður hennar, Árna Blandon. Þóra er aðstoðarmaður leikstjórans Kjartans Ragnarssonar, en hann og Árni gerðu garðinn frægan sem Hattur og Fattur hér á árum áður. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:45
Hin hliðin á sögunni Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:30
Hneyksli skekur grunnskóla Græna ljósið frumsýnir spennutryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Barböru Covett, einmana kennslukonu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:15
Lecter finnur til lystar sinnar Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verður frumsýnd. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 09:00
Skrattakollur á mótorfáki Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi. Bíó og sjónvarp 15.2.2007 08:00
Breiðavík eftir harmleikinn „Við vissum að þarna hefði ofbeldi átt sér stað, en ekki að það var kynferðislegt," segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri um Breiðavíkurmálið. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 10:00
Glaðir gestir á önugri Önnu Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 09:00
The Queen sigursæl á Bafta Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins. Bíó og sjónvarp 12.2.2007 07:15
Klassískur dulbúningur Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman. Bíó og sjónvarp 11.2.2007 16:30